Morgunblaðið - 05.04.2019, Side 44

Morgunblaðið - 05.04.2019, Side 44
Á slaug er hjúkrunar- og kynfræðingur segir að kynlíf brúðhjóna á brúðkaupsnóttunni sé mjög misjafnt og kannski ekki svo líklegt að það verði alltaf eins gott og þegar fólk gefur sér góðan tíma til þess og er afslapp- að og minna þreytt. „Ég tel samt góða hugmynd að skipuleggja kynlífið á brúð- kaupsnóttina eins og annað sem skiptir máli á stóra daginn. Það gerir væntingar um kynlífið á brúðkaupsnóttina raunhæfar. Það er svo gott ráð að ræða kynlíf í hjónabandinu, hvernig maður vill hafa það, eins og allt annað í samböndum.“ Gott kynlíf ekki sjálfgefið Er gott kynlíf á brúðkaupsnóttina vísbending um gott hjóna- band? „Ekki endilega. Ég held að kynlíf á brúðkaupsdaginn segi voðalega lítið til um kynlíf í hjónabandinu þegar lengra er liðið í sambandinu. Ég tel hins vegar það að bíða með kynlíf lengi eftir athöfn ekki góða byrjun. En ég tel úrelta hugsun að leggja of mikla áherslu á kynlífið á brúðkaupsnóttina, enda er fólk flest ekki að sofa hjá í fyrsta skiptið og að mörgu að huga fyrir brúð- kaupið. En í brúðkaupsundirbúningi þarf líka að huga að kynlíf- inu, hvort sem það gerist svo á brúðkaupsnóttina eða morguninn eftir brúðkaup. Það þarf að sinna öllu því sem við viljum að dafni vel í hjónaböndum. Ég velti því stundum fyrir mér hvort það geti verið að um helmingur hjónabanda endi með skilnaði, vegna þess að við vanrækjum sambandið og kynlífið í samböndum?“ Hún segir að fólk þurfi að taka ábyrgð á eigin kynlífi. „Þú ættir aldrei að láta það vera á ábyrgð maka þíns að koma þér til. Eins ætti maki þinn ekki að vera með það á sínum herðum. Til að upp- lifa gott kynlíf þarftu að taka ábyrgð, vita hvað þú vilt og biðja um hlutina. Þora að ræða, vera opin og prófa nýja hluti.“ Við erum nakin og berskjölduð Af hverju er kynlíf áskorun? „Ég held að það sé vegna óraun- hæfra væntinga okkar m kynlíf. Fjölmiðlar, bíómyndir og aðrir miðlar sem við sjáum og heyrum gefa oftar en ekki skakka mynd af kynlífi í samböndum. Svo er líklegt að kynlíf vefjist fyrir okkur vegna þess að þá erum við líklega hvað mest berskjölduð. Við erum jú oft allsber í kynlífi.“ Ætti fólk að gera samning um kynlíf í hjóna- böndum? „Já, hvort sem það lítur á það sem samning eða ekki skiptir kannski ekki öllu máli en að ræða um kynlífið sem part af hjúskapar- sáttmálanum er góð hugmynd. En eins og alla samninga þarf svo að endurskoða og endursemja um kynlífið. Það er ágætt að ræða hvar fólk er statt, hversu ánægt það er og hvað má gera til að bæta kyn- lífið, ef þörf er, á árs fresti. Þá er brúðkaupsafmælið ágætis dagur til þess.“ Hvernig gæti sá samningur litið út? „Fólk gæti skráð hjá sér markmið fyrir kynlífið fyrir hvert ár í hjónabandinu, hversu oft ætlar það að fara á stefnumót, hversu oft á ári ætlar það að prófa eitthvað nýtt í kynlífinu, hvenær hægt er að eiga barnlausa helgi þetta árið o.s.frv. Þegar við setjum okkur markmið og höfum þau skýr er líklegra að við náum þeim.“ Hversu ofarlega á lista ætti kynlíf að vera? „Það er auðvitað persónubundið hversu mikið fólk leggur upp úr kynlífi. En flest fullorðið fólk hefur áhuga á að stunda kynlíf og finnur að það ger- ir sambandinu gott. Snertingar og nánd eru manneskjunni nauð- synlegar svo hún dafni. Kynlíf snýst um snertingar og ætti því ekki að vera vanrækt.“ Kynlífið á brúðkaups- nóttina Thinkstock Að setja sér markmið um kynlífið í hjóna- bandinu er góð leið að mati Áslaugar. 44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019 Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is – MONOGRAPH – Þá er næsta skref að útbúa brúðargjafalista hjá okkur. Við gefum brúðhjónum gjafabréf fyrir 15% af andvirði þess sem keypt er af listanum. Er brúðkaup í vændum? · Gera raunhæfar væntingar · Setja mörk · Vita hvað maður vill · Taka ábyrgð á eigin kynlöngun · Skipuleggja kynlífið · Leyfa óvæntum hlutum að gerast Áslaug mælir ekki með að · Trúa því að kynlífið reddist eða gerist fyrir töfra ást- arinnar · Halda að maki þinn lesi hugsanir · Halda aftur af því að ræða það sem þig langar Áslaug mælir með að Áslaug Kristjánsdóttir Brúðkaupsnóttin er vanalega eitthvað sem fólk sér í hillingum. Spurningin er hins vegar sú – hvernig er þetta vanalega hjá fólki á stóra daginn? Áslaug Kristjánsdóttir sérfræðingur situr fyrir svörum. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.