Morgunblaðið - 05.04.2019, Blaðsíða 45
FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019 MORGUNBLAÐIÐ 45
Silfurbrúðkaup, stórafmæli, skírn eða stúdents-
veisla? Harpa býður upp á sali, herbergi og rými
af öllum stærðum og gerðum – fyrir öll tilefni.
Nánar á harpa.is/veislur
Brúðkaupið
á heima
í Hörpu
E
lísa er eigandi blóma- og gjafa-
vöruverslunarinnar Fjögurra árs-
tíða. Með versluninni langaði
hana að skapa blómaverslun í takt
við hverja árstíð sem væri ólík því
sem fyrir væri í landinu.
Margir leita til hennar þegar brúðkaup
stendur fyrir dyrum, enda býður hún upp á
öðruvísi afskorin blóm, einstaka vendi og
mikið úrval af plöntum og fallegum pottum.
Hvernig brúðarvendi ertu að gera núna?
„Ég er að gera mjög fjölbreytta
vendi – allt frá hefðbundnum
kúluvöndum yfir í óhefð-
bundnari vendi.
Vinsælast hjá okkur
um þessar mundir eru
villtari vendir og
meira um liti, þeir
eru lausari og bland-
aðri, það sem ég
kalla „wild flower
look“.“
Hvað er vinsælast í
skreytingum í ár?
„Það vinsælasta í
borðskreytingum eru renn-
ingar (e. long runner). Í slíkt
eru valin alls konar blóm og
greinar.
Þá verða æ vinsælli blómaskreytingar fyr-
ir ofan borð, í krónum og bitum, ef salurinn
býður upp á það.
Minni skreytingar í glervösum sem leika
um borðin eru alltaf vinsælar og fallegar.“
Hvernig vinnur þú með brúðhjónum?
„Ég á yfirleitt fund með brúðhjónum áður
en við ákveðum hvaða blóm skal nota. Það
fer allt eftir óskum þeirra og í samráði við
mig. Vöndurinn er yfirleitt valinn fyrst og
oft er gott fyrir mig að sjá mynd af brúðar-
dressinu, en ég hanna vöndinn út frá honum
og brúðinni.
Ákvörðun um aðrar skreytingar fylgir svo
á eftir.“
Hvað áætlar maður mikið í kostnað við
blómaskreytingar í miðlungsstóra veislu?
„Það er mjög misjafnt, eftir því hvort ein-
göngu er tekinn brúðarvöndur eða til að
mynda skreytingar á köku og bíl og barm-
blóm og hversu umfangsmiklar skreyting-
arnar eru.“
Elísa er á því að maður ætti alltaf að hafa
lifandi blóm í veislum; það geri mikið fyrir
veisluna og alla umgjörð.
„Að fegra með blómum og fallegum mun-
um í kringum mig hefur einnig alltaf verið
ástríða mín og stór hluti af mínu lífi.“
Spurð um uppáhaldsblóm segist Elísa
heillast af ólíkum og einstökum blómum á
hverjum árstíma.
Eru til blóm fyrir hverja árstíð?
„Já, svo sannarlega, t.d. amaryllis um jól,
bóndarós á sumrin, ranaculus og laukblóm
að vori og berjagreinar og strá á haustin.“
Það sem er í boði í Fjórum árstíðum
breytist reglulega og því mælir Elísa með
að fólk sé duglegt að fylgja versluninni á
samfélagsmiðlum – til að upplifa og sjá
hvort eitthvað af því sem er í boði fellur að
smekk þess. Möguleikarnir virðast enda-
lausir þegar kemur að blómum, sem geta
svo sannarlega verið form listar í fallegum
veislum.
Elísa Ó. Guðmundsdóttir
blómahönnuður og fagurkeri
segir að í hverri brúðarveislu
ættu að vera lifandi blóm;
það gefi tóninn í veislunni.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Ljósmynd/Saga Sig
Listrænt form blóma
Stórir brúðar-
vendir með
villtum blómum
eru vinsælir um
þessar mundir.
Morgunblaðið/Hari
Elísa kann hvergi betur við
sig en í blómahafi þar sem
listsköpun hennar nýtur sín.