Morgunblaðið - 05.04.2019, Side 46

Morgunblaðið - 05.04.2019, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019 J apanski tiltektarsnillingurinn Marie Kondo fer eins og stormur um heiminn með heimspeki sína sem fjallar í stuttu máli um að einfalda lífsstílinn, minnka dótið á heimilinu og halda einungis í það sem veitir ánægju. Almenn ánægja er með þessa aðferð, en það sem færri vita er sú staðreynd að stundum verða hlutirnir verri áður en þeir frærast í betra horf. Maðurinn með þráhyggju vegna Marie Kondo Dæmi um þetta má finna á vef Red Tricycle. Jenny Jurica segir frá því í pistli þegar maðurinn hennar vaknar einn daginn og finnur ekkert hreint eða fínt að klæðast. „Hann var mikill ruslari í eðli sínu og sérfræðingur í að forðast það að taka ábyrgð á heimilinu. Þennan morgun benti ég honum góðlátlega á bók Marie Kondo.“ Til að gera langa sögu stutta þá fjallar greinin um stig- magnaða þráhyggju eiginmannsins vegna bókarinnar. „Þessi þráhyggja fór rólega af stað og örlaði í fyrstu ein- ungis á ráðum í hennar anda þegar eitthvað fór úr skorðum heima. Sem dæmi kom hann eitt skiptið að mér að slást við plastílát sem áttu sér hvergi stað í eldhússkápunum. Það var þá sem hann spurði mig í fyrsta skiptið: Veita þessi ílát þér ánægju? Ég áttaði mig skyndilega á því að hann var ekki að grínast. Hann hélt áfram að vera sjálfskipaður sérfræðingur tiltektar á heimilinu, með því að lána mér ráðin sín óumbeðinn þegar eitthvað kom upp á.“ Það sem fyllti mælinn „Það sem fyllti mælinn hjá mér var þegar hann stakk upp á því að við (ég) myndum brjóta þvottinn öðruvísi saman. Þann- ig kæmum við (ég) honum betur fyrir. Þetta var kornið sem fyllti mælinn minn – það var ég sem sá um þvottinn, ég sem gerði þetta á þennan hátt. Hvað var hann (eða hún) að ryðjast svona inn á mitt svæði? Frá því við giftum okkur hafði maðurinn minn sett sirka einu sinni í þvottavélina og stóð síðan yfir mér með sjálfs- hjálparbók sem átti að leysa öll heimsins vandamál á einu bretti.“ „Sem betur fer héldum við áfram og síðan var eins og töfrar Marie Kondo tækju yfir. Yfir heimilið okkar færðist meiri ró og friður. Maðurinn minn hætti sem betur fer að spyrja mig hvað veitti ánægju og fór að taka þátt sjálfur í að gera verkin með mér. Ég verð alltaf þakklát fyrir það enda eðlilegt að allir taki þátt. Við erum samheldnari hjón og ég viðurkenni nú fús- lega að sjálfshjálparbækur geta hjálpað. Þetta hefur kennt mér að maður skyldi vanda sig við um hvað maður biður.“ „Hvernig Marie Kondo nánast rústaði hjónabandinu“ Hver hefur ekki heyrt af KonMari-aðferðinni sem er að hafa ótrúleg áhrif á heimili og hjónabönd um víða veröld? Almennt er talað vel um aðferðina en það sem færri vita er sú staðreynd að í breytingum geta hjónabönd stundum orðið verri áður en þau verða betri. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Hin japanska Marie Kondo er orðin þekkt um víða veröld. AFP Þakklæti Eitt af því fyrsta sem Marie Kondo gerir áður en hún kennir KonMari- aðferðina áfram er að krjúpa á kné og hugleiða þakklæti. Hún gerir þetta til að heilsa húsinu og minna húsráðendur á að heimilið er skjól fjölskyldunnar. Það sameinar og verndar. Framtíðarsýn Hjón ættu að leitast við að sjá framtíðina fyrir sér saman. Rusl og dót á ekki að hindra fólk í að upplifa drauminn. Eins og eitt par áttaði sig á eftir tiltekt, að allan tímann voru þau með pláss fyrir eitt barn í viðbót eins og þau hafði bæði dreymt um. Ábyrgð Það er mikil vinna fólgin í því að halda heimili. Slík vinna ætti aldrei að vera á herðum eins aðila. Allir þurfa að vera þátttakendur á heimilinu og taka ábyrgð. Því það er heiðarlegt, heilbrigt og uppbyggilegt fyrir alla. Minningar Kondo er á því að það eigi að njóta þess sem veitir ánægju. Sem dæmi um það eru brúðkaupsmyndir. Þær ættu að vera uppi á vegg og minna hjón á tilgang hjónabandsins, uppruna þess og ánægjustundir. Ráð Marie Kondo fyrir hjónabandið AFP KonMari aðferðin hvetur alla fjölskylduna til þátttöku og gerir hjónabönd betri að mati margra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.