Morgunblaðið - 23.04.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2019
Við gyllinæð
og annarri ertingu og
óþægindum í endaþarmi
Krem
Þríþætt verkun - verndar, gefur raka og græðir
Byggir á náttúrulegum innihaldsefnum
Inniheldur ekki stera
Hreinsifroða
Froðan hreinsar, róar og frískar óþægindasvæðið
Byggir á náttúrulegum innihaldsefnum
Fyrir hámarksárangur er mælt með notkun á Procto-ezeTM Hreinsi áður en Procto-ezeTM Krem er notað.
Fæst í næsta apóteki.
Gunnar Rögnvaldsson vitnar áblog.is í svar Bjarna Benedikts-
sonar á Alþingi í mars í fyrra við
spurningu um þriðja orkupakkann.
Þar sagði Bjarni: „Hvað í ósköp-
unum liggur mönnum á að komast
undir sameiginlega raforkustofnun
Evrópu á okkar einangraða landi
með okkar eigið raforkukerfi?
Hvers vegna í ósköpunum hafa
menn áhuga á því að komast undir
boðvald þessara stofnana? [...] Eru
það rök að þar sem Evrópusam-
bandinu hefur þegar tekist að koma
Íslandi undir einhverja samevr-
ópska stofnun sé ástæða til að ganga
lengra? [...] Hérna erum við með
kristaltært dæmi um það, raforku-
mál Íslands eru ekki innri-
markaðsmál.“
Þetta eru umhugsunarverð ogréttmæt varúðarorð.
Og þau verða ekki minna um-hugsunarefni þegar lesin er
álitsgerð Friðriks Árna Friðriks-
sonar Hirst og Stefáns Más Stef-
ánssonar um stjórnskipuleg álita-
efni vegna þriðja orkupakkans. Þeir
segja meðal annars: „Þrátt fyrir að
valdið sé þannig formlega hjá ESA
er ljóst að ACER mun hafa mikið að
segja um efni ákvarðana sem ESA
tekur á grundvelli reglugerðar-
innar, enda semur ACER drög að
ákvörðunum og leggur þau fyrir
ESA. Það má því velta fyrir sér
hvort ákvörðunarvaldið sé í raun
hjá ACER og að hlutverk ESA sé
aðallega formlegs eðlis í því skyni að
fyrirkomulag reglugerðarinnar
samræmist betur tveggja stoða kerf-
inu. Færa má rök fyrir því að í raun
sé ákvörðunarvaldið að hluta til
framselt stofnun sem heyrir undir
Evrópusambandið og stendur utan
EFTA-stoðarinnar, þ.e. ACER.“
Farið á svig við
tveggja stoða kerfið
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Þeistareykjavirkjun framleiddi 671
GWh af raforku á árinu 2018 en
virkjunin komst í fullan rekstur á
því ári. Fyrri vélasamstæðan var
tekin í notkun í nóvember 2017 og
samkvæmt upplýsingum Orkustofn-
unar framleiddi virkjunin um 71
GWh á því ári.
Eins og fram hefur komið í
Morgunblaðinu jókst raforkuvinnsla
á landinu öllu um 591 GWh í fyrra
eða um 3,1% frá fyrra ári að því er
fram kom í greinargerð raforku-
hóps orkuspárnefndar um raforku-
notkunina á seinasta ári.
Aukningin er álíka mikil og öll
raforkunotkun á Suðurlandi.
Í svari frá Rán Jónsdóttur, hjá
raforkueftirliti Orkustofnunar, við
fyrirspurn blaðsins um hvaðan
þessi aukning stafaði aðallega á
seinasta ári, segir að mestu muni
um framleiðsluna frá Þeistareykja-
virkjun en í Búrfellsvirkjun jókst
framleiðsla um 127 Gwh milli þess-
ara ára.
Hellisheiðarvirkjun og Reykja-
nesvirkjun juku framleiðsluna
„Hellisheiðarvirkjun og Reykja-
nesvirkjun juku einnig framleiðslu
milli áranna, en framleiðsla Fljóts-
dalsvirkjunar minnkaði milli ára,“
segir í svarinu.
Í greinargerð raforkuhóps orku-
spárnefndar kom m.a. fram að þeg-
ar orkan fer frá virkjunum um
flutningskerfi raforku til stórnot-
enda og veitufyrirtækja sem dreifa
orkunni áfram til smærri notenda
til almennrar notkunar tapast um
2% orkunnar í flutningskerfinu.
Um 77% af raforkunni endar hjá
stórnotendum en 18% hjá dreifiveit-
um. „Um 70% af vinnslunni er í
vatnsaflsvirkjunum og um 30% í
jarðgufustöðvum en hlutur vinds er
lítill og eldsneytisnotkun er nánast
hverfandi [...].“
Aukningin mest
frá Þeistareykjum
127 Gwh aukning í Búrfellsvirkjun
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Jarðhiti Borholur á Þeistareykjum.
„Nú hefur mikill rykmökkur tekið sig
upp úr Sahara-eyðimörkinni og
leggst yfir Miðjarðarhafið“, segir
Trausti Jónsson veðurfræðingur í
pistli á bloggsíðu sinni Hungur-
diskum og heldur áfram:
„Meginhluti makkarins á að berast
til austurs, en sé að marka spár á
hluti hans að slitna frá og berast
norður um Bretlandseyjar og e.t.v.
mun lítilræði komast alla leið til Ís-
lands“. Trausti spáir jafnframt í
veður sumardagsins fyrsta. Hann seg-
ir að mögulega muni hitamet verða
slegið í höfuðborginni. „Rifja má upp
að hæsti hámarkshiti í Reykjavík á
fyrsta sumardag er 13,5 stig, sem
mældist 1998. Eins og staðan er þegar
þetta er skrifað er raunhæfur mögu-
leiki á að það met verði slegið.“
Hæsti hiti sem mælst hefur á land-
inu á sumardaginn fyrsta er þó 19,8
stig og litlar líkur eru á að það met
verði slegið í ár, að sögn Trausta.
Rykmökkur frá Sahara
á leið til landsins
Morgunblaðið/Trausti Jónsson
Ryk Spár sýna að rykmökkur ferðist yfir landið á miðvikudagskvöldið.