Morgunblaðið - 23.04.2019, Side 27

Morgunblaðið - 23.04.2019, Side 27
ÍBV sló bikarmeistarana úr leik Stemmningin var rafmögnuð í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja og studdi fólkið í Eyjum ótrúlega vel við bakið á leikmönnum ÍBV. Að auki tókst áhorfendum Eyjamanna að gera lífið leitt fyrir sóknarmenn FH-inga sem komust lítt áleiðis gegn ógnarsterkri vörn heima- manna, þá sérstaklega í fyrri hálf- leik. Staðan var 19:12 í hálfleik en FH-ingar leiddu í upphafi leiks, fyrstu fimm mínúturnar. Eftir það tóku leikmenn ÍBV frumkvæðið og héldu því allt til loka leiksins. Áframhald var á góðu gengi Gabríels Martinez sem lék frábær- lega í þessu einvígi, hann skoraði úr öllum sínum 10 skotum í einvíg- inu og stóð vörnina vel. Sigur- bergur Sveinsson átti síðan frá- bæran leik en hann gerði átta mörk úr ellefu skotum, þar að auki skap- aði hann sjö færi fyrir félaga sína. Sigurbergur kom inn af bekknum en hann hefur byrjað síðustu leiki þar og komið inn af miklum krafti. Björn Viðar Björnsson átti aftur flottan leik í marki Eyjamanna og varði 12 skot, þá léku varnarjaxlar Eyjamanna Magnús Stefánsson og Róbert Sigurðarson virkilega vel. Hjá FH-ingum léku þó nokkrir leikmenn vel sóknarlega en það var aðallega varnarlega sem FH- ingar spiluðu virkilega illa. Einar Rafn Eiðsson fór mikinn í leiknum en hann skoraði fimm mörk og átti fimm stoðsendingar, þó tapaði hann fimm sinnum boltanum í sókninni. Jóhann Birgir Ingvars- son skoraði mörg mörk fyrir utan með stórkostlegum skotum, sem markverðir Eyjamanna réðu ekk- ert við. Úr hægra horninu fengu FH-ingar 8 skot en einungis eitt mark. Eyjamenn mun sterkara liðið í einvíginu og komnir verðskuldað í undanúrslitin þar sem þeir mæta annað hvort deildarmeisturum Hauka en Stjörnunni. „Ég er himinlifandi með frammi- stöðu liðsins, bæði í vörn og sókn. Þeir skoruðu fljótt á okkur þrjú mörk og hélt ég að þetta yrði erfitt varnarlega, en það má segja að þeir hafi læst varnarlega. Róbert er búinn að vera frábær fyrir miðri vörninni, hann stjórnar þessu með Magga, sama get ég sagt um alla aðra. Það fara nánast allir í vörn og taka þátt í varnarleiknum, það er gott því þá getum við hvílt menn. Sóknarlega stjórnum við leiknum mjög vel, héldum okkar skipulagi og það skilaði sér mjög vel, það eru 10 leikmenn sem skora,“ sagði Er- lingur Richardsson, þjálfari ÍBV, við Morgunblaðið eftir leikinn. ÍR gaf Selfossi alvöruleik Selfyssingar eru komnir áfram í undanúrslit eftir hádramatískan sigur gegn ÍR í öðrum leik liðanna í Austurbergi í gær en leiknum lauk með 29:28-sigri Selfyssinga. Fyrsta leik liðanna á Selfossi lauk einnig með eins marks sigri Selfyssinga, 27:26, og Selfoss fer því áfram eftir hörkurimmu gegn spræku liði ÍR. Selfoss skoraði fyrsta mark leiks- ins en eftir það tóku ÍR-ingar öll völd á vellinum. Þeir náðu mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleik en voru klaufar á lokamínútum hálf- leiksins þegar sem þeir köstuðu boltanum frá sér í tvígang og Sel- foss refsaði. Munurinn á liðunum var tvö mörk og Selfyssingar byrj- uðu seinni hálfleikinn á því að jafna metin í 21:21. ÍR-ingar gáfust ekki upp og leiddu með einu marki þegar fimm mínútur voru til leiksoka, 26:25. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum kom Haukur Þrast- arson Selfossi yfir í fyrsta sinn í leiknum. Kristján Orri Jóhannsson átti skot í stöng frá eigin vítateig þegar þrjár sekúndur voru til leiks- loka en boltinn fór í stöngina og út og Selfoss fagnaði dramatískum sigri. Selfyssingar voru langt frá sínu besta í gær. Varnarleikur liðsins var afar slakur, sérstaklega í fyrri hálfleik, og þá var sóknarleikurinn hægur og staður. Markvarslan var engin, fyrstu 50. mínútur leiksins, en Pawel Kiepulski hrökk í gang á lokamínútum leiksins og hjálpaði liðinu að sigla sigrinum heim. Markverðir liðsins voru með sex skot varin í heildina sem er alltof lítið ef liðið ætlar sér að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Breiðhyltingar voru mjög öflugir í leiknum og naga sig eflaust í handabökin að hafa ekki náð að knýja fram oddaleik á Selfossi. Þeir voru betri aðilinn í leiknum, allan tímann, og bæði sóknar- og varnarleikur liðsins var til mikillar fyrirmyndar. Leikmenn liðsins voru óragir að keyra á öflugt lið Selfyssinga og þeir uppskáru nær alltaf. Stephen Nielsen var öflugur í markinu og varði 10 skot, þar af tvö vítaköst, en allar vörslur hans komu á mjög mikilvægum augna- blikum í leiknum. ÍR-ingar sýndu það í einvíginu gegn Selfyssingum að þeir eru með hörkulið en því miður eru þeir komnir í sumarfrí. Ef leikmanna- hópur liðsins hefði haldist heill í allan vetur hefðu þeir ef til vill fengið slakari andstæðing í úr- slitakeppninni . Að sama skapi þurfa Selfyssingar að spýta í lófana ef þeir ætla sér að gera eitthvað í úrslitakeppninni því frammistaðan í einvíginu gegn ÍR var ekki sann- færandi. Selfyssingar þurfa að fara mæta til leiks, ef þeir ætla sér Ís- landsmeistaratitilinn í vor. Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Árni Sæberg Óvænt Garðar Benedikt Sigurjónsson og félagar hans í liði Stjörnunnar tóku deildarmeistarana í bakaríið í gær. Uppstökk Haukur Þrastarson stekkur manna hæst og skýtur á mark ÍR-inga í Austurbergi í gærkvöldi. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2019 Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 hafðu það notalegt vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar Dominos-deild kvenna Fyrsti úrslitaleikur: Valur – Keflavík.................................... 75:63  Staðan er 1:0 fyrir Val. Spánn Obradoiro – Fuenlabrada .............. 101:104  Tryggvi Snær Hlinason lék í rúma mín- útu og lét ekkert að sér kveða. B-deild karla: Barcelona B – Iberojet Palma ........... 72:84  Kári Jónsson hjá Barcelona er frá keppni vegna meiðsla. Þýskaland Mitteldeutscher – Alba Berlín ......... 91:102  Martin Hermannsson lék ekki með Alba Berlín vegna meiðsla. Alba Berlín – Mitteldeutscher ........... 92:84  Martin Hermannsson lék ekki með Alba Berlín vegna meiðsla. Frakkland Lyon-Villeurbanne – Nanterre ......... 74:96  Haukur Helgi Pálsson skoraði 12 stig, tók 3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar fyrir Nanterre. Austurríki Vienna Timberwolves – Wels ............ 79:90  Dagur Kár Jónsson skoraði 13 stig, tók 7 fráköst og gaf 4 stoðsendingar fyrir Wels. Svíþjóð Undanúrslit, fimmti leikur: Borås – Norrköping ............................ 57:86  Jakob Örn Sigurðarson skoraði ekki fyr- ir Borås en gaf tvær stoðsendingar.  Staðan er 3:2 fyrir Borås. Úrslitakeppni NBA Orlando – Toronto .............................. 85:107  Staðan er 3:1 fyrir Toronto. Oklahoma City – Portland................. 98:111  Staðan er 3:1 fyrir Portland. Utah – Houston ................................ 101:104  Staðan er 3:0 fyrir Houston Detroit – Milwaukee ........................ 103:119  Staðan er 3:0 fyrir Milwaukee. San Antonio – Denver ...................... 103:117  Staðan er jöfn 2:2 Brooklyn – Philadelphia .................. 108:112  Staðan er 3:1 fyrir Philadelphia.. KÖRFUBOLTI HANDKNATTLEIKUR Fyrsti úrslitaleikur kvenna: Origo-höllin: Valur – Fram.................. 19.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Fyrsti úrslitaleikur karla: DHL-höllin: KR – ÍR ........................... 19.15 BLAK Fimmti úrslitaleikur karla: KA-heimilið: KA – HK (2:2) ................ 19.30 Í KVÖLD! Varmá, Olísdeild karla, 8-liða úrslit 2. leikur mánudag 22. apríl 2019. Gangur leiksins: 1:2, 4:4, 6:6, 6:7, 9:10, 11:13, 12:16, 14:19, 17:21, 18:23, 18:26, 21:31. Mörk Aftureldingar: Elvar Ásgeirs- son 7, Árni B. Eyjólfsson 4, Finnur Ingi Stefánsson 3/2, Tumi Rún- arsson 3/1, Einar Ingi Hrafnsson 2, Birkir Benediktsson 2. Varin skot: Pálmar Pétursson 5. Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Vals: Róbert Aron Hostert 6, Ýmir Örn Gíslason 5, Vignir Stefáns- Afturelding – Valur 21:31 son 4, Alexander Örn Júlíusson 3, Anton Rúnarsson 3/2, Sveinn Aron Sveinsson 2, Benedikt Gunnar Ósk- arsson 2/1, Ásgeir Vignisson 2, Þor- gils Baldursson 1, Arnór Óskarsson 1, Orri Gíslason 1, Daníel Freyr Andr- ésson 1. Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 9/1, Einar Baldvinsson 1. Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Ramunas Mikalonis og Þorleifur Árni Björnsson. Áhorfendur: 897.  Valur vann 2:0. Íþróttahúsið í Vestmannaeyjum, Olísdeild karla, 8-liða úrslit annar leikur mánudaginn 22. apríl 2019. Gangur leiksins: 3:3, 7:5, 10:7, 12:8, 15:10, 19:12, 22:14, 23:16, 26:20, 30:22, 32:26, 36:28. Mörk ÍBV: Sigurbergur Sveinsson 8, Gabríel Martinez 6, Kristján Örn Kristjánsson 5, Hákon Daði Styrm- isson 5, Kári Kristján Kristjánsson 4/1, Dagur Arnarsson 3, Elliði Snær Viðarsson 2, Fannar Þór Friðgeirsson 1, Magnús Stefánsson 1, Friðrik Hólm Jónsson 1. ÍBV – FH 36:28 Varin skot: Björn Viðar Björnsson 12/1, Haukur Jónsson 2. Utan vallar: 16 mínútur. Mörk FH: Jóhann Birgir Ingvarsson 6, Arnar Freyr Ársælsson 6, Einar Rafn Eiðsson 5/2, Ágúst Birgisson 5, Ásbjörn Friðriksson 5, Birgir Már Birgisson 1. Varin skot: Kristófer Fannar Guð- mundsson 9, Birkir Fannar Bragason 5. Utan vallar: 10 mínútur. Áhorfendur: 600.  ÍBV vann einvígið 2:0

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.