Morgunblaðið - 23.04.2019, Side 9

Morgunblaðið - 23.04.2019, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2019 Þar sem óheft ímyndunarafl mætir endalausum innblæstri. Munurinn felst í Gaggenau. 90 sm af ótal möguleikum. Yfirborð þessa spanhelluborðs hlítir engum reglum: Kostirnir virðast ótakmarkaðir. Sérhver hlutur frá Gaggenau skarar fram úr í hönnun, tækni og efnisnotkun og hefur gert það síðan 1683. Teygðu á ímyndunaraflinu: gaggenau.com. Verið einnig velkomin í heimsókn í sýningarsal okkar, Nóatúni 4. Þrettándu páskahátíð Hróksins lauk á gær í afskekktasta bæ Grænlands, Ittoqqortoormiit, um leið og degi vináttu Íslands og Grænlands var fagnað í bænum. Um páskana hafa Máni Hrafns- son og Joey Chan, liðsmenn Hróksins, staðið fyrir fjölda við- burða, en hátíðin var tileinkuð minningu veiðimannsins unga Karls Napatoq, sem fórst í Scor- esby-sundi í mars. Napatoq- fjölskyldan hefur ávallt verið með- al dyggustu liðsmanna Hróksins í bænum og er Paulus Napatoq, bróðir Karls, einn snjallasti skák- maður Grænlands, þrátt fyrir blindu. Hátíðin hófst með heimsóknum Hróksliða í leikskóla og dvalar- heimili aldraðra í bænum, en þangað fóru þeir með páskaegg og margvíslegan glaðning. Á fimmtudag tefldi Máni Norlandair- fjöltefli og samhliða hófst mynd- listarsamkeppni Pennans undir stjórn Joey. Á föstudag var komið að páskaeggjamóti þar sem páska- egg voru í boði fyrir alla kepp- endur. Hinn trausti og bráð- efnilegi skákmaður Ignatius Arqe sigraði eftir harða baráttu, Paulus Napatoq hreppti silfrið og Hans- Henrik bronsið. Í samtali við tíðindamann Hróksins sagði Máni að hátíðin hefði heppnast framúrskarandi vel. „Gleði og kærleikur voru leiðarljósin. Hér eigum við bestu vini í heimi og við hlökkum til að koma á næsta ári,“ sagði Máni. „Gleði og kærleikur“  Teflt í afskekkt- asta bæ Grænlands Ljósmynd/Hrafn Jökulsson Skákhátíð Gleðin ríkti á páskahátíð Hróksins í Ittoqqortoormiit. Teflt Keppendur á skákhátíðinni voru margir af yngri kynslóðinni. Aldrei hafa eins margir sótt hátíð- ina Aldrei fór ég suður og í ár, að sögn Kristjáns Freys Halldórs- sonar, rokkstjóra hátíðarinnar. Talsmaður Vegagerðarinnar segir um 1.800 bíla hafa lagt leið sína vestur yfir páskana, sem er 300 bíla aukning milli ára, að sögn Krist- jáns. Hátíðin fór vel fram að hans sögn og var allt með kyrrum kjör- um hjá lögreglunni á svæðinu: „Ég á ekki nógu sterk lýsingar- orð í málfarsbankanum hjá mér eft- ir þessa helgi. Ég er himinlifandi, bæði yfir þessari aðsókn og svo er ég svo þakklátur fyrir það að fólk sé að skemmta sér fallega. Bragur- inn er svo ótrúlega góður og heim- ilislegur, lögreglan á svæðinu er rétt eins og við viljum hafa hana, sýnileg að rölta um og spjalla við gesti,“ segir Kristján og bætir við að aðsóknarmet séu slegin á ári hverju á hátíðinni. Margt fólk lagði leið sína vestur eða á Norðurland og má ætla að hluti þess hafi ætlað á skíði í Hlíðar- fjalli en raunar voru færri þar í ár en á undanförnum árum. Guð- mundur Karl Jónsson, forstöðu- maður Hlíðarfjalls á Akureyri, seg- ir að færra hafi verið um manninn í fjöllunum en áður, sökum vætu- veðurs. „Veðrið hefur verið upp og ofan, kannski voru um það bil fjög- ur þúsund manns á skíðum í fjallinu yfir páskana. Annars hefur allt gengið vel og allir í páskaskapi, nema kannski veðrið,“ segir Guð- mundur léttur í bragði. Ekki voru miklar annir hjá lög- reglunni á Akureyri um páskana. Aldrei fleiri farið á hátíðina Ljósmynd/Ásgeir Helgi Þrastarson Metaðsókn Aðsóknarmet er slegið á ári hverju á Aldrei fór ég suður.  Metaðsókn var á tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.