Morgunblaðið - 23.04.2019, Side 11
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2019
FALLEG OG VÖNDUÐ
LEIKFÖNG
úr náttúrulegum efnivið,
tré og silki
ERUM FLUTT
!
á Nýbýlaveg
8
– Portið
Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
Áþinni eigin heimasíðu umheilsufar þitt www.heilsu-vera.is getur þú lesið um
margt sem tengist heilsufari. Þar er
til dæmis farið yfir áhættuna af því
að hafa háan blóðþrýsting. Hér eru
upplýsingar sem eru mikilvægar og
hægt er að lesa um þar.
Háþrýstingur er
oftast einkennalaus
Blóðið rennur í æðum okkar og er
ætlað að vera þar til að flytja nær-
ingarefni eins og til dæmis súrefni
milli staða. Til þess að það gangi vel
og eðlilega þarf að vera eðlilegt sam-
spil á milli magns vökva og efna í
æðum, hreyfanleika æðakerfis og
hraða hjartsláttar. Ef blóðþrýsting-
urinn er of hár eykur það líkur á að
æðakerfið gefi sig og afleiðingin
verður sjúkdómur í til dæmis hjarta,
heila, augum og nýrum. Ef blóð-
þrýstingur er mjög hár til langs tíma
getur það minnkað lífslíkur verulega
og skert þar að auki lífsgæðin til
dæmis með heilablæðingu. Það er al-
veg ljóst að ef þrýstingur inni í æð-
um er mikill getur æðin eða rörið
gefi sig eða smám saman skemmst
með tilheyrandi áföllum.
Margir aðrir þættir geta veikt
æðakerfið og dæmi um það eru
reykingar, ættlægur veikleiki og há
blóðfita. Verst er síðan ef margir
áhættuþættir hjarta og æðasjúk-
dóma eru til staðar í einum og sama
einstaklingi. Það er því ein gagnleg-
asta aðgerð sem hægt er að gera til
að fyrirbyggja sjúkdóma er að mæla
blóðþrýstinginn og bregðast við
óeðlilegum niðurstöðum.
Gildin eru mismunandi
Tvær tölur eru notaðar til að
skýra blóðþrýsting, til dæmis 140/
90. Hærri talan segir til um þrýst-
inginn í slagæðunum þegar hjartað
dregst saman og mikið blóð er í æð-
unum og þar af leiðandi hár þrýst-
ingur en lægri talan er þrýstingur-
inn í slagæðunum þegar hjartað er í
slökun og lítið blóð í æðum líkamans.
Eðlilegur á blóðþrýstingur fólks í
efra gildi að vera 119 eða lægri og í
neðra gildi 79 og þaðan af minni.
Hækkaður blóðþrýstingur í efra
gildi er 120-139 og 80-89 í því lægri.
Þegar um háþrýsting er að ræða eru
efri gildi 140 eða hærri og í neðra
gildi 90 eða meira.
Þessi gildi eru þó mismunandi og
ekki alveg óumdeild og ekki óeðli-
legt að hafa viðmiðunargildi eftir því
hvaða aðrir áhættuþættir hrjá fólk.
Dæmi er að ef það er sterk ættar-
saga um kransæðasjúkdóm, til
dæmis faðir reykti ekki og fékk
kransæðastíflu 36 ára og kólester-
ólið hefur alltaf verið hátt hjá þér er
rétt að gera kröfur um að þrýstingur
sé í lægri kantinum. Þá er til dæmis
við þessa ættarsögu afar óheppilegt
að reykja eins og gefur að skilja.
Þú getur mælt þrýstinginn heima
en blóðþrýstingsmæla má kaupa í
apótekum og heilsuvörubúðum.
Sestu niður og hvíldu þig í 5 mín-
útur áður en mæling hefst.
Gættu þess að það séu í það
minnsta 30 mínútur liðnar frá síð-
ustu máltíð, æfingu, baði, reykingum
eða áfengisneyslu.
Fylgdu leiðbeiningum mælisins
um staðsetningu mælisins á hend-
inni og mældu.
Skráðu mælinguna.
Mældu síðan blóðþrýstinginn
reglulega, ávallt á sama tíma dags.
Skráðu hjá þér mælingarnar þín-
ar og komdu með þær í næstu heim-
sókn á heilsugæsluna.
Hvað er til ráða?
Hvað get ég gert ef þrýstingurinn
er hár? Þú getur haft áhrif á blóð-
þrýstinginn þinn með því að:
Létta þig - ef þú ert í yfirvigt. Það
er erfitt að dæla blóði út í líkama
sem er mjög stór. Sýnt hefur verið
fram á gagnsemi þess ef líkams-
þyngdarstuðull er hærri en 30.
(þyngd/hæð í öðru veldi).
Velja fituminni fæðu og meira af
grænmeti og ávöxtum.
Minnka saltneyslu. Þetta er afar
mikilvægur þáttur.
Hreyfa þig 30 mín á dag, flesta
daga. Hreyfing bætir andlega og lík-
amlega heilsu.
Minnka áfengisdrykkju (ef þú
drekkur meira en 2 glös á dag).
Gott ráð er að fá sér blóðþrýst-
ingsmæli til að fylgjast með blóð-
þrýstingnum heima. Ef þú fylgist
reglulega með eigin blóðþrýstingi
gengur betur að hafa áhrif á hann til
lækkunar.
Hafðu eftirfarandi í huga
Hafðu samband fljótlega við
heilsugæsluna ef reglulegar blóð-
þrýstingsmælingar þínar eru yfir
140/90.
Hafðu samband strax við heilsu-
gæsluna ef blóðþrýstingsmælingar
þínar eru í kringum 180/120. Sama
skaltu gera ef blóðþrýstingsmæl-
ingar þínar eru yfir 140/90 og þú
finnur fyrir eftirfarandi einkennum,
en þau eru merki um að æðakerfið
hafi með einhverjum hætti gefið sig
og því mikilvægt að grípa inn í og
bregðast við strax
Sjóntruflanir
Höfuðverkur á morgnana
Ógleði, uppköst
Sljóleiki eða skert meðvitund
Erfiðleikar með tal
Erfiðleikar með öndun
Verkir í brjósti eða brjóstbaki.
Brúnt eða blóðugt þvag
Munum að góð heilsa er gulli betri
og að fylgjast með blóðþrýstingi er
einföld og góð leið til að fyrirbyggja
heilsuvanda.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Útivera Hreyfing og hófleg áreynsla er góð fyrir hjartað og alla heilsu.
Gagnlegt að mæla
blóðþrýstinginn
Heilsuráð
Óskar Reykdalsson,
heilsugæslulæknir og
forstjóri Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins
Unnið í samstarfi við Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðsins
Umskipti verða á Íslandi og um-
hverfið fær nýjan svip á Stóra
plokkdaginn sem er næstkomandi
sunnudag, 28. apríl. Í fyrra var
blokkað á Íslandi á Degi jarðar, 22.
apríl, og þá gerðust góðir hlutir.
Vænst er að hið sama verði nú þeg-
ar sjónum verður beint að svæðum
sem liggja að Reykjanesbraut,
Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi.
Hvað Reykjanessvæðið varðar verð-
ur því skipt upp í nokkur svæði, og
hópar blokkara leggja upp frá Fitj-
um í Njarðvík, úr Vogum á Vatns-
leysuströnd og frá N1 við Lækjar-
götu í Hafnarfirði.
Fleiri svæði verða undir, í Reykja-
vík til dæmis Grafarvogur og Grafar-
holt, og það fólk sem þar hyggst
taka til hendi á að mæta á bíla-
stæðið hjá Húsasmiðjunni kl. 10.
Hægt er að slást í hópinn hvenær
sem er, en vaktir verða kl. 10-12, 12-
14 og 14-16.
„Plokk á Íslandi leitar að aðilum
sem eru tilbúnir í hópstjórn og að
því að koma að skipulagi og utan-
umhaldi. Öllum er velkomið að vera
með og mæta í hluta eða í allan
daginn. Þetta er skipulagði hluti
dagsins en svo má fólk plokka auð-
vitað þar sem því sýnist og öll
sveitarfélög. Vinnustaðir og hags-
munaaðilar gætu einnig nýtt daginn
til vitundarvakningar,“ segir í frétta-
tilkynningu.
Umskipti á Íslandi verða á plokkdeginum 28. apríl
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hreinsað Plokkið komst á dagskrá í fyrra og er þess vænst að margir taki til hendi í ár, því umhverfismál eru mikilvæg.
Dagur til vitundarvakningar í umhverfismálum
Á fæðingardegi
Halldórs Laxness,
sem er í dag, 23.
apríl, verður kl.
16.30 opnuð sýn-
ing í Lands-
bókasafni Íslands
í tilefni aldar-
afmælis Barns
náttúrunnar,
fyrstu skáldsögu
Halldórs. Sýn-
ingin ber heitið Að vera kjur eða fara
burt? og er samstarfsverkefni Lands-
bókasafns Íslands Háskólabóka-
safns, Gljúfrasteins, Reykjavíkur
Bókmenntaborgar UNESCO og For-
lagsins.
Í sýningarskrá eru greinar fræði-
og listafólk þar sem fjallað er um
skáldið og æsku þess og nálgast höf-
undarnir mál hver frá sinni hlið.
Afmælisdagur Laxness
Sýning um
Nóbelskáldið
Halldór Kiljan
Laxness