Morgunblaðið - 23.04.2019, Side 15

Morgunblaðið - 23.04.2019, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2019 Landtaka Íslandsálar eru í kaldara lagi en geta þó hentað prýðilega til heilbrigðrar útivistar. Þessi frækni ræðari hefur að líkindum komið endurnærður að landi við Geldinganes. Árni Sæberg Það er rétt að hvá þegar stjórn- málamenn láta eins og þeir séu að leggja eitt- hvað til, þegar þeir stinga upp á því að „verja hagsmuni Ís- lands“. Það er enginn stjórnmálamaður ósammála því að verja hagsmuni Íslands og enginn stjórnmála- maður hefur lagt til neitt annað. En einmitt vegna þess að hug- myndin er svo gott sem þýðing- arlaus er hún líka heppileg til þess að afvegaleiða kjósendur, vegna þess að hún setur hlutina upp eins og ef aðrir stjórnmálamenn en sá sem talar ætli sér þá ekki að verja hagsmuni Íslands. Hið rétta er að fólk er ósammála um hvernig hagsmunir Íslands séu best tryggðir. Hvort sem fólk kallar eftir innleiðingu 3. orkupakkans, sæstreng eða inngöngu Íslands í Evrópusam- bandið, þá gerir það svo vegna þeirrar sannfær- ingar að það stuðli að hagsmunum Íslands. Svo má auðvitað vel vera að það sé algjör misskilningur, en á ís- lenskum hagsmunum er þá sá misskilningur byggður. En hugtakið „hags- munir Íslands“ er held- ur ekki svo einfalt hug- tak. Meira að segja sama manneskjan hefur ólíka hags- muni sem auðveldlega geta stangast á, hvað þá gjörvallt hagsmunamengi heillar þjóðar. Það eru t.d. hvort tveggja hagsmunir neytenda að borga lágt raforkuverð og að búa við betur fjármagnaðan ríkissjóð, meira starfsöryggi og að vera með hærri laun. Þegar hugtakið „hagsmunir Íslands“ eru hugsaðir eins og það séu hagsmunir „okkar“ (Íslendinga) gegn hagsmunum „þeirra“ (annarra en Íslendinga), þá er hugtakið reyndar næstum því barnalegt. Við neyðumst kannski til að nota þetta hugtak þegar við tölum um hluti í samhengi við samskipti þjóð- ríkja, en við ættum samt allavega að vera meðvituð um að hugtakið ein- faldi frekar flókna hluti. Hugtakið „hagsmunir Íslands“ felur óhjá- kvæmilega í sér einhvers konar meðaltal af einhvers konar meiri- hluta. Eftir stendur að hagsmunir Íslands eru margvíslegir, ólíkir og alls ekki endilega skýrir án veru- legrar yfirlegu. Hetjustælarnir í sjálfskipuðum verndurum sjálf- stæðis Íslands eru ágætis afþreying, en einir og sér svara þeir engum spurningum um hverjir hagsmunir Íslands séu, né hvernig sjálfstæði þess verði best tryggt. Sjálfstæði Íslands er óumdeilt og fullkomin eining ríkir um mikilvægi þess í stjórnmálum á Íslandi. Þess vegna er allt að því kjánalegt að ís- lenskir stjórnmálamenn búi til ein- hverja ímyndaða togstreitu um það, bara til þess að berja sér á brjóst fyrir málstað sem bókstaflega allir aðhyllast. Þá er gjarnan talað um ferðafrelsi og alþjóðlegt samstarf sem andstöðu sjálfstæðis Íslands, sem hvorugt er. Ferðafrelsi og alþjóðlegt samstarf eru fyrst og fremst Íslandi sjálfu til heilla og hvort tveggja treystir sjálf- stæði okkar og vissulega hagsmuni. Það að við ákveðum sjálf að undir- gangast skuldbindingar er ekki meiri svipting á sjálfræði en að einstaklingur ákveði að fara út í búð og láta af hendi pening gegn því að fá vöru afhenta. Hann getur alveg sleppt því að borga ef hann vill, og þá fær hann ekki vöruna. Ef hann vill hætta að mæta í vinnuna getur hann hætt í vinnunni, en þá hættir vinnuveitandinn eðlilega að borga honum laun. Það er ekki kúgun heldur hvernig næstum því allir samningar og samstarf virka. Það getur ekki verið svo umdeilt að samstarf Íslands við önnur ríki, þá fyrst og fremst EES-samning- urinn, hafi veitt Íslandi velmegun og frelsi sem fólk hefði ekki getað ímyndað sér fyrir einni öld. Eina ástæðan fyrir því að það meikar yfirhöfuð nokkurt sens fyrir ungt fólk að vera á Íslandi er góðar teng- ingar við umheiminn, bæði hvað varðar samskipti, viðskipti og ferða- frelsi. Ísland er frábært að svo mörgu leyti, en það er líka eyja úti í hafsauga, einangruð nema sökum auðveldra samgangna, samskipta og viðskipta við umheiminn. Það er eðlilegt að við séum ósam- mála um hverjir hagsmunir Íslands séu. En umræða sem leggur það upp sem einhverja spurningu hvort Ís- land eigi áfram að vera sjálfstætt eða hvort vinna eigi að hagsmunum þess er í grundvallaratriðum á villi- götum vegna þess að það er engin spurning. Eftir Helga Hrafn Gunnarsson » Það er engin hetju- dáð fólgin í því að berja sér á brjóst fyrir málstað sem bókstaf- lega allir aðhyllast. Helgi Hrafn Gunnarsson Höfundur er þingmaður Pírata. helgihrafn@althingi.is Hagsmunir Íslands Nú liggur fyrir Al- þingi þingsályktunar- tillaga um staðfestingu á ákvörðun sameigin- legu EES-nefndarinnar um að fella þriðja orku- pakka ESB inn í EES- samninginn. Ákvörð- unin kallar á lagabreyt- ingar og var hún því með stjórnskipulegum fyrirvara um samþykki Alþingis. Með því yrði Ísland skuld- bundið að þjóðarétti að innleiða í landsrétt þær ESB gerðir sem gilda fyrir Ísland. Það er í samræmi við uppfærslu EES-samningsins á reglum innri markaðar EES um frjálst flæði vinnuafls, fjármagns, þjónustu og vöru. Raforka er vara, en frjálst flæði hennar er háð tengingu dreifikerfa. Íslensk raforka fellur því ekki undir reglur um frjálst flæði vöru innan EES. Orkupakkinn samanstendur af átta ESB-gerðum, þremur um raforku, fjórum um jarðgas og einni um stofn- un Samstarfsstofnunar eftirlitsaðila á orkumarkaði en tilgangur hennar er að aðstoða eftirlitsaðila varðandi sameiginlegar reglur innri orku- markaðarins. Eftirlitsstofnun EFTA mun gegna hlutverki stofnunarinnar gagnvart Íslandi líkt og venja er samkvæmt EFTA-ESB tveggja stoða kerfi EES- samningsins. Gerðirnar um jarðgas gilda ekki um Ísland skv. ákvörð- un sameiginlegu EES- nefndarinnar. Í sameiginlegum skilningi utanríkis- ráðherra og orku- málastjóra ESB kemur fram að vegna sérstöðu Íslands með einangraðs dreifikerfi raforku hafi stór hluti ákvæða þriðja orkupakkans hvorki gildi né raunhæfa þýðingu hérlendis. Vegna aðstæðna á Íslandi segir einn- ig: „Þess vegna hentar hið sérstaka fyrirkomulag fyrir Ísland, sem sam- eiginlega EES-nefndin samþykkti, þar sem komist er hjá allri ónauðsyn- legri byrði, best fyrir íslenskar að- stæður.“ Óljóst er hvaða „sérstaka fyrirkomulag fyrir Ísland“ nefndin samþykkti en hana er ekki að sjá í ákvörðun hennar. Að innleiða í landsrétt reglur sem hafa ekki gildi á Íslandi veldur laga- legri óvissu og gengur gegn hags- munum þjóðarinnar. Ótti við að missa yfirráð yfir náttúruauðlindum sínum er ein ástæða þess að Ísland hefur ekki gerst aðili að Evrópusamband- inu. Þau yfirráð eru samtvinnuð sjálf- stæði og hagsæld þjóðarinnar. Þings- ályktunartillagan er lögð fyrir Alþingi með vísan til 21. gr. stjórn- arskrárinnar, sem kveður á um að hafi samningar í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórn- arhögum ríkisins, skuli samþykki Al- þingis koma til. Augljóst er að þegar um helstu náttúruauðlind þjóð- arinnar er að ræða ber að leita sam- þykkis þjóðarinnar. Umfjöllun greinargerðar þings- ályktunartillögunnar um innleiðingu ESB-gerðanna er rýr en athyglis- verð, sbr. eftirfarandi: „Verði þessi tillaga samþykkt verður reglugerð (EB) nr. 713/2009 [um Samstarfs- stofnunina] innleidd í íslenskan rétt með hefðbundnum hætti en með laga- legum fyrirvara um að grunnvirki sem gera mögulegt að flytja raforku milli Íslands og orkumarkaðar ESB verði ekki reist eða áætluð nema að undangenginni endurskoðun á laga- grundvelli reglugerðarinnar og komi ákvæði hennar sem varða tengingar yfir landamæri ekki til framkvæmda fyrr en að þeirri endurskoðun lokinni. Þá verði jafnframt tekið enn frekar og sérstaklega til skoðunar á vett- vangi Alþingis hvort innleiðing henn- ar við þær aðstæður samræmist ís- lenskri stjórnarskrá.“ Sjá má að lagafyrirvarinn felur í sér vafasama lögfræðilega loftfim- leika og óvissuferð gagnvart eftir- fylgni við EES-samninginn en fyrir- varinn á að setja skorður við að með innleiðingu gerðarinnar geti Ísland orðið hluti innri orkumarkaðarins. Gerðin felur í sér framsal á fullveldi og stjórnskipuleg álitaefni og á Al- þingi að krefjast nánari upplýsinga um innleiðinguna. Reglugerð um raforkuviðskipti yfir landamæri er sögð hafa ekki þýðingu hér á landi. Stjórnvöld ætla því að innleiða í landsrétt ESB-gerðir sem hvorki að stórum hluta er ætlað að hafa gildi né hafa gildi á Íslandi. Hér er um að ræða regluverk sem lítur að helstu náttúruauðlind þjóðarinnar. Allt ber þetta að sama brunni; þriðji orku- pakkinn hefur ekki gildi hvað Ísland varðar enda landið ekki hluti af innri raforkumarkaði ESB. Grundvallar- atriði er að þetta komi skýrt fram í ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar. Það myndi afstýra óvissu í EES-samstarfinu, sem hefur verið farsælt fyrir Ísland og mikil sátt um. Alþingi ber að hafna þingsályktun- artillögunni og tilkynna það sameig- inlegu EES-nefndinni. Slík máls- meðferð ógnar ekki aðild að EES- samningnum enda í fullu samræmi við ákvæði hans. Ótti við slíkt er hættulegur samstarfinu. Stór hluti þriðja orkupakkans hefur ekki gildi fyrir Íslandi líkt og orkumálastjóri ESB og utanríkisráðherra hafa lýst yfir og mikilvægt er að það komi fram í ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar. Nefndin færi varla að komast að öðrum skilningi enda sitja þar undirmenn ráðherrans og orku- málastjórans; sendiherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein EFTA- megin og fulltrúi framkvæmda- stjórnar ESB. Þetta yrði í fyrsta sinn í 25 ára sögu EES-samningsins sem hinn stjórnskipulegi fyrirvari væri nýttur og máli vísað aftur til nefnd- arinnar, enda í fyrsta sinn sem ætl- unin er að færa helstu náttúruauðlind Íslands undir erlent eftirlit og reglu- verk innri raforkumarkaðar ESB sem landið er ekki hluti af. Eftir Eyjólf Ármannsson » Alþingi á að hafna þriðja orkupakk- anum og tilkynna það sameiginlegu EES- nefndinni. Slík máls- meðferð ógnar ekki EES-samningnum og í samræmi við ákvæði hans Eyjólfur Ármannsson Höfundur er lögfræðingur LL.M. eyjolfur@yahoo.com Þriðji orkupakkinn hefur ekki gildi fyrir Ísland

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.