Morgunblaðið - 23.04.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.04.2019, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2019 ✝ Ásdís Guð-brandsdóttir fæddist 15. nóvem- ber 1926 að Syðstu-Görðum í Kolbeinsstaðar- hreppi í Hnappa- dalssýslu. Hún lést 9. apríl 2019 á hjúkrunarheim- ilinu á Nesvöllum í Reykjanesbæ. Foreldrar henn- ar voru Guðbrandur Magnússon og Bjargey Guðmundsdóttir. Ásdís var elst 12 barna þeirra en þau eru: Kristín, Sigríður, Auður, Rögnvaldur, Svanhild- ur, Guðmundur, Magnús, Stein- ar, Guðbrandur, Þorkell og Ólöf. Árið 1950 giftist Ásdís Ragn- ari Friðrikssyni, f. 16. maí 1927, d. 17. apríl 1997. Þau eignuðust 5 börn. Þau eru: 1) Hörður, f. 4. desember 1948, maki Hulda Björk Þorkelsdóttir, 2) Friðrik, f. 13. október 1950, maki Mar- etta Ragnarsson, 3) Ragnhildur, f. 8. október 1955, maki Atli Rafn Eyþórsson, 4) Guðbjörg, f. 23. júní 1960, maki Þór Guð- jónsson, 5) Sigrún Guðmunda, f. 7. mars 1964, maki Gísli R. Heiðarsson. Afkomendur Ásdís- ar eru 33, barnabörnin ellefu og barnabarna- börnin sautján. Ásdís ólst upp hjá foreldrum sín- um í Tröð í Kol- beinsstaðarhreppi og stundaði hefð- bundin sveitastörf eins og algengt var hjá hennar kynslóð á þeim tíma. Hún stundaði nám við Héraðsskólann að Laugarvatni veturna 1944-1946 og fluttist síðan til Keflavíkur árið 1947. Þar kynntist hún væntanlegum eiginmanni sínum. Þau bjuggu allan sinn búskap í Keflavík. Ásdís vann um tíma á sím- stöðinni í Keflavík áður en hún stofnaði heimili en eftir að fyrsta barnið fæddist var hún alfarið heimavinnandi hús- móðir. Hún var virkur félagi i Kvenfélagi Keflavíkur og seinna einnig í Systrafélagi Keflavíkurkirkju. Eftir að börn- in voru uppkomin fór hún aftur út á vinnumarkaðinn, fyrst við saumaskap hjá Kristínu systur sinni og síðar í ellefu ár hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Útför Ásdísar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 23. apr- íl 2019, og hefst klukkan 13. Amma Ásdís hefur kvatt þennan heim. Hún fæddist að Syðstu-Görð- um i Kolbeinsstaðahreppi, degi eftir 16 ára afmælisdag móður sinnar, frumburður foreldra sinna og elst 12 systkina. Fyrstu æviárin bjó hún í torfbæ, bæði að Syðstu-Görðum og í Tröð. Uppvaxtarár sín stundaði hún öll þau hefðbundnu störf sem unnin voru á sveitabæjum á þeim tíma og vann auk þess í sláturhúsi í nokkur haust frá 14 ára aldri. Ásdís hleypti heim- draganum 18 ára gömul og stundaði nám í Héraðsskólanum að Laugarvatni veturna 1944- 1946. Þá gerðist hún vinnukona hjá Guðnýju móðursystur sinni, sem bjó í Keflavík, og starfaði samhliða á símstöðinni þar. Árið sem hún flutti til Keflavíkur kynntist hún reffilegum ungum manni, Ragnari Friðrikssyni, sem átti eftir að vera lífsföru- nautur hennar í 50 ár. Þeim fæddist frumburðurinn árið 1948, hófu búskap árið 1950 í Klampenborg í Keflavík og voru gefin saman sama ár í Útskála- kirkju. Börnin bættust við eitt af öðru þar til þau voru orðin fimm. Ásdís hugsaði um börn og heimili af miklum myndarbrag auk þess sem hún vann við saumastörf hjá Kristínu systur sinni. Hún var dugleg við að að- stoða við barnapössun og barna- uppeldi og nutu flest ef ekki öll barnabörn Ásdísar og sum barnabarnabörnin þeirra for- réttinda, að vera í hennar umsjá í lengri eða skemmri tíma. Tæp- lega sextug hóf hún störf hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem hún vann í 11 ár. Amma hélt sitt heimili af natni og pass- aði upp á að allt væri snyrtilegt og fínt. Hún var nýtin á hlutina og síðustu æviárin var ennþá að nota hluti sem voru orðnir margra tuga ára gamlir. Hún var afbragðs kokkur og passaði ávallt upp á að allir sem komu í heimsókn fengju eitthvað að borða. Fransbrauð með osti og kakómalt fékkst hvergi betra en hjá ömmu. Ömmu var ætíð hlýtt til æskustöðvanna og voru þau hjónin dugleg að heimsækja sitt fólk í sveitinni. Börnin fimm eiga margar góðar minningar þaðan sem eflaust munu lifa áfram. Ásdís bjó hjá Sigrúnu dóttur sinni í Garði eftir lát Ragnars 1997. Síðustu vikur ævi sinnar dvaldi hún á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og lést á hjúkrunar- heimilinu á Nesvöllum í faðmi sinna nánustu. Amma var yndisleg kona, hjartahrein, ljúf og góð með af- brigðum. Lundarfarið var ein- stakt og aldrei var hallað á nokkurn mann. Hún var prúð og hógvær og naut sín best með fólkið sitt í kringum sig. Ég var mikið með ömmu og afa í æsku og er einstaklega heppinn að hafa átt hana að. Heppinn að hafa notið hennar leiðsagnar og átt hana sem fyrirmynd. Ég er ævinlega þakklátur fyrir allt sem hún gaf mér. Ömmu verður sárt saknað en hún kveður södd lífdaga. Hvíl í friði, elsku besta amma mín. Brynjar Huldu Harðarson. Elsku yndislega amma mín. Mig langar í nokkrum orðum að þakka þér fyrir allt það sem þú gerðir fyrir mig og gafst mér í gegnum lífið. Ég var svo ótrú- lega heppin að fá að alast upp hjá þér og afa. Bjó hjá ykkur með mömmu fyrstu árin mín og þar sem þú varst alltaf heima fyrir öll skólaárin mín, lá leið mín alltaf til þín eftir skóla þar sem þú tókst á móti mér með opinn faðm á hverjum degi. Hjá þér fengum við normalbrauð eða ristað brauð með osti og kakó- malt, heita skúffukakan þín, kleinurnar, heita kakóið þitt og það að vakna á sunnudags- morgnum við ilminn af hryggn- um eða lambalærinu í ofninum hjá ykkur afa var eitt það besta sem ég vissi um. Þú söngst fyrir mig eða hummaðir sem var svo fallegt og róandi, hélst í hönd mína þegar ég sofnaði, veittir mér öryggi, varst minn klettur alla tíð og gat ég alltaf leitað til þín sama hvað. Þú varst svo dugleg að fylgja mér í íþróttunum og hvattir mig áfram og mættir á leiki. Þú varst alltaf svo blíð og góð við alla, hvers manns hugljúfi og tókst á við allar aðstæður af æðruleysi og yfirvegun, eitthvað sem ég hef reynt að tileinka mér í lífinu. Já, og þú varst snögg að róa mann niður ef eitthvað bját- aði á. Ég á þér svo margt að þakka í þessu lífi og hef til- einkað mér svo margt frá þér. Margt sem hefur komið mér á þann stað þar sem ég er í dag sem ég er svo þakklát fyrir. Þú varst yndisleg á allan hátt, hafð- ir svo fallegt hjartalag og alltaf tilbúin að opna faðm þinn og hús þitt fyrir okkur krakkana og alla vinina. Hjá þér leið okkur vel og voru alltaf allir velkomnir. Takk, elsku amma mín, fyrir allt og allt. Nú eruð þið afi sam- einuð á ný og getið fylgst með okkur fjölskyldunni og öllum íþróttaviðburðum úr bestu sæt- unum. Ég veit að þið gefið okk- ur styrk til að halda ótrauð áfram í lífinu og að láta drauma okkar rætast. Guð blessi þig, amma mín, og guð geymi þig. Þú varst best. Ásdís Þorgilsdóttir. Þakklæti er fyrsta orð sem kemur upp í huga minn er ég rita þessi orð. Ég er þakklát fyr- ir að hafa haft ömmu Ásdísi í mínu lífi, þakklát fyrir þá vel- vild, hlýju, væntumþykju og ást sem hún hefur sýnt mér og fjöl- skyldu minni í gegnum árin. Amma Ásdís var dásamleg kona, yfir henni hvíldi mikil hlýja og friður. Fjölskyldan skipti hana miklu máli, hún var dugleg að rækta fjölskylduböndin og fylgd- ist vel með því sem við litla fjöl- skyldan vorum að gera í lífinu. Elsku amma Ásdís, takk fyrir allt það góða sem þú gafst mér, fyrir það er ég betri manneskja. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran) Þín Dagný, Guðjón, Hildur Eldey, Sigursveinn og litla prinsessa. Ásdís Guðbrandsdóttir fædd 16. nóv. 1926, var elst í stórum systkinahópi frá Tröð í Kol- beinsstaðahreppi. Hún er sú þriðja sem fellur frá af 12 barna hópi hjónanna Bjargeyjar Guð- mundsdóttur og Guðbrands Magnússonar, sem bjuggu lengst af í Tröð en fluttu svo ásamt yngri börnum sínum að Álftá í Hraunhreppi. Móðir Ásdísar var mjög ung þegar fyrsta barnið fæddist, en hin unga móðir naut mikils stuðnings frá móður- og föður- fjölskyldum. En á þeim árum voru erfiðir tímar, þrátt fyrir bjartsýni aldamótakynslóðarinn- ar og nýfengið sjálfstæði þjóð- arinnar. Eftir nokkur ár fór að syrta í álinn vegna heimskrepp- unnar, sem skall á upp úr 1930 En börnunum fjölgaði ört og í byrjun kreppuáranna átti hin unga móðir fjórar mannvænleg- ar dætur og 1933 bættist fyrsti sonurinn í hópinn. Til að létta á með barnafjöldann var einni dótturinni komið í fóstur til móðurfjölskyldunnar, þar sem hún ólst upp fram yfir fermingu. Heimilisfaðir þessa stækkandi fjölskylduhóps var ráðdeildar- samur og hafði áður fest kaup á jarðnæði og nú skyldi ráðist í húsbyggingu af miklum stórhug en litlum efnum. Öll þessi áform gengu eftir með ótrúlegri giftu og gæfusemi Traðarhjónanna. Húsið reis smám saman á löngum tíma og börnunum fjölg- aði jafnt og þétt. Með þraut- seigju og nægjusemi var alltaf nóg að bíta og brenna, þótt oft væri þröngt í búi. Hjónin voru samhent og félagslynd og nutu óskoraðs trausts meðal vina og nágranna. Börnin tólf, sem öll fæddust í heimahúsi með aðstoð farsælla ljósmæðra, voru heil- brigð og sæmilega heil að allri gerð. Þau hafa öll náðu háum aldri. Við þessar aðstæður ólst Ás- dís upp í hópi foreldra og syst- kina. Hún var glaðsinna og fé- lagslynd sem unglingur. Hún var ekki hneigð til búskapar eða sveitastarfa, og fór til náms að Laugarvatni í Héraðsskólann sem þá var nýlega tekinn til starfa undir forustu Bjarna Bjarnasonar. Þar undi hún sér vel og kynntist ungu fólki víðs vegar að af landinu. Yngri bræð- ur Ásdísar stálust stundum í „Minningabók“ hennar frá skólaárunum og þótti skóla- bræðurnir skrifa frekar hlýlega um „Dísu sína“. Einn og einn þessara ungu pilta kom svo í heimsókn að Tröð sumarið eftir. Þeir hafa líklega bara verið að skoða fjöllin og landið. En fljótlega eftir að skólaver- unni lauk lá leið Ásdísar til Keflavíkur og fylgdi hún þar í fótspor margra frænda og kunn- ingja af Snæfellsnesi, sem leit- uðu nýrrar framtíðar við sjávar- síðuna. Í Keflavík kynntist Ásdís eiginmanni sínum, Ragnari Frið- rikssyni, og eignaðist með hon- um fimm börn, sem öll eru á lífi. Þau bjuggu í farsælu hjónabandi uns Ragnar lést á góðum aldri. Ég minnist Ásdísar systur minnar fyrst og fremst sem eldri systur, sem alltaf var í góðu skapi, hjálpsöm og gefandi, þegar hjálpar var þörf. Ég dvaldi hjá þeim hjónum í Kefla- vík, þegar ég vann þar ýmist í fiski eða á Vellinum til afla fjár til að kosta skólanámið mitt. Og allar minningar frá þeim tíma eru fullar af hlýju og kærleika. Ég sendi öllum afkomendum Ásdísar innilegustu samúðar kveðjur, og minni á, að nú er góð kona gengin að lokinni langri ævi. Guðmundur Guðbrandsson. Ásdís Guðbrandsdóttir ✝ Örn Egilssonfæddist 15. nóvember 1937 í Reykjavík. Hann andaðist á hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ 13. apríl 2019. Foreldrar hans voru Egill Gests- son, tryggingar- miðlari í Reykjavík, f. 4. apríl 1916, d. 1. nóvember 1987, og Arnleif Steinunn Höskuldsdóttir, hús- freyja frá Höskuldarstöðum við Djúpavog, f. 5. mars 1915, d. 7. desember 1986. Systkini hans voru Höskuldur, Ragnheiður og Margrét Þórdís, öll látin. Örn giftist Lonni Jensine Hansen 31. desember 1959, frá Birkerød í Dan- mörku. Foreldrar hennar voru Else Augusta Gunhilda Hansen, f. 5. maí 1910, d. 9. apríl 1970, og Viggo Em- il Hansen, f. 17. október 1904, d. 26. febrúar 1971. Börn Arnar og Lonni eru Gunnhildur Elsa Arnardóttir Hansen, f. 21. ágúst 1960, og Egill Örn Arnar- son Hansen, f. 7. október 1962. Útför hans fer fram frá Fella- og Hólakirkju 23. apríl 2019, klukkan 13. Föðurbróðir minn, hann Öddi frændi, hefur nú fengið hvíldina. Síðastur af sínum systkinum þrátt fyrir að hafa verið þeirra elstur. Ég trúi því að hann hafi verið tilbúinn að fara, hafi verið búinn að fá nóg eftir erfið veikindi síð- ustu ár. Móttökunefndin í Sumar- landinu hefur ekki verið af lakari endanum og sjálfsagt hafa bræð- urnir, hann og pabbi, tekið gítar í hönd og rifjað upp sína uppáhalds- slagara, eftir 20 ára aðskilnað. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að búa í sama hverfi og Öddi og Lonni, eftir að ég hóf minn búskap í Reykjavík. Þess vegna hittumst við nokkuð reglulega og sérstak- lega var hann duglegur að koma til mín í kaffibolla á sunnudags- morgnum. Þær stundir voru ómetanlegar, það var einhvern veginn svo gott að hafa hann fyrir augunum og hlusta á röddina hans. Hann var líka svo líkur pabba, bæði í útliti og ekki síður röddin. Krakkarnir mínir nutu líka góðs af þessum heimsóknum, kynntust sínum góða frænda vel fyrir vikið og hann gaf sig líka að þeim, sagði þeim sögur og spjall- aði við þau, gaf þeim tíma. Fyrsta veturinn sem ég bjó í Reykjavík, hringdi Öddi eitt sinn í mig og bauð mér út að borða. Eftir mat- inn keyrðum við um æskuslóðir hans sem liggja víða um gömlu Reykjavík. Hann sýndi mér húsin sem þau höfðu búið í, leikvelli sem þau systkinin höfðu leikið sér á, leiðir sem þau höfðu gengið í skól- ann og sagði mér frá þessum tíma. Ég hef oft rifjað þetta upp í seinni tíð, því áhugi minn á sögu fjöl- skyldunnar hefur farið vaxandi og þetta er eitthvað sem ég hefði vilj- að rifja upp með pabba nú í dag ef honum hefði enst aldur til. En ég á þessa minningu í staðinn, þökk sé Ödda. Þau hjónin voru alltaf dugleg að koma austur á Gljúfraborg, mínar æskuslóðir í Breiðdal. Þá tóku þau yfirleitt til hendinni og hjálpuðu til við hin ýmsu störf, vildu ekki sitja með hendur í skauti. Og alltaf var gítarinn með í för og eftir að við systkinin fórum að eiga börn var sungið með þeim, alls konar barnalög með viðeigandi hreyfing- um. Ég á afar skemmtilegt mynd- brot af slíkri stund á Gljúfraborg frá því að strákarnir mínir voru þriggja ára, sem er dásamlegt að horfa á. Þau voru afar samrýnd hjón og áttu svo mörg góð ár sam- an. Lonni reyndist algjör klettur fyrir Ödda í hans veikindum og kom kannski engum á óvart sem hana þekkja. Öddi frændi var afar trúaður maður. Hann talaði oft um trúar- legu reynslu sína og vildi miðla henni til annarra. Hann sagði að trúin hefði hjálpað sér í gegnum marga erfiða tíma. Og það var eft- irtektarvert að hlusta á hann lýsa því sem hann hafði upplifað, trúin var svo innileg og sannfæringin al- gjör. En nú kveðjumst við í hinsta sinn. Ég þakka Ödda frænda fyrir samfylgdina og óska honum góðr- ar ferðar. Elsku Lonni, Gunnhildi, Agli Erni og öllum öðrum syrgjandi ástvinum sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guð geymi Örn Egilsson. Ragnheiður Arna Höskuldsdóttir. Örn Egilsson ✝ Garðar Björns-son fæddist 23. júní 1936 á Dalvík. Hann lést 9. apríl 2019 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Björn Zoph- onias Arngrímsson og Sigrún Júlíus- dóttir. Eftirlifandi eldri systkini Garð- ars eru Hörður og Hrönn Arnheiður. Tvíburasystir Hrannar var Alda Hildigunnur en hún lést á barns- aldri. Gylfi er eftirlifandi tví- burabróðir Garðars. Anna Björg var yngri systir þeirra, en hún er látin. Garðar og systkini hans ólust upp á Dalvík og þar ól hann mestan sinn aldur. Árið sem Garðar og Gylfi fermdust lést faðir þeirra. Þeir unnu þá um tíma við beitningar og fóru síðan á sjó og stunduðu alls konar fisk- veiðar í ýmsum landshlutum, Júlíana Sigurveig er gift Snorra Agnarssyni og eru börn þeirra 1) Margrét Hlín, maki Guðrún Sæborg Ólafsdóttir, og 2) Agnar Óli. Heiðar Pétur var kvæntur Guðrúnu Erlu Ingvadóttur, sem lést 2018. Dætur þeirra eru 1) Emma Guðrún, maki Jón Gabríel Lorange og 2) Sæunn Sif. Benedikt Rúnar er kvæntur Ölmu Kristmannsdóttur. Dóttir Ölmu og Hafna Más Rafnssonar er 1) Marín Ósk, maki Tómas Andri Einarsson. Börn Benedikts og Ölmu eru 2) Guðjón Bjartur og 3) Ísak Bjarmi. Sonur Páls Borgars með Bryn- dísi Björk Karlsdóttur er 1) Bjarki Þór, maki Harpa Luisa Tinganelli. Börn Páls og Önnu Bjargar Ingadóttur (skildu) eru 2) Alexandra Ýrr, maki Eiríkur Sæmundsson, börn þeirra, a) Sæ- mundur Freyr og b) Kristófer Páll, 3) Áróra Eir, maki Hilmar Pálsson, 4) Jakob Borgar og 5) Júlía Rún. Sambýliskona Páls er Wattanee Boodudom. Útför Garðars fór fram 17. apríl 2019, í kyrrþey að hans ósk. eftir árstíðum og fiskigengd. Garðar var mesta sína vinnuævi á sjó, varð skipstjóri, en kom síðan í land og var lengi hafnarvörður og hafði þá umsjón með höfninni á Dal- vík ásamt öðrum höfnum norðan Akureyrar. Eftirlifandi eig- inkona Garðars er Sigurveig Sæ- unn Steindórsdóttir. Foreldrar hennar voru Páll Steindór Sig- urðsson og Aðalheiður Jóns- dóttir. Þegar Garðar lét af störfum sem hafnarvörður flutti hann ásamt Sæunni til Reykjavíkur. Börn Sæunnar og fyrri eig- inmanns hennar, Guðjóns Krist- jáns Benediktssonar húsasmíða- meistara, eru Júlíana Sigurveig, Heiðar Pétur, Benedikt Rúnar og Páll Borgar. Ég kynntist Garðari Björns- syni þegar hann og tengdamóðir mín, Sæunn Steindórsdóttir, gengu í hjónaband. Garðar var ákaflega vandaður og heilsteyptur maður. Hann var ávallt reiðu- búinn til að rétta hjálparhönd börnum Sæunnar frá fyrra hjóna- bandi og varð strax afi barna- barna hennar. Þegar við kynnt- umst var Garðar ennþá starfandi sem hafnarvörður á Dalvík og var það viðamikið starf og erilsamt, enda hafði Garðar umsjón með höfnum Eyjafjarðar allt frá Hjalt- eyri til Ólafsfjarðar. Garðar og tví- burabróðir hans, Gylfi, voru máttarstólpar á Dalvík. Seinna, þegar Garðar var flutt- ur til Reykjavíkur, kynntumst við enn betur. Alltaf var hægt að leita til Garðars þegar verk var að vinna eða vandi að ráða úr. Hann var laginn og ráðagóður og aldrei féll honum verk úr hendi. Garðar hafði gott skipulag á öllum sínum málum, stórum sem smáum. Ég og mín fjölskylda urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að ferðast nokkrum sinnum með Garðari á heimaslóðum hans. Þar þekkti hann hverja þúfu og flestallt fólk. Hafnirnar í Eyjafirði voru hans ær og kýr. Garðar var fróðleiks- brunnur um Eyjafjörð og margt annað. Eftir að við kynntumst kom í ljós að við áttum sameiginlegan forföður á miðri nítjándu öld, sem kom ekki svo mjög á óvart því móðuramma mín kom frá nær- sveitum Dalvíkur. Garðars verður sárt saknað. Blessuð sé minning hans. Snorri Agnarsson. Garðar Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.