Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2019, Blaðsíða 6
HEIMURINN 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.4. 2019 Tommy Smith var ekki eini harðhausinn af sinni kynslóð í ensku knattspyrnunni. Þarna voru líka Peter Storey hjá Ars- enal, Norman Hunter hjá Leeds, Nobby Stiles hjá Man- chester United og Ron „Brytj- ari“ Harris hjá Chelsea. Sagt var að hitastigið í Vestur- Lundúnum hefði ósjálfrátt hækkað um þrjár gráður þegar Brytjarinn hljóp inn á Stamford Bridge. Löngu seinna var frægt þegar hann hætti að mæta á völlinn sem áhorfandi. Hvers vegna? Jú, Nicolas Anelka reimaði á sig bleika skó. Þá þótti Brytjaranum nóg komið – endan- lega væri búið að fjar- lægja karlmennskuna úr boltanum. Mikill metingur var að vonum milli þessara jaxla og Jackie Charlton, hinn goðum líki mið- vörður Leeds, lýsti því einu sinni að hann hefði reynt að standa á fætur eins og ekkert væri eftir að hafa lent í samstuði við Tommy Smith. „En ég gat það ekki; hann hafði meitt mig.“ Á þessum árum tíðkaðist ekki að rúlla sér tólf hringi í aðra áttina og aðra tólf til baka ef stuggað var við manni. Bróðir Jackies, Bobby Charl- ton, sem lék með Manchester United, tekur undir það að Smith hafi verið óvenju harður í horn að taka en þó alltaf sann- gjarn. Hann var til dæmis að- eins einu sinni rekinn af velli á ferlinum – fyrir munnsöfnuð. Já, óhætt er að fullyrða að þeir búi ekki til svona menn í dag. Ætli Roy Keane, fyrirliði Man- chester United, hafi ekki verið sá síðasti sem fengið hefði að sitja til borðs með þessum köppum. AF FLEIRI HARÐHAUSUM „Hann hafði meitt mig“ Ron „Brytjari“ Harris. Honum brá í brún, skæðastasóknarmanni gestaliðsins,þegar hann hljóp út á flöt- ina á Anfield og beint í flasið á Tommy Smith, fyrirliða Liverpool, sem rétti honum samanbrotið bréf- snifsi. „Hvað er þetta?“ spurði aum- ingja sóknarmaðurinn hvumsa og starði á talnarununa sem hand- skrifuð hafði verið á snifsið. „Þetta er símanúmerið á borgarspítalanum hérna í Liverpool. Þú munt þurfa á því að halda,“ svaraði Smith að bragði áður en hann tók sér sperrtur stöðu fyrir miðju varnarinnar. Þetta er ein af fjölmörgum mögn- uðum sögum af Tommy Smith, ein- um harðasta naglanum í sögu ensku knattspyrnunnar, sem bar beinin fyrir rúmri viku eftir glímu við Alz- heimer-sjúkdóminn. „Ef hægt er að vinna leik fyrir- fram, gerum það þá,“ var Smith van- ur að segja en hann var alla tíð lið- tækur í sálfræðihernaði sem hann nam við fótskör meistarans sjálfs, Bills Shanklys, hins sögufræga sparkstjóra Liverpool. Kannski má segja að skrattinn hafi þar hitt ömmu sína. Þegar Smith kom fyrst á Anfield, rétt kyn- þroska, sagði Shankly honum að láta aldrei nokkurn mann vaða yfir sig. Í skjóli þeirrar speki mætti Smith ekkert löngu síðar á skrifstofuna hjá Shankly og mælti: „Hey gamli, hve- nær fæ ég eiginlega að spila?“ Já, ungur nemur ... Og Shankly kunni alla tíð að meta manninn sem hann gerði síðar að fyrirliða Liverpool. „Tommy fæddist ekki; hann var brotinn af bergi,“ sagði hann einhvern tíma af sinni al- kunnu hnyttni. Það var ekki að ósekju að Smith var þekktur undir nafninu „The Anfield Iron“ eða Járni frá Anfield. Flökkusagan segir að Smith hafi misst af úrslitaleiknum í Evrópu- keppni meistaraliða vorið 1978 eftir að hann hnaut um öxi og meiddi sig á fæti. Sama saga hermir að hægt hafi verið að taka öxina í nefið eftir þau viðskipti. Þá er fullyrt að mæður í Liverpool hafi um árabil haft ljósmynd af Smith á arinhillunni á heimilinu – til að halda börnunum frá eldinum. Já, orðsporið plægði sannarlega akurinn. Einhverju sinni var Smith að stíga upp úr meiðslum og var lát- inn leika með varaliði Liverpool gegn varaliði Preston North End á Anfield. Eftir leikinn gáfu ókunnug hjón sig auðmjúk á tal við hann á bílaplaninu við völlinn. „Hvað get ég gert fyrir ykkur?“ spurði Smith for- vitinn. „Tja, okkur langaði bara að þakka þér fyrir að slátra ekki drengnum okkar!“ sögðu hjónin ein- um rómi en sonur þeirra var einmitt innherji í liði Preston. „Auðvitað hafði ég engin áform um að ganga milli bols og höfuðs á aumingja drengnum en þarna áttaði ég mig á því að orðsporið getur haft ótvírætt gildi. Það hafði ekki aðeins náð til drengsins, heldur einnig foreldra hans,“ sagði Smith löngu síðar. Smith gerði heldur ekki sömu mistökin tvisvar. Í fyrsta heimaleik sínum fyrir Newcastle United á St. James’ Park gerði markakóngurinn Malcolm Macdonald þrennu gegn Liverpool. Var þó á endanum borinn af velli eftir samstuð við Ray Clem- ence, markvörð gestanna. „Mátulegt á þig, lagsi,“ gelti Smith á Macdon- ald, þar sem hann lá nær dauða en lífi á börunum. „Þú munt aldrei skora aftur gegn Liverpool svo lengi sem við tveir deilum velli; ekki eitt einasta helvítis mark!“ Það stóð heima. Eftir þetta skaut „Supermac“ tómum púðurskotum í átt að Rauða hernum; meðal annars í bikarúrslitaleiknum á Wembley 1974, þar sem Smith heilsaði honum með nokkrum vel völdum orðum í göngunum á leið út á völlinn. Tommy Smith naut mikillar vel- gengni sem leikmaður; varð fjórum sinnum enskur meistari með Liver- pool, tvisvar sinnum bikarmeistari og vann Evrópukeppni meistaraliða einu sinni og Evrópukeppni félags- liða í tvígang. Hann lék alls 638 leiki fyrir Rauða herinn og skoraði í þeim 48 mörk. Smith lék að auki 45 leiki fyrir Swansea undir lok ferilsins og einn landsleik fyrir England. Takk fyrir að slátra ekki syni okkar! Tommy Smith, fyrrverandi fyrirliði Liverpool, var einhver grjótharðasti varnarmaður sparksög- unnar. Hann herjaði ekki aðeins á limi andstæð- inga sinna heldur smaug jafnframt inn í sálarlíf þeirra. Smith lést á dögunum, 74 ára að aldri. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Það kássuðust ekki margir upp á Tommy Smith á velli enda var varnarmaðurinn með afbrigðum harður í horn að taka. Ljósmynd/The Independent Utan vallar sýndi Tommy Smith á sér allt aðra hlið; var ljúfur fjölskyldumaður. Hér er hann ásamt eiginkonu sinni, Susanne, og heimilishundinum, Pape. Ljósmynd/Liverpool Echo GÓÐIR FUNDIR OGENNBETRI FUNDARHLÉ Upplýsingar og pantanir í síma 483 4700 | booking@hotelork.is | www.hotelork.is Á Hótel Örk er allt sem þarf fyrir vel heppnaða fundi, sýningar, námskeið og minni ráðstefnur. Hótelið býr yfir fundarsölum af mörgum stærðum búnum nýjustu tækni, fyrsta flokks veitingastað og fjölbreyttri afþreyingu fyrir skemmtilegri fundarhlé. Superior herbergi 157 HERBERGI 7 FUNDARSALIR VEITINGASTAÐUR SUNDLAUGOG HEITIR POTTAR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.