Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2019, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.4. 2019 LÍFSSTÍLL ÁRMÚLA 26 – 108 REYKJAVÍK Eigendur Mathallarinnar Höfða, Sól-veig Guðmundsdóttir og Stein-gerður Þorgilsdóttir, sitja og snæða hádegisverð þegar blaðamann ber að garði. Þær hafa góða yfirsýn yfir þéttset- inn salinn en inn streyma svangir við- skiptavinir í stríðum straumum. Mathöll Höfði er greinilega að stimpla sig inn í hverfið, enda er þar að finna átta staði og er fjölbreytnin mikil. Þar má finna ind- verskan stað, asískan stað, pítsastað, snúðastað, bruggbar, mexíkóskan stað, stað með heimilismat og einn með fræga kjúklingaborgara. Opnað á sex mánuðum Steingerður og Sólveig eiga og reka stað- ina Culiacan og Svanga Manga í Mathöll- inni en Culiacan er einnig á Suðurlands- braut. Hann hefur verið opinn í sextán ár og því margir sem smakkað hafa matinn þar. Upphaflega voru þær að leita að nýju húsnæði fyrir Culiacan og bauðst þá rými á Bíldshöfða. Það reyndist allt of stórt fyrir einn veitingastað og fengu þær þá snilldarhugmynd að opna þar mathöll. „Steingerður er viðskiptafræðingur og ég iðnhönnuður þannig að þetta blandast svona ljómandi vel saman,“ segir Sólveig en þess má geta að Sólveig hannaði allar innréttingar. Blaðamaður hefur á orði að aðdragand- inn hljóti að hafa verið langur. Það var öðru nær. „Þetta tók nákvæmlega sex mánuði frá því við fengum þessa hugmynd. Við erum fyrir svona spretti en við hefðum verið fljótari ef það hefðu ekki verið nokkur ljón á veginum,“ segir Steingerður og brosir. Best í bænum Nóg er að gera hjá þeim viðskiptafélögum að reka mathöllina og í leiðinni reka áður- nefnda staði; Svanga Manga og Culiacan. Maturinn á Culiacan er mexíkóskur og mikið lagt upp úr fersku hráefni. Allur matur er unninn frá grunni. „Smáréttaplattinn okkar er vinsæl- astur. Svo erum við með besta guacamole í bænum. Ef þú finnur eitthvað betra, láttu okkur vita. Við notum alveg sérstakt og dýrt avókadó í það. Alltaf ferskt, aldrei frosið,“ segja þær að lokum. Fjölbreytt flóra á Höfða Steingerður Þorgilsdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir eiga heiðurinn af Mathöll Höfða. Nýjustu mathöll borgarinnar má finna á Bíldshöfða og fékk hún það einfalda nafn Mathöll Höfði. Þar má finna sjö veitingastaði sem bjóða upp á mat frá öllum heimshornum og einn góðan bar. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís 3 HASS avókadó, um 600 gr 2 tómatar, um 250 gr 1 rauðlaukur, um 115gr 15 gr kóriander safi úr einni lime salt og pipar eftir smekk Rétt þroskastig á avókadó er mjög mikilvægt en best er að nota svart avókadó (Hass) sem er rjóma- kenndara en aðrar tegundir. Best er að nota íslenska tómata og gott að muna að ekki á að geyma þá í ís- skáp. Til að búa til guacamole skaltu mauka avókadó, skera tómata og laukinn smátt og blanda saman. Kryddið svo og kreistið lime yfir. Besta guacamole

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.