Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2019, Blaðsíða 30
Ég lofa góðu slúðri,“ sagði ég við saumaklúbbinn sem mætti spennt-ur í heita pottinn í gærkvöldi. Það var nú meira til að lokka þær ísund í storminum sem geisaði. En ég lumaði reyndar á frekar fyndnum sögum um misheppnaðar tilraunir til að segja góðar kjafta- sögur. Sögurnar voru í grunninn sannar, en brengluðust allverulega á leið- inni. Sögupersónum var skipt út og söguþráðurinn varð mun meira krassandi en innistæða var fyrir. Því það er nú einu sinni svo að þegar Gróa á Leiti fer á stjá, þá er ekki oft mikil innistæða fyrir sögunum. Fyrri sagan tengist þjóðþekktum manni nokkrum sem ku hafa skilið og náð sér í yngri konu. Ekki sá fyrsti í sögunni. Á innsoginu töluðu menn og konur um þetta út um allan bæ. „Ji, hún er alveg 23 árum yngri, pæliði í því!“ Eins og okkur komi það eitthvað við, en alltaf smjattar maður með. Eins og í góðu kvikmynda- handriti breyttist sagan skyndilega og spennan magnaðist til muna. Það var þannig að vinkona mín var að tala í símann við manninn sinn, sem var þá í vinnunni. Söguna um manninn með nýju ungu konuna bar á góma. Eftir stutta stund ákvað eiginmaðurinn að skipta um umræðuefni í miðju símtali til að segja aðra krassandi kjaftasögu sem varðaði konu sem hann vann með. Sagan var ein- hvern veginn svona: „Já, þetta var svakalegt, hann var víst búinn að fá sér Airbnb-íbúð í bænum og var að fá vændiskonur þangað!“ Vinkonan varð alveg stúm, haldandi að umræðuefnið væri enn það fyrra, sem hún hafði bryddað upp á. „Í alvöru, ó mæ god! En þarf HANN í alvöru að kaupa sér vændi?“ Eftir að símtalinu lauk hringdi vinkonan beint í mömmu sína og á inn- soginu sagði henni þessa frábæru kjaftasögu. Um kvöldið kom svo eigin- maðurinn heim og konan tók upp fyrra tal. Hann horfði á hana furðu lostinn og tjáði henni að hann hefði verið að tala um fólk í vinnunni. Þurfti hún að hringja nokkrum sinnum í síma og leiðrétta söguna; að þótt téður maður hefði náð sér í yngri konu stundaði hann ekki vændis- kaup í Airbnb-íbúð. Annars lenti undirrituð í svipuðu máli í síðustu viku. Fréttir bárust af skilnaði, framhjáhaldi og nýju pari. Svona eins og gengur. Nema þetta fólk er frekar þekkt í þjóðfélaginu, og þá er sagan meira djúsí. Nema hvað, ég heyrði vitlaust. Ég fór í vinnuna og sagði tveimur vin- konum frá þessu, nema að ég nefndi blásaklausan mann sem er harð- giftur, en nöfn þeirra eru afar lík. Þær supu hveljur. Það var svo tveimur dögum síðar að ég er á gangi í verslun á höfuðborgarsvæðinu og ég sé hið eiginlega nýja par saman. Það runnu á mig tvær grímur. Bíddu nú við! Þetta var ekki maðurinn í kjaftasögunni minni, heldur annar með svipað nafn! Þá voru góð ráð dýr. Ég þurfti að senda nokkur skila- boð út um hvippinn og hvappinn til að leiðrétta kjaftasöguna. Svona getur gerst þegar maður breytist í Gróu á Leiti. Það fer allt í rugl. Kannski maður læri af reynslunni og hætti að slúðra um fólk sem kemur manni ekkert við. Og þó, hvað eigum við þá að tala um í heita pottinum? Morgunblaðið/Sverrir „Í alvöru, ó mæ god!“ Allt og ekkert Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Það runnu á migtvær grímur. Bíddunú við! Þetta var ekkimaðurinn í kjaftasögunni minni, heldur annar með svipað nafn! Sagt var að maðurinn leigði sér Airbnb til að kaupa vændi. Í heita pottinum er gott að kjafta og slúðra. 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.4. 2019 07.00 Strumparnir 07.25 Kormákur 07.35 Heiða 08.00 Skoppa og Skrítla á tímaflakki 09.00 Blíða og Blær 09.25 Latibær 09.45 Ævintýri Tinna 10.05 Lukku láki 10.30 Ninja-skjaldbökurnar 10.55 Rabbit School 12.05 Nágrannar 12.25 Nágrannar 12.45 Nágrannar 13.10 Lego: The Adventures of Clutch Powers 14.30 Lego Master 15.20 Friends 15.45 Lose Weight for Good 16.20 Hversdagsreglur 16.40 Heimsókn 17.05 Sporðaköst 17.40 60 Minutes 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.45 Sportpakkinn 18.55 Peter Rabbit 20.30 Isle of Dogs 22.10 The Shape of Water 00.15 S.W.A.T. 01.00 Game of Thrones 02.05 Steypustöðin 02.35 Tin Star 03.20 Death Row Stories 04.05 Rapp í Reykjavík 04.40 All Def Comedy ÚTVARP OG SJÓNVARP Sjónvarp Símans RÚV Rás 1 92,4  93,5 Omega N4 Stöð 2 Hringbraut 20.30 Föstudagsþátturinn 21.00 Danshljómsveit Friðjóns 21.30 Nágrannar á norður- slóðum (e) 18.30 Ísrael í dag 19.30 Jesús Kristur er svarið 20.00 Omega 21.00 Tónlist 22.30 Gegnumbrot 23.30 Tónlist 24.00 Joyce Meyer 18.00 Bókahornið 18.30 Fasteignir og heimili 19.00 21 – Fréttaþáttur á mánudegi 20.00 Ísland og umheimur 20.30 Sögustund 21.00 Saga flugsins í 100 ár endurt. allan sólarhr. 08.45 Will and Grace 09.50 Happy Together (2018) 10.15 The Good Place 10.35 Will and Grace 11.00 Life in Pieces 11.20 The Kids Are Alright 12.00 Everybody Loves Ray- mond 12.20 The King of Queens 12.40 How I Met Your Mother 13.05 Lifum lengur 13.40 Lifum lengur 14.15 Lifum lengur 14.50 Með Loga 16.00 Malcolm in the Middle 16.20 Everybody Loves Ray- mond 16.45 The King of Queens 17.05 How I Met Your Mother 17.30 Kokkaflakk 18.10 Helgi Björns – Ammæli í Höllinni 20.25 Skandall 21.15 Guardians of the Ga- laxy Vol. 2 23.35 Mission: Impossible – Ghost Protocol 07.00 Fréttir. 07.03 Í fótspor frelsarans. 08.00 Morgunfréttir. 08.05 Páskakantötur eftir Telemann og Bach. 09.00 Fréttir. 09.03 Samtal. 10.00 Fréttir. 10.03 Veðurfregnir. 10.15 Hyldýpi. 11.00 Guðsþjónusta í Dóm- kirkjunni. 12.00 Hádegisútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 12.40 Veðurfregnir. 13.00 Með á nótunum í 90 ár. 14.00 Bærinn minn og þinn. 15.00 Útvarpsleikhúsið: SOL. 15.30 Undarlegt ferðalag. 16.00 Síðdegisfréttir. 16.05 Lokatakmarkið er byggingin. Bauhaus- skólinn 100 ára. 17.25 Orð af orði. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Meistari Morricone. 18.50 Veðurfregnir. 18.53 Dánarfregnir. 19.00 Barokk í svissnesku Ölpunum. 20.35 Gestaboð. 21.30 Flautukonsert eftir Jón Ásgeirsson. 22.00 Fréttir. 22.05 Veðurfregnir. 07.15 KrakkaRÚV 07.16 Begga og Fress 07.28 Hæ Sámur 07.35 Sara og Önd 07.42 Húrra fyrir Kela 08.00 Bréfabær 08.17 Tulipop 08.20 Hvolpasveitin 08.43 Alvinn og íkornarnir 08.55 Disneystundin 08.56 Nýi skólinn keisarans 09.17 Sígildar teiknimyndir 09.24 Dóta læknir 09.45 Krakkafréttir vikunnar 10.05 Hopp 11.35 Blái hnötturinn 13.25 Umhverfis jörðina á 80 dögum 15.20 Menningin – samantekt 15.45 Víkingur Heiðar leikur Bach 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV 18.01 Stundin okkar 18.30 Matarmenning 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.30 Veður 19.40 Paddington 21.15 Kona fer í stríð 22.55 The Square 01.20 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok 10 til 11 Þingvellir Páll Magnússon og Björt Ólafs- dóttir stýra líflegum þjóðmálaþætti í beinni útsend- ingu á K100 alla sunnudagsmorgna. 11 til 14 100% helgi á K100 Stefán Valmundar rifj- ar upp það besta úr dagskrá K100 frá liðinni viku, spilar góða tónlist og spjallar við hlustendur. 14 til 17 100% Tónlistinn Siggi Gunnars fer yfir 40 vinsælustu lög landsins. Tónlistinn er unninn upp úr gögnum frá Félagi hljómplötuframleiðanda og er eini opinberi vinsældalisti landsins.. 17 til 00 K100 tónlist Tónlistargoð- sögnin Prince fannst látinn í lyftu á heimili sínu í Minnesota á þessum degi árið 2016. Fullt nafn söngvarans var Prince Ro- gers Nelson en hann fæddist í Minneapolis 7. júní árið 1958 og var því á 58. aldurs- ári. Prince lést úr ofskammti verkjalyfsins fentanyl samkvæmt dómsskjölum sem birt voru opinberlega ári eftir andlát hans. Prince var einstaklega hæfi- leikaríkur og hlaut sjö Grammy-verðlaun á ferlinum, auk þess sem hann hlaut Óskarsverðlaun árið 1985 fyrir lagið sitt Purple Rain. Dánardagur Prince Prince hlaut sjö Grammy- verðlaun á ferlinum. Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is silestone.com Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.