Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2019, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.4. 2019 LÍFSSTÍLL Ferskt á Hipstur „Við bjóðum upp á fisk og grænmet- isrétti,“ segir Drífa Jónsdóttir en hún á staðinn Hipstur ásamt manni sínum Semjon Karopka. „Allt er ferskt og gert frá grunni. Þetta er svolítið skandínavískur matur. Við förum ekki eftir neinum uppskriftum hér,“ segir hún og segir að viðtökurnar hafi verið afar góðar. „Sumir koma tvisvar á dag.“ Úlfaldi með karamellu „Við seljum hér snúða og kaffi. Við erum með fjórar tegundir af snúðum sem eru í grunninn kanilsnúðar en erum með ýmis- legt sem gerir þá öðruvísi og framandi,“ segir Danival Egils- son, annar eiganda Sætra snúða, en hann á staðinn með föður sín- um. „Þetta er mjög vinsælt, heitt bakkelsi klikkar seint. Uppá- haldssnúðurinn minn er Úlfald- inn. Kanilsnúður með karamellu og pekanhnetum. Hann er rosa góður,“ segir Danival sem segist ekki gefa upp uppskriftina. „Þetta er leyndó. Við pabbi þró- uðum uppskriftina í tvö ár.“ „Við erum tveir strákar sem opnuðum matarvagn í Boxinu í Skeifunni í fyrra og það vatt upp á sig á þann hátt að þegar við sáum að hér var laus staður fyrir ind- verskan stað ákváðum að halda áfram,“ segir Haukur Hólmsteinsson, einn eig- anda Indican. Haukur segir þá félaga ekki hafa kunnað mikið fyrir sér í indverskri matreiðslu þannig að þeir fengu við til liðs við sig indverskan mann sem eldar úr uppskriftabók mömmu sinnar. „Við eldum indverskan mat og fórum út í þetta verkefni blindandi. En það sem gerir þennan stað ein- stakan maturinn hans Ar- jun. Hann er ótrúlegur í eld- húsinu.“ BUTTER CHICKEN 1 matskeið olía 1 matskeið smjör 1 miðlungs laukur sneiddur í bita Steikið laukinn upp úr olíu og smjöri í 3-4 mínútur eða þar til létt gylltur/brún- aður. 1 teskeið ferskt engifer fín- skorið 2-3 hvítlauksgeirar fínskornir Bætið engifer og hvítlauk við laukinn og steikið í 30 sekúndur og hrærið vel í á meðan til að forðast að brenna engiferið og hvít- laukinn. 500-700 gr. kjúklingur (bringa eða læri) skorið í þæginlega bita 1 dós af tómat paste 1 matskeið garam masala 1 teskeið chili powder (má setja meira til að auka styrk- leika) 1 teskeið fenugreek 1 teskeið broddcumin/cumin 1 teskeið salt ½ teskeið svartur pipar Bætið kjúkling, tómat paste og kryddum við. Eldið í 5-6 mínútur eða þar til kjúkling- urinn er fulleldaður. 200-300 ml (eftir smekk) af rjóma. Bætið rjóma við og láta malla í 8-10 mínútur og hræra af og til. Berið fram með hrís- grjónum og naani. Úr uppskriftabók mömmu Haukur Hólmsteins- son, Arjun Singh og Guðmundur Gunn- laugsson við Indican. Wok on má finna á Smáratorgi og í Borgartúni en hefur nú opnað í Mathöll Höfða. Þar er borinn fram bragðmikill asískur matur. Kokk- arnir voru á fullu að matreiða í wok-pönnum, enda nóg að gera. Wok on Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Svansvottuð betra fyrir umhverfið, betra fyrir þig Easy2Clean Mött veggmálning sem létt er að þrífa Þvottheldni og slitstyrkur Easy2Clean málningarinnar er algjör bylting á markaðinum. Óhreinindi og fita skilja ekki eftir sig ummerki og litur og áferð málningarinnar helst óbreytt eftir þrif.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.