Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2019, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.4. 2019 LÍFSSTÍLL „Ég er eigandi bæði af Flatbökunni og Indican,“ segir Guðmundur Gunn- laugsson sem er á hlaup- um þegar blaðamann bar að garði. Hann segir nóg að gera síðan þeir opnuðu. „Flatbakan er líka í Bæj- arlind í Kópavogi en við vorum einna fyrstir með súrdeigspítsur. Svo erum við ansi nýjungagjarnir og erum með óhefðbundin álegg. Mörgum finnst skrítið að setja döðlur á pítsur en það er ein vinsæl- asta pítsan.“ DÖÐLU FLATBAKAN uppáhalds pítsabotninn þinn (hægt að kaupa súrdeig af okkur í Bæjarlindinni) pítsasósa pítsaostur pepperoni beikon, skorið í bita döðlur, skornar í bita rauðlaukur, skorinn fínt rjómaostur, eftir smekk svartur pipar Fyrir þá sem vilja búa til sína eigin pítsasósu gefur Guðmundur þessa upp- skrift: 2 matskeiðar olía/ólífuolía 1 stór laukur, grófsaxaður 2-3 hvítlauksgeirar, fínsax- aðir 1 teskeið grófmalaður svart- ur pipar (má sleppa) 500 ml af vel maukuðum tómötum (tomato passata) Steikið lauk í olíu þar til laukurinn er orðinn glær og mjúkur. Bætið hvítlauk og svörtum pipar út á pönnuna og steikið í 2 mín. Hægt að bæta tómat- púrre til að þykkja. Bætið sósum við og náið upp suðu. Setjið svo á lágan hita í 10 mín. Bætið við salti og basil- íku eftir smekk meðan sós- an jafnar sig á lágum hita. Til að búa til pítsuna: Fletjið deigið út í góðan hring. Dreifið úr pítsasós- unni jafnt yfir. Raðið áleggi á pítsuna. Bakið í funheit- um ofni þar til tilbúin. Döðlupítsan slær í gegn Brynjar Sigurdórsson kokkar ofan í gesti og gangandi á Svanga Manga en á sama bás má finna bruggbarinn Beljanda. „Hér er klassískur ís- lenskur heimilismatur. Það nenna ekki allir í skyndibitann. Plokkfiskur í tartalettu er alltaf vin- sælt og eins kótilettur þegar þær eru.“ PLOKKFISKUR Í TARTA- LETTUM ½ laukur, smátt saxaður 50 gr smjör ½ -1 dl hveiti 500 gr kartöflur, soðnar 500 gr þorskur eða ýsa, soðinn ca 4 dl mjólk rifinn ostur salt pipar Sjóðið kartöflur og flysj- ið. Sjóðið vatn í stórum potti og bætið salti og svörtum pipar út í þegar suðan kemur upp. Þá er fisknum bætt út í vatnið, lok sett yfir og potturinn tekinn af hellunni. Veiðið fiskinn upp úr eftir 5-6 mínútur. Setjið smjör og lauk í pott og látið malla í smá stund. Saltið og piprið. Hrærið hveiti saman við og þynnið með mjólk. Þegar jafn- ingurinn er hæfilega þykkur er fisk og kart- öflum bætt út í og hrært lauslega saman. Kryddið með salti og vel af hvít- um pipar. Setjið í tartalettur og stráið rifnum osti yfir. Hitið í ofni þar til ostur- inn er bráðinn. Berið fram með súrum gúrk- um. Fyrir svanga Manga „Við ákváðum að taka slaginn og opna hér en vorum áður með matarbíl hér tvö sumur. Þetta er stórt svæði hér í kring, bæði íbúð- arhverfi og vinnustaðir en það er búið að vera töluvert meira að gera en við áttum von á,“ segir Gylfi Bergmann Heimisson sem á og rekur Gastro Truck ásamt konu sinni Lindu Björgu Björns- dóttur. Á matseðlinum er aðeins tvennt; kjúklingaborgari og sami borgari án kjöts. „Það var greinilega þörf á nýj- um veitingastöðum hér í hverfinu. Við erum með sama matseðil og á Mathöll Granda en hér höfum við stærra eldhús og höfum færi á að bæta við okkur alla vega einum rétti. Við ætlum okkur aldrei að vera neitt flókin. Við erum búin að fara í alls konar hringi með það en niðurstaðan er sú að þegar við finnum „umph-ið“, fer það inn. Við erum enn að leita og ef það tekur ár, þá það,“ segir hann og bætir við að kjúklingaborgarinn sé alltaf jafn vinsæll. Aldrei neitt flókin Lífrænt RAUÐRÓFUDUFT í hylkjum „Árið 2015 benti kunningi minn mér á Beetroot rauðrófuhylkin frá Natures Aid en þá hafði kólesterólið hjá mér rokið uppúr öllu valdi. Hann sjálfur hafði góða reynslu af þessu bætiefni í tengslum við sykursýki II sem hann glímdi við og þar sem ég var í sömu sporum þá ákvað ég að prófa. Ég hef tekið rauðrófuhylkin inn daglega síðan, ég fann strax að þetta gerði mér gott. Í læknisheimsókn síðar um haustið kom í ljós að kólesterólið hafði snarlækkað, komið niður í 2. Ég var látinn minnka sykursýkislyfin um allt að helming. Ég er mjög ánægður með rauðrófuhylkin frá Natures Aid og mæli heilshugar með þeim. Við hjónin tökum þau inn daglega, við finnummikinn mun, finnst þau gera okkur mjög gott.“ Jóhannes Ólafsson útgerðarmaður frá Akranesi. Rauðrófur eru mjög ríkar af andoxunarefnum og hafa rannsóknir sýnt að efni í þeim hafa æðavíkkandi áhrif. Þær hafa góð áhrif á hjarta- og æðakerfi líkamans, geta lækkað blóðþrýsting, aukið orku og úthald og bætt almenna heilsu og líðan. Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.