Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2019, Blaðsíða 29
út. Þannig lentu einir grimmustu kar-
akterar þáttanna, mæðginin Cersei
og Joffrey Lannister, ekki í efstu sæt-
um stríðsglæpamanna vegna þess að
þeirra brot voru framin utan víg-
vallar.
Verra í raunveruleikanum
Stríðsglæpir sem birtast í þáttunum
eru meðal annars ómannúðleg með-
ferð, pyntingar, kynferðisofbeldi og
að nýta börn sem hermenn. Alls
skráðu sérfræðingarnir niður 103
stríðsglæpi. Tilgangurinn var ekki
aðeins til gamans heldur til að vekja
áhorfendur til vitundar um að
standa þurfi vörð um alþjóðleg
mannúðarlög og um leið að varpa
ljósi í hve viðkvæmri og berskjald-
aðri stöðu fólk er sem lendir í miðju
vopnaðra átaka. Þannig má segja að
skýrsla Rauða krossins sé ekki
gagnrýni á þættina heldur nýta
samtökin vinsældir þeirra til að
fræða fólk um stríðsglæpi; að glæp-
irnir í Game of Thrones eigi sér
raunverulega samsvörun við það
sem er að gerast í nútímanum.
Þannig birtist grein á vefsíðu Am-
nesty International um miðja viku
þar sem fjallað var um ofbeldið í
Game of Thrones en mannréttinda-
samtökin voru með greininni að
benda á hvernig raunveruleikinn
væri samt enn verri í stríðum en
þættirnir sýndu.
Allt frá því að fyrsta þáttaröð
Game of Thrones fór í loftið árið
2011 hefur verið skrifað um ofbeldið
í þáttunum og má segja að skrifin
hafi verið stöðug í átta ár. Hefur sitt
sýnst hverjum. Sjónarhornin eru
þau að í þáttunum séu óþarfa
ofbeldisatriði og þótt þættirnir séu
bannaðir börnum hafi ofbeldisatriði
líka áhrif á fullorðna. Aðrir segja of-
beldið nauðsynlegt því þættirnir
fjalli um stríð og það væri ekki trú-
verðugt að fjalla um stríð án þess að
sýna þessa hræðilegu glæpi. Þarna
hafi fólk tækifæri til að átta sig á
raunveruleika stríðs, sem þrátt fyrir
dreka og tilbúna veröld endirspegli
hvernig stríð virki.
Hvað sem þeirri deilu líður þá er
forvitnilegt að skoða niðurstöður
Rauða krossins og það kann að koma
mörgum á óvart hverjir eru stærstu
stríðsglæpamennirnir:
Ramsay Bolton er versti stríðs-
glæpamaður GOT. Alls er hann
ábyrgur fyrir 17 stríðsglæpum, þar á
meðal pyntingum, gíslatökum og
nauðgun.
Daenerys Targaryen, dreka-
móðirin, er annar versti stríðsglæpa-
maðurinn, ábyrg fyrir alls 15 stríðs-
glæpum. Þar tengjast flestir glæpir
hennar því að valda andstæðingum
sínum „umframáverkum eða óþarfa
þjáningu“ - og það með því að nýta
dreka sína til að brenna fólk.
Roose Bolton, faðir Ramsay,
er þriðji versti, ábyrgur fyrir átta
stríðsglæpum, einkum tengdum
pyntingum.
Jon Snow og Næturkonung-
urinn deila fjórða sæti - þeirra helsta
sök er að nýta börn sem hermenn.
Stríðsglæpir Daenerys
Targaryen snúast um að
veita fólki óþarfa áverka.
Faðir Ramsay Bolton, Roose Bolton,
kemur fast á hæla sonarins.
Næturkonungurinn er sekur um að
nota barnunga hermenn.
Wintour segir hertogaynjuna af Sussex
hafa fært konungsfjölskylduna til nútímans.
FRÆGÐ Anna Wintour, ritstjóri
Vogue, segist yfir sig hrifin af því
hvernig Meghan hertogaynja klæðir
sig þessa dagana og segir „óléttu-
stíl“ hennar óaðfinnanlegan.
Einkum og þó sér í lagi að hún skuli
vera á svo háum hælum, þeir virðist
hreinlega hækka með hverri vikunni
sem hún gengur lengur með barnið.
Í viðtali við Youtube-seríur Vogue
segir Wintour að hún hafi aldrei skil-
ið þegar konur fari að klæða sig
þannig ófrískar sem þær vilji fela
sig.
Ánægð með háu hælana
21.4. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
BÓKSALA 10.-16. APRÍL
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Barist í BarcelonaGunnar Helgason
2 GullbúriðCamilla Läckberg
3 Ísköld augnablikViveca Sten
4 KastaníumaðurinnSören Sveistrup
5 BíóráðgátanMartin Widmark
6 Húðflúrarinn í AuschwitzHeather Morris
7 LasarusLars Kepler
8 Íslenskar þjóðsögur – úrval
9 Stóri maðurinnPhoebe Locke
10
Dans við dreka
– Game of Thrones, bók 5
George R. R. Martin
1 Barist í BarcelonaGunnar Helgason
2 BíóráðgátanMartin Widmark
3 Nýr heimurSverrir Björnsson
4 MatthildurRoald Dahl
5 Emma öfugsnúnaGunilla Wolde
6 Hvar er Depill?Eric Hill
7
Bók um tré
Piotr Socha
/Wojciech Grajkowski
8
Risasyrpa
– sögur úr Andabæ
Walt Disney
9
Harry Potter og
viskusteinninn
J.K. Rowling
10 Eyjan hans afaBenji Davies
Allar bækur
Barnabækur
Frelsun heimsins, safn sextán greina og fyrir-
lestra eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, er
nýkomið út en JPV gefur út. Í skrifunum fjallar
rithöfundurinn meðal annars um sköpun,
tungumál, þjóðlíf og konur fyrr og nú. Grein-
arnar eru frá ýmsum tímum og skrifaðar af
margvíslegum tilefnum.
Vonum það besta eftir
Carolinu Setterwall hefur
slegið í gegn um víða veröld
en Benedikt bókaútgáfa gef-
ur út. Sagan segir frá ungri konu sem fær það
á heilann að hún beri ábyrgð á dauða eigin-
manns síns. Í bókinni kafar Setterwall ofan í
ástina, hverdagslífið og hvernig skelfilegt áfall
litar tilveruna. Þetta er fyrsta skáldsaga hinnar
sænsku Setterwall en hún verður gestur Bók-
mennahátíðar í lok apríl. Halla Kjartansdóttir
þýddi.
ÁHUGAVERÐAR BÆKUR
Florida er nýtt smásagnasafn eftir
Lauren Groff sem
gefur nýja sýn á
þann merkilega og
marglaga stað
Flórída og varpar
ljósi á líf fólks sem er
ekki alltaf svo sýni-
legt. Ég mæli líka
með fyrri bók Groff,
Fates and Furies, sem er mögnuð
bók um hjónaband.
You Think It, I’ll
Say It, er nýtt
smásagnasafn eftir
Curtis Sittenfeld
um fólk í mið-
vesturríkjum
Bandaríkjanna
sem á yfirborðinu
er afar venjulegt og lifir venjulegu
lífi en lesandinn fær að líta undir
yfirborðið og sjá hvað er raun-
verulega í gangi. Sittenfeld er
frábær húmoristi og kann að
koma auga allt þetta hvers-
dagslega sem verður samt svo
stórt.
An American Marriage er ný
skáldsaga eftir Tayari Jones sem
segir af Celestial og
Roy, svörtu milli-
stéttarfólki frá Atl-
anta sem á framtíð-
ina fyrir sér. Þegar
þau eru nýgift fer
Roy í fangelsi fyrir
glæp sem hann
framdi ekki. Bókin gefur djúpa
innsýn í líf og stöðu svartra Banda-
ríkjamanna og betri skilning á
margþættum áhrifum þess kyn-
þáttamisréttis sem því miður ríkir
enn í Bandaríkjunum.
BIRNA ANNA ER AÐ LESA
Undir yfirborðinu
Birna Anna
Björnsdóttir
er rithöf-
undur.