Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2019, Side 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2019, Side 8
VETTVANGUR 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.4. 2019 Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is Tilvalin fermingarg jöf Komdu í Fakó og skoðaðu úrvalið Gæði - Gott verð - Dönsk hönnun aHEAD Verð 15.995 kr. aFUNK Verð 17.995 kr. aMOVE Verð 14.995 kr. aGROOVE Verð 9.995 kr. bGEM Verð 15.995 kr. aGO Verð 5.995 kr. toCHARGE Verð 7.995 kr. Hérna erum við að tala saman Bókaðu 8–120 manna fundarými á góðu verði Nánar á harpa.is/fundir Öll þekkjum við hversu gam-an það er að sigrast á verð-ugri áskorun. Ég upplifði það seinast um seinustu jól. Fjöl- skyldan ætlaði að fara í sund í Sund- höll Reykjavíkur. Yngsta dóttirin spurði mig, hvort við ættum ekki að hlaupa þangað, en við búum í Garða- bæ þegar við dveljum á Íslandi. Ég sagði jú og þá varð ekki aftur snúið. Við fundum út að þetta væru u.þ.b. 10 km og konan gæti því hitt okkur eftir u.þ.b. eina klukkustund fyrir ut- an Sundhöllina með sunddótið og föt til skiptanna. Við dóttirin hlupum af stað og þegar komið var inn á Kópa- vogshæðina var róðurinn farinn að þyngjast verulega hjá mér. Ég þurfti að bíta á jaxlinn og gera mitt allra besta. Stefnan var tekin að Öskju- hlíðinni og þar sáum við Hallgríms- kirkju blasa við í öllu sínu veldi. Við það fékk ég aukaorku og þegar kom- ið var upp að Perlunni sáum við að ekki var langt eftir. Síðasti spölurinn gekk eiginlega ótrúlega vel miðað við að við vorum búin að hlaupa í kringum átta kílómetra (og kannski líka vegna þess að hlaupið var niður í móti). Innri gleðin sem maður upp- lifði þegar við komum að dyrum Sundhallarinnar var ólýsanleg. Við náðum að klára þessa áskorun og það veitti okkur þessa innri vellíðan. Að ná takmarki sínu eftir vinnu sem krafðist hins besta frá okkur. Þetta stemmir vel við kenningar fræðimannsins Mihaly Csikszent- mihalyi sem kom fram með kenn- inguna um flæði árið 1975. Kenn- ingin fjallar um að þegar áskoranir eru í samræmi við færni (e. action capacity) kemst einstaklingur í flæði. Þegar maður er í flæði gengur það sem maður tekst á við vel, grundvöllur til þess að læra er til staðar. Þetta er algjört lykilatriði til að fólk öðlist innri áhugahvöt fyrir því sem það er að fást við. Það er hægt að segja að þetta kveiki elda hjá einstaklingum. Í starfi mínu sem prófessor við Norska tækni- og vís- indaháskólann (NTNU) í Þránd- heimi og Háskólann í Reykjavík (HR) er kenning Csikszentmihalyi um flæði ein af þeim mikilvægari sem við kennum nemendum okkar til að skapa skilning á því hvernig við kveikjum áhuga hjá einstaklingum. Við vinnum að því að byggja upp færni kennaranema til að nota réttar áskoranir í kennslu í leikskólum og grunnskólum, á fræðilegum grunni. Frumkvöðlaverkefni í Noregi sýnir að með réttum áskorunum er til- tölulega auðvelt að skapa innri áhugahvöt hjá börnum, unglingum og fullorðnum. Verkefnið hefur kom- ið inn í íþróttir, sérkennslu og einnig fengum við tvær milljónir norskra króna í stuðning til að vinna að fram- úrskarandi kennslu fyrir eðlisfræði- nemendur innan NTNU. Við erum þegar byrjuð að leita eftir samstarfs- aðilum, skólum, á Íslandi. Fyrsti hluti verkefnis á Íslandi mun tengj- ast því að búa til réttar áskoranir fyrir lestur, skrift, reikning, teikn- ingu og náttúrufræði. Veitum nem- endum réttar áskoranir – komum þeim í flæði og kveikjum elda. Áskoranir – mikilvægar fyrir nám og flæði Vísindi og samfélag Hermundur Sigmundsson hermundurs@ru.is ’Innri gleðin sem mað-ur upplifði þegar viðkomum að dyrum Sund-hallarinnar var ólýsanleg. Við náðum að klára þessa áskorun og það veitti okk- ur þessa innri vellíðan. Að ná takmarki sínu eftir vinnu sem krafðist hins besta frá okkur. Í opinberri umræðu er æskilegtað greina á milli staðreynda ogskoðana. Það er bæði heilbrigt og eðlilegt að menn séu ósammála og deili um mál með sannfæringu – og staðreyndir að vopni. Fullyrð- ingar um að raforkuverð hafi hækkað á Íslandi vegna upptöku fyrsta og annars orkupakka ESB, og muni hækka enn frekar við upptöku þriðja orkupakkans, eiga ekki við rök að styðjast. Þaðan af síður er stoð fyrir fullyrðingum í þá veru að óheimilt verði að nið- urgreiða húshitunarkostnað eða jafna dreifikostnað raforku á milli dreifbýlis og þéttbýlis. Slíkar ákvarðanir hafa frá 2002 verið í höndum Alþingis og munu verða það áfram. Pakkar fyrir neytendur Þó að umræðan um þriðja orku- pakkann hafi stundum farið útum víðan völl, þá má hún þó eiga það, að hún hefur beint sjónum að því sem fólst í fyrstu tveimur orku- pökkunum. Landsmenn hafa verið minntir á, að hér hefur verið komið á frjálsu markaðsumhverfi í fram- leiðslu og sölu á rafmagni, með svipuðum hætti og áður var gert á fjarskiptamarkaði, og að þeim er frjálst að kaupa rafmagn af hverj- um sem þeir kjósa. Fyrirtæki hafa nýtt sér þetta í talsverðum mæli, jafnvel farið í út- boð á rafmagnsþörf sinni og þann- ig sparað sér töluvert fé. Einstak- lingar hafa síður nýtt sér þetta, sennilega af því að fjárhæðirnar eru ekki stórar fyrir dæmigert heimili. Munurinn á milli seljenda er ekki mjög mikill, eða um 10% nú um stundir. Það er fagnaðarefni að fleiri og fleiri neytendur geri sér grein fyr- ir þessu, nýti sér þennan mögu- leika, og að fleiri aðilar komi inn á markaðinn til að auðvelda þeim það. Við eigum að stefna að því að auka samkeppnina enn frekar. Raforkuverðið hefur lækkað, ekki hækkað Það er gagnlegt í þessari umræðu að skoða þróun raforkuverðs og samkeppni á raforkumarkaði frá setningu raforkulaga árið 2003 og innleiðingu fyrsta og annars orku- pakka ESB. Fyrr á þessu ári ósk- aði ég því eftir því að verkfræði- stofan EFLA tæki saman skýrslu að nýju um þau mál og hvernig til hefði tekist með þá breytingu sem átti sér stað með setningu raforku- laga árið 2003. Með þeim lögum var raforkuvinnsla og sala raforku gefin frjáls en sérleyfi þarf til að flytja og dreifa raforku. Í skýrslu EFLU kemur fram að tekist hafi að innleiða samkeppni í vinnslu og sölu raforku og að fyrir- tækjum sem keppi á þeim markaði fari fjölgandi. Verð á raforku í smásölu hafi farið lækkandi eftir setningu raforkulaga, hafi síðan hækkað að nýju og sé nú svipað að raunvirði og það var fyrst eftir skipulagsbreytingarnar. Ekki verði annað séð en að samkeppni sé í smásölu raforku en til að auka hana sé mikilvægt að hvetja heim- ili og fyrirtæki til að skoða mögu- leika sína hvað varðar raforku- kaup. Í samantekt skýrslunnar er bent á nokkur atriði varðandi ár- angurinn af skipulagsbreyting- unum sem innleiddar voru með raforkulögum árið 2003 og má þar nefna:  Tekist hefur að innleiða sam- keppni í raforkusölu sem skilað hefur sér í nokkuð stöðugu raf- orkuverði á almennum markaði. Raforkuvinnsla var jafnframt gefin frjáls en í eldra kerfi voru miklar takmarkanir sem m.a. ollu verulegu ósætti um það kerfi. Samkeppni í raforkusölu hefur veitt fyrirtækjum í vinnslu og sölu raforku gott aðhald og merki um það er að arðsemi eigin fjár í starf- seminni hefur verið að meðaltali minni en í sérleyfisstarfseminni. Aðhald með rekstri sérleyfis- fyrirtækjanna hefur verið með því að setja þeim tekjumörk sem hafa skilað fjárhagslega jákvæðum rekstri í þessari starfsemi. Tekju- mörkin og aðskilnaður á milli þétt- og dreifbýlis hafa skilað því að gegnsæi hefur aukist og skýrt er hve mikið dýrara er að dreifa orku í dreifbýli en þéttbýli. Allir al- mennir raforkunotendur hafa tekið þátt í að greiða niður þann um- framkostnað með jöfnunargjaldi sem er notað til að fjármagna dreifbýlisframlag. Hækkanir á gjaldskrám dreifi- veitna eru að mestu tilkomnar vegna aukins fjármagnskostnaðar sem skýrist af miklum fjárfest- ingum í dreifikerfunum, sérstak- lega í dreifbýlinu. Ákvörðun um sæstreng alfarið í höndum Alþingis Bæði garðyrkjubændur og bak- arameistarar hafa lýst áhyggjum af hækkun raforkuverðs ef þriðja raforkutilskipunin verður innleidd. Þær áhyggjur byggjast á fullyrð- ingum um að innleiðingin muni án nokkurs vafa leiða til raforkusæ- strengs til Evrópu. Slík fullyrðing á ekki við rök að styðjast þar sem ákvörðun um sæstreng verður al- farið í höndum Alþingis og ís- lenskra stjórnvalda eins og nánar er útlistað í frumvarpi og þings- ályktunartillögu sem ég hef lagt fram á Alþingi. Innleiðingin mun, ein og sér, ekki leiða til hærra raf- orkuverðs á Íslandi, hvorki til garðyrkjubænda, bakara né nokk- urra annarra. Markmiðið er ein- mitt að með aukinni samkeppni á sölu raforku muni verð lækka. Staðreyndir um raforkuverð ’ Fullyrðingar um aðraforkuverð hafihækkað á Íslandi vegnaupptöku fyrsta og annars orkupakka ESB, og muni hækka enn frekar við upptöku þriðja orkupakk- ans, eiga einfaldlega ekki við rök að styðjast. Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.