Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2019, Qupperneq 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2019, Qupperneq 14
VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.4. 2019 Þ að er notalegt um að litast á heimili Hrafnhildar Sigurðardóttur á Arnarnesinu. Þar býr hún ásamt manni sínum, fimm börnum og hundi. Við setjumst inn í stofuna með kaffi í bollum og horfum út á hafið á með- an við spjöllum. Hrafnhildur hefur áorkað miklu í lífinu og er bæði kennaramenntuð og menntuð í klassískum söng. Hún lét sér það ekki nægja heldur lærði að verða pílates- kennari og síðar jógakennari. Nú á hún og rek- ur fyrirtækið Hugarfrelsi sem sér til þess að skólabörnin okkar kynnist aðferðum til að róa hugann og efla jákvæða sjálfsmynd. Allt sitt líf hefur hún miðlað og gefið af sér til þess að hjálpa öðrum að öðlast betra líf, bæði andlega og líkamlega. Í seinni tíð hefur hið andlega verið áberandi í lífi Hrafnhildar en sýn sem hún sá fyrir níu árum breytti henni fyrir lífstíð. Var alltaf að eiga börn Hrafnhildur er alin upp í Garðabænum af miklu söngfólki, þeim Sigurði Þórðarsyni verkfræðingi og Sigrúnu Andrésdóttur tón- listarkennara. Hrafnhildur, sem er yngst þriggja systkina, gekk menntaveginn og stundaði söngnám frá fimmtán ára aldri í Söngskólanum en auk þess lærði hún á fiðlu sem barn. Hrafnhildur lauk áttunda stigi í ljóða- og óperusöng í kjölfar stúdentsprófs. Eiginmaður Hrafnhildar er Arnar Þór Jóns- son héraðsdómari. Þau hjónin, þá barnlaus, bjuggu eitt ár í Vínarborg þar sem Hrafn- hildur lærði óperusöng. „En þar sá ég að þetta var harður heimur og til þess að verða óperu- söngkona þurfti mikla færni en einnig vilja til að fórna ýmsu. Þessu fylgir vinna á kvöldin og um helgar og mikil ferðalög en þarna var ég orðin ólétt að fyrsta barninu,“ segir Hrafn- hildur sem ákvað að söngurinn yrði ekki gerð- ur að ævistarfi. Eftir heimkomuna kláraði hún kennaranámið sem hún hafði sett á bið á með- an þau bjuggu erlendis. „Ég kenndi svo í Flataskóla í fjögur ár með hléum, en ég var alltaf að eiga börn,“ segir Hrafnhildur og brosir. Aðspurð segist hún aldrei hafa ætlað sér að eignast fimm börn en hún var ákveðin í að eignast þrjú. „Þegar ég var búin að eignast tvo stráka og eina stelpu fann ég bara að þetta var ekki komið. Það vantaði fleiri í hópinn,“ segir hún og tvö til viðbótar áttu eftir að bætast í hópinn. „Kári Þór er elstur, fæddur 1997, Óttar Egill kom 2001, svo Ásdís 2004, Theodór Snorri 2007 og Sigrún Linda kom svo 2012.“ Gæðastundir með börnunum Hrafnhildur hætti grunnskólakennslu árið 2004 og hefur verið sjálfstætt starfandi síðan. „Þegar ég var þrítug fór ég að fylgja hjart- anu og innri leiðsögn. Ég fann að ég var ekki nógu sátt í skólaumhverfinu; of mikill tími fór í agastjórnun og of lítill tími í eiginlegt nám og kennslu. Ég sá þarna að það þyrfti eitthvað að hjálpa foreldrum við uppeldið. Þá fór ég að hugsa hvernig ég gæti nýtt mína menntun til þess. Ég vildi leggja mitt af mörkum til að börn og foreldrar ættu fleiri gæðastundir sam- an. Þá byrjaði ég með tónlistarnámskeið fyrir börn sem ég kallaði „Með á nótunum“. Þetta byrjaði smátt í sniðum; ég var með hópa sem komu á laugardagsmorgnum heim í bílskúrinn en svo vatt það upp á sig og ég var með tíma mörgum sinnum í viku. Ég var að kenna börn- um frá sex mánaða upp í fimm ára á ásláttar- hljóðfæri og einfalda hreyfisöngva. Þetta gerði ég í tíu ár,“ segir hún en þess má geta að Hrafnhildur gaf út tvær bækur í tengslum við þessa kennslu. „Ég lærði líka á þessum tíma að vera pílateskennari, þar sem ég fann þörf hjá mér til að hjálpa öðrum að bæta líkamlega líðan. Þarna var ég ekki búin að átta mig á því að grunnur lífshamingju er andlegs eðlis, það þýðir lítið að rækta bara líkamann ef andinn fylgir ekki með!“ segir Hrafnhildur og bætir við að pílates- og tónlistarkennslan var síðar færð í heilsuræktarstöðina Jafnvægi sem Hrafnhildur stofnaði. Opnaðist nýr heimur Hrafnhildur segist alla tíð hafa verið ber- dreymin. „Mig dreymir mjög táknræna drauma. Og svo hef ég mjög sterka leiðbein- andi innri rödd sem reyndar allir hafa ef þeir læra að hlusta. Ég hef alltaf haft næma tilfinn- ingu fyrir því hvað ég á að gera og við hvern ég á að tala, þannig að ég er leidd áfram,“ segir hún. „Ég skráði mig í jógakennaranám, aðallega til að læra góðar teygjuæfingar. En þar opn- aðist alveg nýr heimur og ég fór að skilja ýmis- legt betur. Í jógaheimspeki er talað um al- heimsorku, eða ljós, kærleika og visku sem er að verki. Þetta hjálpaði mér til að skilja betur að trúarbrögð eru ekki annað en mismunandi leiðir manna að sama kjarnanum. Fram að þeim tíma hafði ég ekki mikið verið að velta trúmálum fyrir mér. Það kom eitthvert „aha- móment“ í gegnum jógaheimspekina sem leiddi mig af stað í nýja andlega vegferð.“ Hrafnhildur segir að í kjölfarið hafi hún far- ið að leita að svörum við spurningum eins og: „Hver er ég, hvert er mitt hlutverk, hver er til- gangur lífsins?“ Hana þyrsti í svör og í þeim tilgangi sökkti hún sér í bækur um andleg mál- efni og fór hún m.a. til miðla til að leita svara. Varstu í tilvistarkreppu? „Já, í rauninni, og ég veit ekki af hverju. Flestir sem lenda í slíku eru að ganga í gegn- um erfiðleika eða áföll en hjá mér var þetta einhver innri ólga. Mig langaði að fá svör. Mér fannst hljóta að vera einhver æðri tilgangur með lífinu. Ég var virkilega að leita og ég fann svör og mér var veitt sýn. Mér var sýnt þetta á þennan hátt svo ég yrði sátt,“ segir Hrafn- hildur og deilir með blaðamanni sögunni. Gekk í átt að ljósinu „Ég fór til miðils 2010 og sagði honum að mig dreymdi oft sérstaka drauma og að ég héldi að ég væri dálítið næm. Hann svaraði: „Við skul- um sjá hvað þeir segja.“ Svo lagðist ég á bekk, en hann er líka heilari, og hann lét hendurnar á iljarnar á mér. Hann leiddi mig í gegnum mjög djúpa heilun eða dáleiðslu. Ég fór að sjá sýnir. Það sem hafði mest áhrif á mig var að ég sá dimm göng en það var birta við endann. Hann segir mér að ganga í gegnum göngin, sem ég og geri, og mér finnst eins og það séu hendur sem leiða mig áleiðis. Svo þegar ég kem í ljósið birtist fallegasta sýn sem ég hef séð. Þar var grænt gras og tær blár himinn, allt svo friðsælt og kærleiksríkt. Ég get ekki lýst þessu með venjulegum orðum. Tilfinn- ingin var svo yfirþyrmandi og ljósið svo bjart að ég hugsaði með mér að ég væri komin til himna. Þetta væri það sem fólk væri að tala um sem hefur dáið en snúið aftur og sagt frá þeirri reynslu,“ segir Hrafnhildur og segir að hún hafi síðan verið leidd inn í lítið hús. „Þar kemur svakaleg birta á móti mér og svo birtist tengdamóðir mín, sem lést tæpum tuttugu árum áður en þetta var. Hún tekur á móti mér og hún faðmar mig og það var ná- kvæmlega sama tilfinningin eins og ég myndi faðma þig, ég fann það á líkamanum. Það var dásamlegt að sjá hana og ég byrjaði að gráta. Þegar hún var búin að faðma mig sé ég að hún heldur í hendur á tveimur börnum. Ég kem svo til baka og miðillinn segir við mig að það sé greinilegt að ég geti tengst,“ segir Hrafn- hildur. „Þetta var yfirþyrmandi reynsla og ég var ekki viss um að ég vildi vita svona mikið, þótt ég hafi verið að leita. Upplifunin var svo sterk að ég var í sjokki. Ég grét í bílnum í hálftíma, yfir að hafa séð tengdamóður mína og alla þessa fegurð, sem ég gat séð og snert.“ Erum öll ljósberar Hrafnhildur segist hafa verið mjög lengi að ná áttum eftir þessa reynslu. „Mér fannst í fyrsta lagi mjög skrítið að ég væri bara yfirhöfuð á jörðinni. Ég spurði sjálfa mig; hvað á ég að gera í hversdagsleikanum, í rigningunni? Samt var ég hamingjusamlega gift, þá fjög- urra barna móðir. Ég átti bara erfitt með að finna taktinn aftur, þetta sló mig alveg út af laginu. Það tók tíma að ná taktinum aftur. Ég sagði mínum nánustu frá þessu; fjölskyldu og vinkonum, en ég held að fólk hafi ekki áttað sig á því hvað þetta hafði svakaleg áhrif á mig. Ég sá lífið í allt öðru ljósi. Þetta var og er mér svo raunverulegt. Ég fékk að sjá ljósið, það er bara ekkert öðruvísi,“ segir hún og segist hafa velt því fyrir sér hvers vegna hún hafi fengið að sjá þessa sýn. „Af hverju var mér sýnt þetta á þennan hátt án þess að ég væri að deyja?“ Hrafnhildur segir að ýmsar hugsanir hafi leitað á sig í kjölfarið. Hún hafi farið að velta fyrir sér hvaða hlutverki henni væri ætlað í þessu lífi. „Flestir sem lýst hafa þessum göng- um hafa verið á mörkum lífs og dauða.“ Veistu af hverju þér var sýnt þetta? „Já, ég veit það í dag. En þetta var fyrir níu árum og það er fyrst núna sem ég í raun þori að tala um það og vera algjörlega í mínu hlut- verki. Við erum öll neistar af þessu ljósi og öll sköpuð í Guðs mynd. Þá er ég að tala um sálina okkar. Við getum öll tengst inn á við og upp á við og fundið friðinn og sáttina sem því fylgir. Þegar við tengjumst þá erum við að tengjast til Guðs og inn í þetta ljós. Þetta er nokkuð sem allir þurfa að vita um en það eru auðvitað ekki allir að leita. Ég skil það mjög vel, en kærleikurinn, fegurðin og friðsældin er svo mikil að þú þarft að geta tekið á móti því. Þegar þú hefur náð þessari tengingu, þá opn- ast allt smám saman. Ég veit að það geta þetta allir en fólk þarf að vilja það. Við erum öll ljós- berar en felum þetta ljós á bak við persónu- leika, störf og hlutverk okkar í þessu leikriti sem lífið er. Um leið og við tengjumst okkar innsta kjarna, sálinni okkar, sjáum við til- veruna í skýrara og bjartara ljósi, fyllumst von en ekki vonleysi og hættum að líta á okkur sem fórnarlömb. Við fáum þá kraft til að hjálpa öðr- um að blómstra, en tilgangur okkar allra er að hjálpa, taka á móti kærleika og breiða hann út,“ segir hún. Frekar vissa en trú „Ég hef vaxið í trúnni síðan ég hóf þetta and- lega ferðalag. Áður var ég lítið að pæla í trú. En í dag lít ég á trúna sem undirstöðu lífsins. Ég vil frekar lýsa þessu sem vissu en trú. Ég hef fengið að sjá svo margt hinum megin sem hefur veitt mér þessa vissu, eins og þessa sýn árið 2010 og aðrar sem ég hef upplifað seinna. Það hefur alveg tekið mig níu ár að treysta mér til þess að tala um breytta trúarlega af- stöðu mína. Í dag skiptir það mig engu máli þótt fólk trúi mér ekki eða skilji, þetta er svo sterkt í mér að ég verð að fara að tala meira um þetta,“ segir hún. „Ég hugleiði reglulega og í hugleiðslu- ástandi sé ég og heyri mjög margt. Fyrir þremur árum fór ég að leika mér að því að skrifa niður setningar jafnóðum og ég heyri þær. Textinn kemur algjörlega fullmótaður til mín. Ég vissi fyrst ekkert hvað ég ætti að gera við þetta. Þetta er mjög djúpur texti um kær- leikann,“ segir Hrafnhildur og segist hafa ákveðið í október síðastliðnum að gera þetta „Ég fékk að sjá ljósið“ Hrafnhildur Sigurðardóttir, stofnandi og annar eigenda Hugarfrelsis, hefur orðið fyrir and- legum upplifunum sem hafa breytt viðhorfum hennar til lífsins. Þessi fimm barna móðir úr Garðabænum kennir börnum og ungmennum hugleiðslu, jákvætt hugarfar og sjálfsstyrkingu. Hún segir tilgang lífsins vera að hjálpa öðrum, þroska sálina og breiða út ljósið og kærleikann. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is „Mér fannst hljóta að vera ein- hver æðri tilgangur með lífinu. Ég var virkilega að leita og ég fann svör og mér var veitt sýn. Mér var sýnt þetta á þennan hátt svo ég yrði sátt,“ segir Hrafnhildur sem sá fallega sýn undir handleiðslu heilara. ’Svo þegar ég kem í ljósið birtist fallegasta sýn sem éghef séð. Þar var grænt gras ogtær blár himinn, allt svo friðsælt og kærleiksríkt. Ég get ekki lýst þessu með venjulegum orðum. Tilfinningin var svo yfirþyrm- andi og ljósið svo bjart að ég hugsaði með mér að ég væri komin til himna.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.