Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2019, Blaðsíða 12
ALÞJÓÐAMÁL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.4. 2019
Við erum vissulega þjóðarbylting, en
við skilgreinum okkur ekki út frá hin-
um klassísku 19. og 20. aldar mynd-
um þjóðernishyggju. Við erum full-
trúar áskorunar á hendur því úrelta
hugtaki þjóðríkisins, sem þessar pó-
púlísku þjóðernishreyfingar eru að
reyna að varðveita, hugtaki með ræt-
ur í einu tungumáli, einni menningu,
einni þjóð og einum uppruna.
Árásir og útúrsnúningar
Við drögum einmitt þessar hug-
myndir í efa. Þetta er vitaskuld
ástæðan fyrir því að við verðum fyrir
þessum árásum og útúrsnúningum.
Meðal fólks, sem ekki hefur að-
gang að réttum upplýsingum, geta
slíkar smættunartilraunir og aðrar á
borð við „Þetta er eigingjarnt yfir-
stéttarfólk sem vill bara fylla eigin
vasa af peningum“ eða „Þetta fólk er
á móti því að nota spænska tungu“
virkað um stund. En þær halda ekki
til lengdar. Satt að segja eiga þær til
að hafa öfug áhrif. Fólkið í stjórn
Katalóníu sem hefur rannsakað hið
gríðarlega átak sem Spánn hefur gert
til að stimpla katalónsku þjóðarhreyf-
inguna sem klassíska pópúlistahreyf-
ingu hefur komist að þeirri niður-
stöðu að það hafi mistekist. Þar með
er öll umræða um ríkið dregin í efa.
Þannig að líklega má að segja að
þetta valdi okkur aðeins takmörk-
uðum áhyggjum.
En frá mínum sjónarhóli virðast
þessar lýsingar enn hafa mikinn kraft
og margt fólk með öflug gjallarhorn
vera tilbúið að endurtaka þær.
Það verður að segjast eins og er að
Spánn er með áhrifamikla áróðursvél.
En það er ekki bara spænska
stjórnin. Getum við ekki líka horft til
stofnana á borð við NATO og áróð-
ursarm þess, Atlantshafsráðið, og
ýmissa fjölmiðla sem hafa tilhneig-
ingu til að fylgja í kjölfarið?
Það getur verið rétt. Ég endurtek
að Spánn hefur mörg verkfæri tiltæk
og getur þrýst á okkur og aðra af öll-
um mætti utanríkisþjónustunnar. En
ég ítreka það sem ég sagði í bók
minni [The Catalan Crisis: An Op-
portunity for Europe, 2018]. Þegar
fólk fer aðeins út fyrir hina yfirborðs-
kenndu umræðu verður ljóst að ein-
hver er að hagræða sannleikanum.
Allar þessar fullyrðingar frá
spænsku hliðinni um að spænsk
tunga sé í útrýmingarhættu í Katal-
óníu er dæmi um það. Fólk getur far-
ið og séð með eigin augum að það er
hvergi nærri sannleikanum. Þetta er
spænskur áróður af þeirri gerð sem
virkaði snemma á 20. öld þegar fólk
gat ekki sannreynt sjálft það sem því
var sagt. En nú fellur áróður af þessu
tagi um sjálfan sig á augabragði.
Hnignun lýðræðis á Spáni
Talsmenn spænsku stjórnarinnar
hafa lagt sig fram um að lýsa
spænska ríkinu sem „rótgrónu“ lýð-
ræðisríki með sterkar réttarvarnir
fyrir borgarana. Þú hefur andæft
þessari sýn á veruleikann kröftug-
lega. Hvers vegna?
Í fyrsta lagi vegna þess að hnignun
lýðræðis á Spáni er raunveruleg.
Nýjustu vísbendingar frá hinum
ýmsu eftirlitshópum sýna að Spáni
fer aftur þegar kemur að grund-
vallarréttindum á borð við málfrelsi.
Til dæmis hefur Greco-hópurinn, sem
tilheyrir Evrópuráðinu og kortleggur
spillingu í stjórnmálum og réttarfari,
sent frá sér tvær skýrslur þar sem
varað er stranglega við ágöllum í
spænsku réttarkerfi og haldið fram
að það uppfylli ekki evrópska grund-
vallarstaðla. Af þeim 11 umbóta-
tillögum sem settar voru fram í fyrstu
skýrslunni fyrir nokkrum árum hefur
ekki verið orðið við einni einustu. Þeir
neyddust því til að gefa út aðra
skýrslu til að minna Spán á niður-
stöðu Mannréttindadómstóls Evrópu
þar sem Spánn var fordæmdur fyrir
brot á grundvallarfrelsi með því að
dæma fólk fyrir það eitt að iðka tján-
ingarfrelsisrétt sinn.
Getur þú útskýrt einhverjar af
þeim orrustum sem þú hefur farið í
gegnum á undanförnum misserum í
evrópskri útlegð þinni?
Þetta hefur allt verið frekar súr-
realískt og að mig grunar frekar ill-
skiljanlegt þeim sem ekki hafa fylgst
með. Ég er evrópskur borgari og
frjáls maður með öll þau réttindi sem
aðrir evrópskir borgarar njóta, eins
og Macron eða Merkel, nema á einum
stað í heiminum og hann kallast
Spánn. Ef ég fer til Spánar verð ég
handtekinn og á yfir höfði mér allt að
25 til 30 ár í fangelsi. Utan Spánar er
mér frjálst að fara hvert sem er og
engar kærur eru á hendur mér.
Hvernig er þetta mögulegt? Þar
komum við aftur að ágöllum
spænskrar lýðræðishefðar. Fyrir
hendi er evrópskt réttarkerfi og það
tryggir mér grundvallarréttindi, sem
í reynd eru ekki viðurkennd á Spáni.
Þetta er mögulegt vegna þess að í
Evrópusambandinu – sem vissulega á
mikið óunnið í pólitískum samruna –
er virðing fyrir réttindum almennt
fyrir hendi. Á Spáni er viðhorfið að
þegar kemur að réttvísinni megi velja
af matseðlinum.
Í mínu tilfelli áttu sér stað tveir
frekar súrrealískir hlutir. Spænska
ríkið gaf út tvær evrópskar hand-
tökuskipanir á hendur mér. Báðar
voru dregnar til baka. Sú fyrri var
lögð fram í Belgíu. Brátt varð ljóst að
það myndi tapast. Frekar en að tapa
máli gegn hagsmunum Madrídar fyr-
ir evrópskum dómstól dró [spænska
stjórnin] handtökuskipunina til baka.
Í seinna tilvikinu, þegar ljóst var að
þýskur dómstóll myndi gefa út þá
niðurstöðu að ekki væri hægt að rétta
yfir mér fyrir þann glæp að gera upp-
reisn var framsalskrafan sem eftir
var fyrir misnotkun fjár dregin til
baka um leið og lýst var yfir óánægju
með aðrar ákvarðanir þýska rétt-
arins. Ég er því frjáls og ég ferðast
um, en tek þá áhættu að þeir gefi út
þriðju handtökuskipunina á hendur
mér. Það er súrrealískt að þeir séu að
reyna að draga mig fyrir dóm fyrir
uppreisn þegar evrópskir dómstólar
hafa komist að þeirri niðurstöðu að
það hafi ekki verið nein uppreisn.
Glæpnum uppreisn má gera ráð
fyrir að fylgi ofbeldi. Þar komum við
að orðræðunni um ofbeldi – það er að
1. október 2017 hafi katalónskur
mannfjöldi, sem hugðist kjósa, framið
ofbeldi á hendur spænskum embætt-
ismönnum og stofnunum. Þessi orð-
ræða heyrist enn og sést í fjölmiðlum.
Allir alþjóðlegir eftirlitsmenn og
reyndar allir úr röðum alþjóðlegra
blaðamanna hafa án undantekningar
sagt að spænska lögreglan hafi fram-
ið eina ofbeldið, sem þeir urðu vitni að
þennan dag. Að auki er þetta allt
skjalfest. Þegar réttarhöldin fara
fram [viðtalið var tekið skömmu áður
en þau hófust] munum við sýna fram
á að spænska lögreglan óhlýðnaðist
umboði frá dómara. Staðreyndin er
sú að á fundi með öryggisráði stjórn-
ar minnar dagana fyrir atkvæðið
krafðist ég þess að sýnd yrði virðing
ákvörðun dómara sem sagði að at-
kvæðisgreiðsluna yrði að stöðva – það
er á þeirri forsendu að það yrði gert
með friðsamlegum hætti.
En auðvitað var ofbeldi og gott
betur, augljóst og sannanlegt ofbeldi,
sem spænska ríkið framdi og mætt
var með friðsamlegri andspyrnu –
stóískri, friðsamlegri andspyrnu af
hálfu katalónskra borgara. Það var
ráðist á þá, en þeir brugðust ekki við
og sýndu mikið þollyndi. Þennan dag
skömmuðust margir evrópskir borg-
arar sín vegna þeirra mynda sem
blöstu við þeim og frammi fyrir þögn
Evrópuríkja, sem Spánn hafði beðið
að líta í hina áttina og urðu við því –
með sama hætti og fjöldi spænskra
stjórnmálaflokka leit undan.
Sannleikurinn okkar megin
Hvað vilt þú segja um aðferðir
spænska ríkisins almennt og þá sér-
staklega núverandi utanríkisráð-
herra, Joseps Borrells, sem kemur úr
PSOE, spænska sósíalistaflokknum,
við að bregða fæti fyrir viðleitni þína
og allrar sjálfstæðishreyfingarinnar
til að koma ykkar hlið málsins á fram-
færi á alþjóðavettvangi?
Það er frekar aumkunarvert að öfl-
ugt ríki á borð við Spán skuli finna sig
knúið til að setja efst á forgangslista
sinn í utanríkismálum andsvör við
hreyfingu á borð við okkar, sem hefur
úr mjög litlu að spila. Um leið skil ég
hvers vegna þeir gera það. Vegna
þess að þó að við höfum ekki mikið
milli handanna er sannleikurinn okk-
ar megin. Og það er mjög erfitt að
eiga við fólk sem hefur sannleikann
sín megin. Þeir hafa notað alla anga
stjórnkerfisins og allt sitt bolmagn,
allar þær leiðir til að skapa þrýsting
sem ríkið hefur yfir að ráða.
Getur þú nefnt einhver dæmi?
Við gætum byrjað á öllum þrýst-
ingnum, sem fulltrúar þeirra í utan-
ríkisþjónustunni hafa beitt í þriðja
heims ríkjum. Fyrir hverja einustu
ræðu sem ég eða einhver úr hreyfing-
unni flytur er hringt ítrekað í skipu-
leggjendur og styrkveitendur til að
þrýsta á þá um að aflýsa viðburðin-
um. Sumum hefur meira að segja ver-
ið aflýst. Og þegar þeim er ekki aflýst
er einhver fenginn til að standa upp
meðal áheyrenda og tala gegn okkar
málstað. Þeir gera allt til að við höf-
um ekki rödd. Síðan er þrýst á fjöl-
miðla um að breiða út falsfréttir um
sjálfstæðisferlið í Katalóníu. Við gæt-
um einnig talað um samninga um að
senda herlið til ákveðinna Eystra-
saltsríkja í skiptum fyrir þögn þeirra
um málefni Katalóníu.
Talandi um þetta, áreiðanleg heim-
ild sagði mér frá gríðarlegum þrýst-
ingi, sem spænsk stjórnvöld hefðu
beitt Harvard-háskóla til að fundi
með þér þar yrði aflýst.
Og á þeim tíma talaði ég sem skil-
greindur katalónskur fulltrúi
spænska ríkisins! Ég var forseti
Katalóníu og sem forseti héraðs á
Spáni kveða lögin á um að ég skuli
hafa stöðu opinbers fulltrúa spænska
ríkisins þegar ég er á ferðalagi.
Spænska stjórnin var því að fara
fram á að háttsettur fulltrúi eigin rík-
is yrði sniðgenginn.
Hvers vegna hafa ekki fleiri evr-
ópsk ríki stutt málstað ykkar?
Það er eðlilegt. Spánn er félagi
þeirra í ESB. Við vissum frá upphafi
að þeirra fyrsta viðbragð yrði að
styðja bandamann sinn, eða í það
minnsta að mótmæla honum ekki. Við
skiljum líka að mörg aðildarríki hafa
ekki sömu hefð og til dæmis Bretar til
að leysa slíka hluti. Margir óttast
þjóðahreyfingar innan eigin landa-
mæra. Sá ótti er mikill í Frakklandi
og á Ítalíu. Loks má ekki gleyma að
Evrópa er frekar viðskiptalegt verk-
efni en pólitískt og í efnahagslífinu er
stöðugleiki metinn framar öllu. Því
kemur ekki á óvart að ekki sé mikill
áhugi í Evrópu á að verja grundvall-
arréttinn til sjálfsákvörðunar.
21. desember 2017 varst þú í for-
ustu þess framboðslista, sem fékk
flest atkvæði í „nýjum“ kosningum í
Katalóníu sem spænska ríkið blés til
eftir að hún nam úr gildi sjálfstjórn-
arákvæði Katalóníu. Hvernig fer það
saman við að við sitjum hér í
Waterloo í stað þess að vera á skrif-
stofu forseta Katalóníu í Barselóna?
Mitt fyrsta svar hlýtur að vera að
það sé í hreinskilni sagt óútskýran-
legt. [Hann hlær.] En auðvitað er
skýring: spænska ríkið virti ekki úr-
slit kosninga, sem það hafði sjálft
boðað til og fóru fram við hræðileg
skilyrði þar sem einn frambjóðandi
var í fangelsi [Oriol Junqueras, sem
nú situr fyrir rétti í Madrid] og hinn
var í útlegð [Puigdemont]. Á mínum
lista var í efstu sætum fólk sem nú er
annaðhvort í fangelsi eða útlegð.
„Engin uppgjöf“
Á kjördag voru 10.000 spænskir lög-
reglumenn á götum Katalóníu og fólk
var greinilega mjög uggandi. Ríkið
hélt að það gæti unnið kosningarnar
vegna þess að það taldi að Katalónar
– sem spænska ríkið hvorki þekkir né
skilur – myndu láta óttann ráða för,
lúta höfði og setja atkvæði uppgjafar
í kjörkassann. En í raun hljóðaði at-
kvæðið „engin uppgjöf“. Og það sló
þá algerlega út af laginu.
En þeir voru nógu snjallir til að
sætta sig við niðurstöðuna, en grafa
síðan undan henni með því að misnota
vald sitt með ítrekuðum hætti og
samanlögð áhrif þess voru að þeim
tókst að koma í veg fyrir að kata-
lónska þingið léti þrjá af kjörnum
fulltrúum sínum sverja embættiseið
sem forsetar Katalóníu. Enginn okk-
ar hefur verið dæmdur fyrir neitt og
það voru engin lög gegn því að við
tækjum embætti. Því ákvað spænska
stjórnin af fullkomnum geðþótta í
slagtogi með stjórnlagadómnum [sem
sker úr um spurningar varðandi
stjórnarskrána] að ganga einfaldlega
á skjön við vilja íbúa Katalóníu.
Mér ber skylda til að verja þá
stofnun sem ég var þá fulltrúi fyrir.
Og get ekki gert það úr fangelsi. Ég
get aðeins varið hana þar sem ég er
frjáls til að tala og fordæma vald-
níðslu spænska ríkisins.
Hver er Pablo Llarena dómari
[sem sækir Katalóníumálið]? Myndir
þú segja að hann sé holdgervingur
spænsks réttarkerfis, sem sumir hafa
gefið til kynna að engar umbætur hafi
verið gerðar á eftir dauða Francos?
Er lögmætt að tala með þeim hætti?
Spænskir lögreglumenn draga kjósanda af vettvangi á degi atkvæðagreiðslunnar um sjálfstæði Katalóníu 1. október 2017.
AFP
Leiðtogar katalónskra sjálfstæðissinna í dómsal hæstaréttar Spánar. Réttar-
höldin yfir þeim hófust í febrúar og er búist við að þau standi í þrjá mánuði.
AFP