Fréttablaðið - 08.06.2019, Page 80

Fréttablaðið - 08.06.2019, Page 80
EN BÚENOS AÍRES ER STAÐUR SEM ÉG HAFÐI ALLTAF VERIÐ Á LEIÐINNI TIL. HEILLAÐIST STRAX AF HONUM SEM BARN, KANNSKI AF ÞVÍ ÉG VAR Í FÓTBOLTANUM OG FYLGDIST MEÐ MARADONA. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Einar Sebastian býr í borg tangósins, Búenos Aíres, rétt við torgið Plaza Dorrego í elsta hluta borgar innar. Fy rst a myndin sem við blasir þegar stigið er inn í Hafnarhúsið við Tryggvagötu 17, hafnarmegin, er einmitt af þessu torgi fullu af dans- andi fólki. „Maður sem rekur tangó- skóla kemur með skólafólkið sitt á torgið á sunnudögum og það sýnir tangó, svo á kvöldin kemur fólkið úr hverfinu og dansar,“ útskýrir Einar glaðlega. Síðan göngum við inn á sýninguna hans, Tango Milonga. Myndirnar á hliðarveggjum salar- ins eru teknar inni á stöðum þar sem allir geta dansað tangó, að sögn Einars. „Á flestum þessum stöðum er hefð er fyrir tangóinum en stund- um er líka riggað upp tangókvöld- um hvar sem er. Allir geta tekið þátt, fólk þarf ekki að vera fullkomnir dansarar til þess.“ Hann gerir ekk- ert úr sjálfum sér sem tangódans- ara. „En ég er hrifinn af dansinum sem listformi,“ segir hann og kveðst oft hafa myndað ballett hjá Íslenska dansf lokknum þegar Katrín Hall var með hann. „Svo vann ég líka í leikhúsunum í gegnum meistarann minn, Grím Bjarnason. Ég reyni að fanga augnablikið og fólkið, eins og ég get, með myndavélinni.“ Einar segir Búenos Aíres iða af dansi. „Ungt fólk er mjög ástund- unarsamt. Samkynhneigt fólk af báðum kynjum getur dansað saman, það er alveg eðlilegt frelsi í því. Svo eru auðvitað atvinnudans- arar í tangó sem ferðast um og sýna og heimsmeistaramót eru haldin í greininni.“ Gömlum svörtum síma bregður fyrir á einni myndinni. „Tíminn stendur svolítið í stað í Argentínu, þar er enn verið að nota hluti sem voru aflagðir hér fyrir þrjátíu, fjöru- tíu árum.“ Á hvorum gafli salarins eru tvær stærri myndir, þær tengjast per- sónulegu lífi Einars. Á þeim er kona sem stóð honum nærri og hún er dansari. „Þetta er abstrakt partur- inn á sýningunni,“ segir hann. Við tengjumst, ég og þessi kona og unnum seríuna saman nú í janúar. Mig langaði að túlka uppgjör okkar í myndmáli í stað ljóðs.“ Einar ólst upp í miðbæ Reykja- víkur. „Ég er orginal 101. En segi líka að ég sé í 101 í Búenos Aíres. Miðjan er reiknuð út frá forsetahöllinni og ég er á fyrsta kílómetranum. Það er elsti hlutinn. Þar á ég 120 ára gamalt hús, sem ég keypti og gerði allt upp. Hann kveðst fyrst hafa komið til borgarinnar árið 2002, þá í vinnu fyrir flugfélagið Atlanta. „En Búenos Aíres er staður sem ég hafði alltaf verið á leiðinni til. Heillaðist strax af honum sem barn, kannski af því ég var í fótboltanum og fylgdist með Maradona.“ Ég giska á að loftslagið í 101 Búenos Aíres sé töluvert hlýrra en í 101 Reykjavík. „Já, mér finnst lofts- lagið í Argentínu vera það besta í heiminum, aldrei of heitt og aldrei of kalt. Obbann af árinu er hitinn á milli 15-30 gráður. Veturinn þar er eins og veðrið hér í Reykjavík núna.“ Einar er enn hjá Atlanta, við far- þegadeildina, mikið í Mið-Austur- löndum og ferðast oft þaðan til Asíu. En er líka ljósmyndari og einbeitir sér að listrænni ljósmyndun. „Ég hef aldrei haft beinan áhuga á atvinnu- ljósmyndun en lærði auglýsinga- ljósmyndun tækninnar vegna. Við sem lærðum handverkið erum alltaf í hjarta okkar á móti stafrænni ljós- myndun en svo verður að viður- kennast að hún er þægileg í hraða samfélagsins. Myrkraherbergið er komið inn í tölvuna og ég get unnið hvar sem er, það er þægilegt fyrir mann eins og mig sem er mikið á ferðinni,“ segir hann. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég sýni einungis stafrænar myndir og ég er sáttur við útkomuna.“ Að lokum er Einar spurður út í Sebastian-nafnið. „Ég er kaþólskur og tók það upp sjálfur,“ svarar hann. „Afi minn var læknir og vann stund- um í kaþólska spítalanum á Landa- koti, pabbi var líka alltaf svolítið hallur undir kaþólikka en skírðist samt ekki. Ég tók það skref og þaðan tók ég upp Sebastian-nafnið. Sebastian er verndari ferðalanga, það kemur sér vel fyrir mig. Ég hef vitað af honum frá barnæsku, var alltaf að teikna hann í teiknitímum og hef alltaf tengst honum meðvitað eða ómeðvitað.“ Sýningin Tango Milonga er opin f immtudaga til sunnudaga frá klukkan 14 til 18 fram á 16. júní. Hrifinn af dansinum sem listformi Þótt ljósmyndarinn Einar Sebastian þyk- ist ekki kunna að dansa tangó, þá heillast hann af fegurð hans og formum. Þess ber sýningin Tango Milonga í Grafíksal vott. „Ég er orginal 101. En segi líka að ég sé í 101 í Búenos Aíres!“ segir Einar Sebastian. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þetta par lætur óléttu ekki aftra sér frá því að taka sporið á dansgólfinu. Ein af fjórum myndum Einars í persónulegu seríunni. Klassískur dansstaður tangósins í Búenos Aíres. MYND/EINAR SEBASTIAN 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R40 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 0 8 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :2 6 F B 0 9 6 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 2 F -D B 3 C 2 3 2 F -D A 0 0 2 3 2 F -D 8 C 4 2 3 2 F -D 7 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 9 6 s _ 7 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.