Fréttablaðið - 08.06.2019, Síða 80

Fréttablaðið - 08.06.2019, Síða 80
EN BÚENOS AÍRES ER STAÐUR SEM ÉG HAFÐI ALLTAF VERIÐ Á LEIÐINNI TIL. HEILLAÐIST STRAX AF HONUM SEM BARN, KANNSKI AF ÞVÍ ÉG VAR Í FÓTBOLTANUM OG FYLGDIST MEÐ MARADONA. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Einar Sebastian býr í borg tangósins, Búenos Aíres, rétt við torgið Plaza Dorrego í elsta hluta borgar innar. Fy rst a myndin sem við blasir þegar stigið er inn í Hafnarhúsið við Tryggvagötu 17, hafnarmegin, er einmitt af þessu torgi fullu af dans- andi fólki. „Maður sem rekur tangó- skóla kemur með skólafólkið sitt á torgið á sunnudögum og það sýnir tangó, svo á kvöldin kemur fólkið úr hverfinu og dansar,“ útskýrir Einar glaðlega. Síðan göngum við inn á sýninguna hans, Tango Milonga. Myndirnar á hliðarveggjum salar- ins eru teknar inni á stöðum þar sem allir geta dansað tangó, að sögn Einars. „Á flestum þessum stöðum er hefð er fyrir tangóinum en stund- um er líka riggað upp tangókvöld- um hvar sem er. Allir geta tekið þátt, fólk þarf ekki að vera fullkomnir dansarar til þess.“ Hann gerir ekk- ert úr sjálfum sér sem tangódans- ara. „En ég er hrifinn af dansinum sem listformi,“ segir hann og kveðst oft hafa myndað ballett hjá Íslenska dansf lokknum þegar Katrín Hall var með hann. „Svo vann ég líka í leikhúsunum í gegnum meistarann minn, Grím Bjarnason. Ég reyni að fanga augnablikið og fólkið, eins og ég get, með myndavélinni.“ Einar segir Búenos Aíres iða af dansi. „Ungt fólk er mjög ástund- unarsamt. Samkynhneigt fólk af báðum kynjum getur dansað saman, það er alveg eðlilegt frelsi í því. Svo eru auðvitað atvinnudans- arar í tangó sem ferðast um og sýna og heimsmeistaramót eru haldin í greininni.“ Gömlum svörtum síma bregður fyrir á einni myndinni. „Tíminn stendur svolítið í stað í Argentínu, þar er enn verið að nota hluti sem voru aflagðir hér fyrir þrjátíu, fjöru- tíu árum.“ Á hvorum gafli salarins eru tvær stærri myndir, þær tengjast per- sónulegu lífi Einars. Á þeim er kona sem stóð honum nærri og hún er dansari. „Þetta er abstrakt partur- inn á sýningunni,“ segir hann. Við tengjumst, ég og þessi kona og unnum seríuna saman nú í janúar. Mig langaði að túlka uppgjör okkar í myndmáli í stað ljóðs.“ Einar ólst upp í miðbæ Reykja- víkur. „Ég er orginal 101. En segi líka að ég sé í 101 í Búenos Aíres. Miðjan er reiknuð út frá forsetahöllinni og ég er á fyrsta kílómetranum. Það er elsti hlutinn. Þar á ég 120 ára gamalt hús, sem ég keypti og gerði allt upp. Hann kveðst fyrst hafa komið til borgarinnar árið 2002, þá í vinnu fyrir flugfélagið Atlanta. „En Búenos Aíres er staður sem ég hafði alltaf verið á leiðinni til. Heillaðist strax af honum sem barn, kannski af því ég var í fótboltanum og fylgdist með Maradona.“ Ég giska á að loftslagið í 101 Búenos Aíres sé töluvert hlýrra en í 101 Reykjavík. „Já, mér finnst lofts- lagið í Argentínu vera það besta í heiminum, aldrei of heitt og aldrei of kalt. Obbann af árinu er hitinn á milli 15-30 gráður. Veturinn þar er eins og veðrið hér í Reykjavík núna.“ Einar er enn hjá Atlanta, við far- þegadeildina, mikið í Mið-Austur- löndum og ferðast oft þaðan til Asíu. En er líka ljósmyndari og einbeitir sér að listrænni ljósmyndun. „Ég hef aldrei haft beinan áhuga á atvinnu- ljósmyndun en lærði auglýsinga- ljósmyndun tækninnar vegna. Við sem lærðum handverkið erum alltaf í hjarta okkar á móti stafrænni ljós- myndun en svo verður að viður- kennast að hún er þægileg í hraða samfélagsins. Myrkraherbergið er komið inn í tölvuna og ég get unnið hvar sem er, það er þægilegt fyrir mann eins og mig sem er mikið á ferðinni,“ segir hann. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég sýni einungis stafrænar myndir og ég er sáttur við útkomuna.“ Að lokum er Einar spurður út í Sebastian-nafnið. „Ég er kaþólskur og tók það upp sjálfur,“ svarar hann. „Afi minn var læknir og vann stund- um í kaþólska spítalanum á Landa- koti, pabbi var líka alltaf svolítið hallur undir kaþólikka en skírðist samt ekki. Ég tók það skref og þaðan tók ég upp Sebastian-nafnið. Sebastian er verndari ferðalanga, það kemur sér vel fyrir mig. Ég hef vitað af honum frá barnæsku, var alltaf að teikna hann í teiknitímum og hef alltaf tengst honum meðvitað eða ómeðvitað.“ Sýningin Tango Milonga er opin f immtudaga til sunnudaga frá klukkan 14 til 18 fram á 16. júní. Hrifinn af dansinum sem listformi Þótt ljósmyndarinn Einar Sebastian þyk- ist ekki kunna að dansa tangó, þá heillast hann af fegurð hans og formum. Þess ber sýningin Tango Milonga í Grafíksal vott. „Ég er orginal 101. En segi líka að ég sé í 101 í Búenos Aíres!“ segir Einar Sebastian. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þetta par lætur óléttu ekki aftra sér frá því að taka sporið á dansgólfinu. Ein af fjórum myndum Einars í persónulegu seríunni. Klassískur dansstaður tangósins í Búenos Aíres. MYND/EINAR SEBASTIAN 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R40 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 0 8 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :2 6 F B 0 9 6 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 2 F -D B 3 C 2 3 2 F -D A 0 0 2 3 2 F -D 8 C 4 2 3 2 F -D 7 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 9 6 s _ 7 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.