Fréttablaðið - 08.06.2019, Page 81

Fréttablaðið - 08.06.2019, Page 81
BÆKUR Silfurvegurinn Stina Jackson Þýðing: Friðrika Benónýsdóttir Blaðsíður: 304 Útgefandi: Ugla Silfurvegurinn er fyrsta skáldsaga Stinu Jackson og var valin besta sænska glæpasagan 2018 af Sænsku glæpasagnaakademíunni. Í því vali gerði dómnefndin vel því bókin er bæði vel skrifuð og spennandi og með eftirminnilegum persónum. Söguþráðurinn er á þá leið að fyrir þremur árum hvarf Lina, dótt- ir Lelle, sporlaust. Allt frá því hefur Lelle í örvæntingu leitað dóttur- innar sem hann er sannfærður um að sé á lífi. Hin unga Meje býr með afskiptalausri móður og verður ást- fangin af pilti sem er hluti af stór- einkennilegri f jölskyldu. Leiðir Lelle og Meje liggja síðan saman. Silfurvegurinn er óvenju góð frumraun. Hún er vel skrifuð og mikil natni er lögð í persónusköp- un. Myndin af föðurnum, Lelle, keyrandi um dag hvern, leitandi að dóttur sinni verður mjög áleitin og sterk. Hinni yfirþyrmandi sorg hans er lýst á áhrifamikinn hátt og sömuleiðis voninni um að dóttirin finnist. Sú ósk virðist vonlaus en Lelle rígheldur í hana. Hin umkomulausa Meje er sömu- leiðis afar trúverðug persóna, ung stúlka sem þráir að finna að hún tilheyri einhverjum og setur alla sína trú á ungan pilt. Í seinni hluta sögunnar birtist ný aðalpersóna nokkuð óvænt og á alla samúð les- andans. Þar verður einnig þróun í sambandi Lelle og Meje sem er lýst á fallegan hátt. Í fyrri hluta bókarinnar er að finna sálfræðilega dýpt sem því miður er sjaldgæft að finna í glæpa- sögum. Seinni hluti bókarinnar er síðan mjög spennandi. Gallinn er þó sá að ýmislegt sem opinberast þar virkar ekki nægilega trúverð- ugt. Þar hefði höfundur mátt endur- hugsa eitt og annað. Þetta breytir þó engu um það að hér er á ferð áhugaverð og spennandi frumraun. Glæpasagnaunnendur ættu ekki að missa af Silfurveginum sem er örugglega ein af bestum bókum í glæpasagnaflóði þessa vors. Bókin er ágætlega þýdd en les- andinn rekst of oft á furðulegar innsláttarvillur, sumar þeirra æpa beinlínis á hann. Slíkt á ekki að gerast. Kolbrún Bergþórsdóttir NIÐURSTAÐA: Vel skrifuð glæpasaga með eftirminnilegum aðalpersónum. Spennandi og áhrifamikil. Glæpa- sagnaunnendur ættu ekki að láta þessa bók framhjá sér fara. Þeir verða ekki sviknir. Faðir í leit að dóttur sinni Mælt er með spennandi og áhuga- verðri frumraun Stinu Jackson. Ný l e g a ve it t i M ið s t ö ð í s l e n s k r a b ó k m e n nt a tveimur nýjum höfundum Nýræktarstyrki fyrir verk þeirra, en hvor styrkur nemur 500.000 krón- um. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, af henti styrkina við athöfn í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambandsins. Nýræktarstyrkir eru veittir árlega vegna skáldverka höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvell- inum, óháð aldri, og til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut. Átt er við skáldverk í víðri merkingu; sögur, ljóð, leikrit og fleira. Auður Stefánsdóttir (f. 1983) fékk styrk fyrir barnabókina Í gegnum þokuna. Í umsögn bókmenntaráð- gjafa segir um verkið: „Í gegnum þokuna er fantasíubók fyrir börn um baráttu góðs og ills, dauðann og lífið. Höfundur tekur á viðkvæmu málefni á fágaðan hátt og f léttar saman við spennandi atburðarás á f löktandi mörkum raunveruleika og ímyndunar. Textinn er skýr og aðgengilegur, lýsingar á handan- heiminum hugmyndaríkar og margar skemmtilegar skírskotanir í hvernig er að vera krakki á Íslandi í dag.“ Kristján Hrafn Guðmundsson (f. 1979) fékk styrk fyrir smásagna- safnið Af kvæni. Í umsögn bók- menntaráðgjafa um verkið segir: „Af kvæni er safn smásagna sem eiga það sameiginlegt að gerast í hversdagslegum íslenskum sam- tíma. Sögurnar eru grípandi, per- sónulýsingar skarpar og textinn er skrifaður á blæbrigðaríku máli. Smávægilegum atvikum er gjarnan lýst á spaugilegan hátt; andrúms- loftið er létt og leikandi en um leið tekst höfundi að miðla samspili gleði og alvöru af sérstakri næmni.“ – kb Styrkir til Auðar og Kristjáns Auður og Kristján ásamt Lilju Al- freðsdóttur menntamálaráðherra. M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 41L A U G A R D A G U R 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 0 8 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :2 6 F B 0 9 6 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 F -D 1 5 C 2 3 2 F -D 0 2 0 2 3 2 F -C E E 4 2 3 2 F -C D A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 9 6 s _ 7 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.