Fréttablaðið - 08.06.2019, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 08.06.2019, Blaðsíða 81
BÆKUR Silfurvegurinn Stina Jackson Þýðing: Friðrika Benónýsdóttir Blaðsíður: 304 Útgefandi: Ugla Silfurvegurinn er fyrsta skáldsaga Stinu Jackson og var valin besta sænska glæpasagan 2018 af Sænsku glæpasagnaakademíunni. Í því vali gerði dómnefndin vel því bókin er bæði vel skrifuð og spennandi og með eftirminnilegum persónum. Söguþráðurinn er á þá leið að fyrir þremur árum hvarf Lina, dótt- ir Lelle, sporlaust. Allt frá því hefur Lelle í örvæntingu leitað dóttur- innar sem hann er sannfærður um að sé á lífi. Hin unga Meje býr með afskiptalausri móður og verður ást- fangin af pilti sem er hluti af stór- einkennilegri f jölskyldu. Leiðir Lelle og Meje liggja síðan saman. Silfurvegurinn er óvenju góð frumraun. Hún er vel skrifuð og mikil natni er lögð í persónusköp- un. Myndin af föðurnum, Lelle, keyrandi um dag hvern, leitandi að dóttur sinni verður mjög áleitin og sterk. Hinni yfirþyrmandi sorg hans er lýst á áhrifamikinn hátt og sömuleiðis voninni um að dóttirin finnist. Sú ósk virðist vonlaus en Lelle rígheldur í hana. Hin umkomulausa Meje er sömu- leiðis afar trúverðug persóna, ung stúlka sem þráir að finna að hún tilheyri einhverjum og setur alla sína trú á ungan pilt. Í seinni hluta sögunnar birtist ný aðalpersóna nokkuð óvænt og á alla samúð les- andans. Þar verður einnig þróun í sambandi Lelle og Meje sem er lýst á fallegan hátt. Í fyrri hluta bókarinnar er að finna sálfræðilega dýpt sem því miður er sjaldgæft að finna í glæpa- sögum. Seinni hluti bókarinnar er síðan mjög spennandi. Gallinn er þó sá að ýmislegt sem opinberast þar virkar ekki nægilega trúverð- ugt. Þar hefði höfundur mátt endur- hugsa eitt og annað. Þetta breytir þó engu um það að hér er á ferð áhugaverð og spennandi frumraun. Glæpasagnaunnendur ættu ekki að missa af Silfurveginum sem er örugglega ein af bestum bókum í glæpasagnaflóði þessa vors. Bókin er ágætlega þýdd en les- andinn rekst of oft á furðulegar innsláttarvillur, sumar þeirra æpa beinlínis á hann. Slíkt á ekki að gerast. Kolbrún Bergþórsdóttir NIÐURSTAÐA: Vel skrifuð glæpasaga með eftirminnilegum aðalpersónum. Spennandi og áhrifamikil. Glæpa- sagnaunnendur ættu ekki að láta þessa bók framhjá sér fara. Þeir verða ekki sviknir. Faðir í leit að dóttur sinni Mælt er með spennandi og áhuga- verðri frumraun Stinu Jackson. Ný l e g a ve it t i M ið s t ö ð í s l e n s k r a b ó k m e n nt a tveimur nýjum höfundum Nýræktarstyrki fyrir verk þeirra, en hvor styrkur nemur 500.000 krón- um. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, af henti styrkina við athöfn í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambandsins. Nýræktarstyrkir eru veittir árlega vegna skáldverka höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvell- inum, óháð aldri, og til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut. Átt er við skáldverk í víðri merkingu; sögur, ljóð, leikrit og fleira. Auður Stefánsdóttir (f. 1983) fékk styrk fyrir barnabókina Í gegnum þokuna. Í umsögn bókmenntaráð- gjafa segir um verkið: „Í gegnum þokuna er fantasíubók fyrir börn um baráttu góðs og ills, dauðann og lífið. Höfundur tekur á viðkvæmu málefni á fágaðan hátt og f léttar saman við spennandi atburðarás á f löktandi mörkum raunveruleika og ímyndunar. Textinn er skýr og aðgengilegur, lýsingar á handan- heiminum hugmyndaríkar og margar skemmtilegar skírskotanir í hvernig er að vera krakki á Íslandi í dag.“ Kristján Hrafn Guðmundsson (f. 1979) fékk styrk fyrir smásagna- safnið Af kvæni. Í umsögn bók- menntaráðgjafa um verkið segir: „Af kvæni er safn smásagna sem eiga það sameiginlegt að gerast í hversdagslegum íslenskum sam- tíma. Sögurnar eru grípandi, per- sónulýsingar skarpar og textinn er skrifaður á blæbrigðaríku máli. Smávægilegum atvikum er gjarnan lýst á spaugilegan hátt; andrúms- loftið er létt og leikandi en um leið tekst höfundi að miðla samspili gleði og alvöru af sérstakri næmni.“ – kb Styrkir til Auðar og Kristjáns Auður og Kristján ásamt Lilju Al- freðsdóttur menntamálaráðherra. M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 41L A U G A R D A G U R 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 0 8 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :2 6 F B 0 9 6 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 F -D 1 5 C 2 3 2 F -D 0 2 0 2 3 2 F -C E E 4 2 3 2 F -C D A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 9 6 s _ 7 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.