Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.11.2015, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 19.11.2015, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2015 Föstudaginn 20. nóvember n.k. kl. 20.30 heldur Swinghljómsveit Stebba Ó. tónleika í Hafnarborg. Með hljómsveitinni syngja Margrét Eir stórsöngkona frá Hafnarfirði og Þór Breiðfjörð sem í mörg ár söng á West End í London. Einvala lið swingtónlistarmanna leikur með og andi New Yorkborgar svífur yfir Hafnarborg sem tekur að hallast þegar líður á söng og leik. Sviðsmyndin er frá 1950, heyrum úrval laga stórborgarfólksins Franks Sinatra, Tony Bennet, Ellu Fitzgerald, Nancy Sinatra og jafnvel Veru Lynn sem söng hið ódauðlega lag We´ll meet again. Aðgangur aðeins kr. 2.000,- Kveðja, Stefán Ómar Jakobsson HLJÓMSVEITIN SEM ALLIR BÍÐA EFTIR STEBBI Ó. SWINGSEXTETT Ásamt Margrét Eir og Þór Breiðfjörð Skarðshlíð – 1. áfangi Í tillögum Yddu arkitekta að endurbættu skipulagi í Skarðs­ hlíð eru þunglammalegar blokkir látna hverfa og í þess stað er gert ráð fyrir að brjóta formið upp og hafa hverja blokkareiningu upp­ byggða úr 1­3 húsum sem tengd eru saman. Þó bjart útlit sé sýnt á kynningarmyndum verður að minnast þess að þetta er deili­ skipu lagstillaga þar sem útlit hús anna ræðst að miklu leyti af þeim sem þau byggja. Hugað er að opnum rýmum og lögð áhersla á að rými sé fyrir alla, gert ráð fyrir göngu­ og hjólaleiðum, hólum, bekkjum, fjölnota leiksvæðum, gróðri og notkun timburs til að skapa vist­ vænt og hlýlegt umhverfi. Lögð er áhersla á notkun reynis sem dragi að sér fuglalíf með blómum sínum og berjum, birkis, berja­ runna og kryddjurta fyrir fólkið. Þá er einnig lögð áhersla á flokkun heimilissorps við hvert fjölbýlishús og notkun á grænu tunnunni fyrir pappír, málmdósir, plastumbúðir og fl., búnu tunn­ unni fyrir lífrænt heimilissorpg og gráu tunnunni fyrir óendur­ vinnanlegt sorp. Þann ig er ekki gert fyrir bláu pappírstunninni sem nú er skylda að hafa við hvert hús. Vangaveltur eru einnig um enn meiri aðgreiningu á gangandi og akandi umferð. Alls er gert ráð fyrir 221 íbúð í 3ja­5 hæða húsum. 118 íbúðir eru 60­75 m², 40 íbúðir eru 80­85 m², 55 íbúðir eru 90­125 m² og 8 íbúðiir eru 130­150 m². Gert er ráð fyrir bílakjallara á hluta af lóðunum sem fækkar sýnilegum bílum en kjallararnir eru þó færri en í núgildandi skipulagi. Leikskóli Grunnskóli Atta reitir eru teknir fyrir í fyrsta áfanga, grunnskóli er settur á reitinn þar sem gert var ráð fyrir hjúkrunarheimili, leikskóli er á einum og fjölbýlishús á hinum 6. Lóð hjúkrunarheimilis undir grunnskóla Þó ákveðið hafi verið að hætta við að byggja hjúkrunar­ heimili í Skarðshlíð sem var þó fullhannað, og byggja þess í stað við hlið Sólvangs, hefur enn engin skipulagsvinna farið fram á því svæði og því enn ekki fyrirséð hvort það sé raunhæfur kostur. Því hefur það mætt nokkurri mótstöðu að grunnskóli er nú ætlaður staður þar sem áður átti að byggja hjúkrunarheimili. Í núgildandi skipulagi er gert ráð fyrir að grunnskóli og leikskóli væru á sama reitnum sem á myndinni hér að ofan er merkt leikskóli. Skv. upplýsingum frá Hafnar­ fjarðarbæ er það skv. núverandi forsendum ekki nægilega stór lóð svo grunnskóli fyrir svæðið rúmist þar. Fulltrúar Samfylkingar og VG gerðu athugasemd við það að færa grunnskólann yfir á lóð hjúkrunarheimilisin þar sem ekki sé ljóst hvort bygging hjúkr un arheimilis á Sólvangs­ reit sé raunhæf. Telja þeir einnig að þegar horft sé til lengri tíma þurfi að byggja upp hjúkrunarheimili og tengda þjónustu í þessum ört stækkandi bæjarhluta. Fagna þeir að öðru leyti skipulagsvinnunni. Sýn arkitektanna hjá Yddu á því hvernig umhorf gæti verið við Bergskarð. Mæðrastyrksnefnd Hafnar­ fjarð ar vinnur ötullega að því að hjálpa þeim sem eiga í erfið­ leikum um jólin. Fjölmörg fyrir­ tæki, einstaklingar og félög leggja nefndinni lið með pen­ inga framlagi. Sá peningur nýtist vel og ávaxtast þegar keypt eru inneignarkort hjá matvöru versl­ unum í Hafnarfirði og þeim kortum úthlutar nefndin til þeirra sem eru í mestri þörf. Stjórn Valitor ákvað á fundi sínum að styrkja störf nefndar­ innar. Hafði Samfélagssjóður Valitor styrkt nefndina árið 2013 en stjórn Valitor vildi með þessu styðja við aðstoð nefndarinnar í nærumhverfi Valitor sem flutti í Hafnarfjörð árið 2013. Fulltrúar Mæðrastyrksnefndar mættu í höfuðstöðvar Valitor þar sem vel var tekið á móti þeim með kaffi og köku. Þökkuðu konurnar fyrir styrkinn og færðu forstjóra Valitor blóm að launum enda kemur styrkurinn sér afar vel fyrir bágstadda í Hafnarfirði. F.v. Ásta L. Friðriksdóttir, Sigrún Oddsdóttir, Elísabet María Garðarsdóttir, Stefanía Hjartardóttir, Kristjana Ósk Jónsdóttir, Viðar Þorkelsson forstjóri Valitor, Njóla Níelsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar, Sigrún Harpa Guðnadóttir frá Valitor og Sigurhans Vignir, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Valitor. Valitor styrkir Mæðrastyrksnefnd Stjórn fyrirtækisins vill styðja við starf í sínu nærumhverfi Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.