Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.11.2015, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 19.11.2015, Blaðsíða 7
www.fjardarposturinn.is 7FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2015 Jólamarkaður Fjölskylduhjálpar Íslands Notað og nýtt í rúmgóðu húsnæði að Reykjavíkurvegi 66 Enn á ný hefur Fjölskylduhjálp Íslands opnað nytjamarkað í Hafnarfirði. Nú er markaðurinn að Reykjavíkurvegi 66 í rúm­ góðu húsnæði. Þar er Fjöl skyldu­ hjálpin þegar búin að koma sér fyrir og troðfylla húsið af alls kyns varningi. Þar má m.a. finna notuð ungbarnaföt frá 100 kr., þarna má finna mikið úrval af jólasokkum á alla fjölskylduna að ógleymdum jólapeysunum. Sérstaklega stoltar eru þær af jólasveinunum sem setja má upp á þak á húsum og á svalahandrið en þá er hægt að fá í tveimur stærðum. Það eru eingöngu sjálfboða­ liðar sem vinna fyrir Fjölskyldu­ hjálp Íslands og reka nytja­ markaði og fatasöfnun á fimm stöðum, á Selfoss, Kefla vík, í Kópavogi og í Iðufelli í Reykja­ vík þar sem matarúthlutun fer fram. Er með sölunni safnað fé til matarkaupa en árlega er úthlutað um 30 þúsund matar­ gjöfum. Í Hafnarfirði verður veitt jólaaðstoð í formi matar, jólapakka og fatnaðar ef fólk þarf slíkt en Ásgerður Jóna Flosadóttir segir hafnfirskar fjölskyldur leita til Fjöl skyldu­ hjálparinnar allt árið um kring. Því þyki henni miður að Hafnarfjarðarbær hefur ekki séð sér fært að styðja við starf Fjöl­ skylduhjálparinnar. Óska eftir jólaskrauti Fjölskylduhjálpin tekur gjarn­ an við notuðu jólaskrauti og er tekið við því á öllum nytjamörk­ uðunum sem eru opnir kl. 13­18 alla virka daga.F.v.: Svanhildur Guðmundsdóttir, Valdís Þórarinsdóttir, Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir, Ásgerður Jóna Flosadóttir og Alda Sædís Þórðardóttir með útijólasveinana sem þær selja. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Ellert Eggertsson, fyrrv. formaður Lionssklúbbs Hafnarfjarðar, afhenti nýja fjölþjálfann formlega 8. október. Við honum tóku fyrir hönd Hrafnistu þau Pétur Magnússon forstjóri og Bryndís Fanný Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari. Lionsfélagar gáfu fjölþjálfa Nýtist á Hrafnistu við endurhæfingu Lionsklúbbur Hafnarfjarðar er dyggur stuðningsaðili endurhæf­ ingardeildarinnar á Hrafnistu í Hafnarfirði og hefur um nokk­ urra ára skeið gefið deildinni veglegar og glæsilegar gjafir. Má í því sambandi nefna fullkominn laser, æfingatæki í tækjasalinn ásamt meðferðarbekk. Í vor sem leið færðu Lionsfélagarnir end­ ur hæfingardeildinni fjölþjálfa af tegundinni Nustep T5XR ásamt fylgihlutum sem er kærkomin búbót við góðan tækjakost deildarinnar og þjálfunarúrræði fyrir breiðan hóp þjónustuþega Hrafnistu. Í þakkarskyni var Lionsfélögum boðið til kvöld­ verðar á Hrafnistu í haust þar sem tækið var formlega afhent. Bryndís Fanný Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari á Hrafnistu segir ómetanlegt að eiga velgjörðar­ menn sem þessa og Lionsklúbbi Hafnarfjarðar verði seint full­ þakkaður sá stuðningur sem klúbburinn hafi veitt til aukins endurhæfingarstarfs á Hrafnistu. Magnús Ingjaldsson félagi í Lions prófaði nýja fjölþjálfann

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.