Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.11.2015, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 19.11.2015, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2015 Jákvætt námskeið um hjónaband og sambúð Undanfarna mánuði hafa verið haldin tvö námskeið um hjóna­ band og sambúð undir yfirskrift­ inni „Jákvætt námskeið um hjónaband og sambúð“ á höfuð­ borgarsvæðinu. Þetta er tuttug­ asti veturinn sem sr. Þórhallur Heimisson heldur þessi hjóna­ námskeið en undanfarin þrjú ár hefur hann starfað í Svíþjóð. Nú er hann fluttur heim og nám­ skeiðin þar með líka. Að venju hefur verið góð þátt­ taka á námskeiðunum og fullsetinn bekkurinn í haust. Sýn ir það vel hversu mikil þörf er fyrir slík námskeið. Markmið námskeiðanna er nú sem fyrr að veita hjónum og sambýlisfólki tækifæri til þess að skoða samband sitt í nýju ljósi, styrkja það og efla og íhuga hvernig hægt er að taka tíma frá fyrir hvort annað. Efnið er kynnt með fyrirlestrum og í samtölum. Námskeiðin eru öllum opin og henta bæði þeim er lengi hafa verið í sambúð eða hjónabandi, og hinum er nýlega hafa ruglað saman reytum. Nú er komið að þriðja og síð­ asta námskeiði haustsins. Það verð ur haldið 7. desember í Hafn­ arfirði. Skráning er þegar haf in á thorhallur33@gmail.com. Helgina 14.­ 15. nóvember var haldið Íslandsmót Blaksambands Íslands að Flúðum. Var þetta í fyrsta skipti sem Haukar senda lið í deildarkeppni í blaki og í fyrsta skipti sem sent er blaklið frá Hafnarfirði í keppni á vegum Blaksambands Íslands. Mótið um helgina var fyrsta mótið af þrem hjá 6. deild kvenna í blaki og náðu Haukar frá bær um árangri, eftir þó nokkr­ ar æsispennandi lotur. Þær end­ uðu í 2. sæti eftir taplausan feril alla helgina en urðu að sætta sig við ósigur gegn vinaliði sínu og nágrönnum úr Stjörnunni. Alls eru 7 kvennadeildir í Íslands­ mótinu í blaki og 4 karla deildir. „Orkan og eljusemi sem kemur úr þessum nýja vettvangi í Hafnarfirði er vonandi ábending um það sem koma skal í íþróttum og félagsstarfi en deildin stefnir að því í framtíðinni að byggja upp mikið og gott starf fyrir áhugasama blakara á öllum aldri í Firðinum, segir Karólína Helga Símonardóttir formaður blak­ deildarinnar. Eru bundnar vonir til þess að á næsta ári verði hægt að opna vettvang fyrir karlmenn til þess að koma og vera með. Í dag eru 35 konur á öllum aldri og með allskonar hæfni í blaki. Opnað verður fyrir skrán­ ingar fyrir vorönn 2016 á næstu dögum. Hægt er að fylgjast með því á facebooksíðu deildarinnar „Blakdeild Hauka“. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á blakhauka@gmail.com Viltu gerast Íslandsforeldri Fjölskyldu- hjálpar Íslands með eingreiðslu eða mánaðarlegum greiðslum og aðstoða okkur við að úthluta hollari matvælum eins og fiski, ávöxtum, grænmeti, lýsi og fl. til barnafjölskyldna sem til okkar leita. Íslandsforeldrar óskast Allar upplýsingar á heimasíðu okkar: fjolskylduhjalp.is Fyrsta hafnfirska liðið í blakkeppni Haukar taka þátt í Íslandsmóti kvenna í blaki Lj ós m .: H er bo rg H ul da S ím on ar dó tti r „Sterkari stjúpfjölskyldur“ í Hafnarfirði Stjúpfjölskyldur þ.e. fjöl­ skyldur þar sem annar eða báðir aðilar sem hana stofna eiga barn eða börn úr fyrra sambandi eða samböndum eru algengar hér á landi. Þrátt fyrir marg­ breytileiki þeirra benda rannsóknir til að þær eigi ýmislegt sameigin­ legt. Algengt er að hlut­ verk stjúpforeldra vefjist fyrir fólki en í nýrri könnun á vegum Félags stjúpfjölskyldna kom t.d. í ljós að 45,7% fólks var mjög/sam­ mála fullyrðingunni „Ég er ekki viss um hvert er hlut­ verk stjúpforeldris í stjúpfjöl­ skyldunni“ en tæp 30% voru mjög/ósammála henni. Hvernig samskiptum bæði við núverandi maka og fyrrverandi maka eða barnsföður eða ­móður er háttað skiptir miklu máli fyrir aðlögun og líðan bæði barna og fullorðinna í stjúpfjölskyldunni. Algengt er að fólk átti sig ekki á þeim verkefnum sem fylgja stjúp fjölskyldunni en í sömu könn un kom fram að 75,6% fólks var mjög/sammála fullyrð­ ingunni „Það er flóknara að vera í stjúpfjölskyldu en ég átti von á“ enda kom í ljós í eldri könnun hér á landi að 94% svarenda töldu þörf á fræðslu og sértækri ráðgjöf fyrir stjúpfjölskyldur. Stjúpfjölskyldur, rétt eins og aðrar fjöl­ skyldur, hafa alla burði til að vera góðar og gef andi fjölskyldur. Með því að vita hvað er eðlilegt fyrir stjúpfjöl­ skyldur í aðlögunar­ ferlinu hjálpar það þeim að takast á við al gengar uppákomur með uppbyggilegum við brögðum. „Sterkari stjúpfjölskyldur“ ókeyp is erindi og umræður verður 26. nóvember kl. 17 til 19 í Víðistaðaskóla. Erindið er hald­ ið í samstarfi við fræðsluráð Hafn ar fjarðar. Velferðarráðu­ neyt ið styrk ir erindið. Skráning er á net fangið stjuptengsl@stjup­ tengsl.is Allar frekari upplýsingar er að finna á www.stjuptengsl.is Leiðbeinandi er Valgerður Hall­ dórsdóttur. Höfundur er félagsráðgjafi og formaður Félags stjúpfjölskyldna Valgerður Halldórsdóttir Hafnarfjarðarkirkja HÁDEGISTÓNLEIKAR Þriðjudaginn 24. nóvember kl. 12.15-12.45 © 1 51 1 H ön nu na rh ús ið e hf . Kaffisopi eftir tónleika Verið hjartanlega velkomin – Aðgangur ókeypis Eyþór Franzson Wechner organisti Blönduóskirkju, leikur á bæði orgel kirkjunnar J.S. Bach (1685-1750) Prelúdía og fúga í d-moll BWV 539 Schmücke dich, o liebe Seele BWV 654 César Franck (1822-1890) Úr „Six Pièces pour Grand Orgue, Op. 20“: Prière www.facebook.com/ fjardarposturinn

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.