Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.11.2015, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 19.11.2015, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2015 þjónusta Tölvuaðstoð og viðgerðir Viðgerðir og kennsla í tölvunotkun. Apple* & Windows. Kem í heimahús. Sími 824 9938 - hjalp@gudnason.is Bílaþrif. Kem og sæki. Nú er rétti tíminn til að bóna bílinn. Úrvals efni. Hagstætt verð. Uppl. í s. 845 2100. Tek að mér að færa þær yfir á(vídeó, slide, ljósmyndir) DVD diska eða flakkara. Sýnishorn á siggileifa.123.is sími 8637265 siggil@simnet.is Vantar Betamax video. Sigurður Þorleifsson. Innréttingasmíði, viðgerðir, almenn smíði og viðgerð á húsgögnum. Trésmíðaverkstæði Gylfa ehf. sími 897 7947. Hrein húsgögn og bílasæti án ryks, lyktar og bletta. Djúphreinsun á borðstófustólum, hægindastólum, sófasettum, rúmdýnum og teppum. Djúphreinsun á bílasætum. Einnig leðurhreinsun á áklæði. Kem á staðinn og hreinsa, s. 780 8319. tapað - fundið Þessi hattur er týndur og kannski einmana einhvers staðar í hattahillu. Finnandi vinsamlegast hafið samband í síma 896 4613. smáauglýsingar aug l y s i n gar@f jardarpos t u r i n n . i s s ím i 5 6 5 3 0 6 6 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r. m . v . h v e r 1 5 0 s l ö g . M y n d b i r t i n g 7 5 0 k r. Ta pað - f u n d i ð o g Ge f i n s : FR Í TT R e k s t r a r a ð i l a r : F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r ! www.fjardarposturinn.is Aðgangur 8 - 22 alla daga ársins 564-6500 - Steinhellu 15 Geymsla frá 1 til 17 m² www.geymslaeitt.is geymsla eitt Stuðmenn í Bæjarbíói Stuðmenn verða með tónleika í Bæjarbíói í kvöld, fimmtudag kl. 21. Stuðmannamyndir verða sýndar, Í takt við tímann, föstudag kl. 20 og sunnudag kl. 18; Með allt á hreinu föstudag kl. 22 og sunnudag kl. 15; Hvítir mávar á föstudag kl. 24 og sunnudag kl. 20 og Suðmenn í Albert Hall á sunnudag kl. 22. Ársafmæli Íshússins Íshús Hafnarfjarðar fagnar eins árs afmæli sínu um helgina með pompi og prakt og kynnir ný rými til útleigu, opið laugardag og sunnudag 12-18. Síðustu sýningar Allra síðasta sýning á Konubörnum verður á föstudag kl. 20 í Gaflara- leikhúsinu. Sömuleiðis verður allra síðasta sýning á Bakaraofninum á sunnu dag kl. 16. Stebbi Ó. Swingsextett Á morgun, föstudag. kl. 20.30 heldur Swinghljómsveit Stebba Ó. ásamt Margrét Eir og Þór Breiðfjörð tónleika í Hafnarborg. Sviðsmyndin er frá 1950, með úrvali laga stórborgar- fólksins Franks Sinatra, Tony Bennet, Ellu Fitzgerald, Nancy Sinatra og jafnvel Veru Lynn sem söng hið ódauðlega lag We ĺl meet again. Þrjú bíó Lína langsokkur á ferð og flugi verður sýnd í Bæjarbíói kl. 15 á laugardaginn. Eiríkur Smith í Hafnarborg Fimmta og síðasta sýningin í röð sýninga Hafnarborgar þar sem margbreyttur ferill Eiríks Smith er rannsakaður stendur yfir í Hafnarborg. Þar eru sýnd olíu málverk og vatnslitamyndir unnar á árunum frá 1982 til 2008. Ástin er diskó, lífið er pönk Frúardagur Framtíðarinnar sýnir stórsöngleikinn Ástin er diskó, lífið er pönk! eftir Hallgrím Helgason í Bæjarbíói. Sýning laugardag kl. 20. Jólamarkaður Bjarna Bjarni Sigurdsson keramiker verður með sinn árlega jólamarkað föstudag til sunnudags á vinnustofu sinna að Hrauntungu 20. Sjá nánar í auglýsingu hér á síðunni. Hádegisorgeltónleikar Eyþór Franzson Wechner, organisti Blönduóskirkju, leikur á bæði orgel Hafnarfjarðarkirkju á hádegistón leik- um þriðjudaginn 24. nóv. kl. 12.15- 12.45. Leikin eru verk eftir J.S. Bach og César Franck. Kynstrin öll í Bókasafninu Upplestur verður fyrir yngri börnin í Bókasafni Hafnarfjarðar þriðjudaginn 24. nóv. kl. 17. Randalín, Mundi og afturgöngurnar eftir Þórdísi Gísladóttur og Amma oþekka eftir Jenný Kolsöe. Upplestur úr skáldsögu Fimmtudaginn 26. nóv. kl. 18 les Hafnfirðingurinn Guðrún Sigríður Sæmundsdóttir upp úr nýútkominni skáldsögu sinni „Hann kallar á mig“ á Norðurbakkanum bókakaffi. Hann kallar á mig er spennandi samtímasaga sem fjallar á áhrifa- mikinn hátt um fíkn, ofbeldi, vináttu og svik. Heitt kaffi á könnunni í boði hússins Sendið stuttar tilkynningar um viðburði á ritstjorn@fjardarposturinn.is menning & mannlíf www.facebook.com/ fjardarposturinn Skoðaðu myndir úr bæjarlífinu Smelltu á LÍKAR VIÐ ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Kristín Ingólfsdóttir Hilmar Erlendsson Sverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5a, Hafnarfirði Vaktsímar: 565 5892 & 896 8242 • www.utfararstofa.is • Allan sólarhringinn ÞAÐ SEM FASTEIGNASALAN GERIR FYRIR ÞIG: Frítt söluverðmat • Sýnum eignina • Höldum opin hús HVERS VIRÐI ER EIGNIN ÞÍN? Þorbjörn Pálsson löggiltur fasteignasali Jón Pétursson aðst.m. fasteignasala Bæjarhrauni 12, Hafnarfirði | sími 560 5500 | www. alltfasteignir.is Síminn alltaf opinn, virka daga, kvöld og helgar Jón Pétursson sími 772 1757 ATVINNA Við erum að leita að hressu og skemmtilegu fólki til þess að slást í lið með okkur á nýjum og skemmtilegum veitingastað og bar. Staðsettur við höfnina í suðurbæ Hafnarfjarðar. Um er að ræða lítinn 50 sæta stað með opið í hádegi og kvöld. Allt gert frá grunni og lögð verður áhersla á heimilislega og skemmtilega þjónustu. Störf sem eru í boði: Matreiðslumenn, hjálp í eldhúsi, uppvaskari, kvöld/helgar vinna í sal/bar, vaktstjórar í sal (Full vinna, unnið á vöktum). Stefnt er að því að opna í desember. Umsóknir berist í gegnum info@vonmathus.is BJARNI SIGURDSSON KERAMIKER ER MEÐ JÓLAMARKAÐ 20. - 22. NÓVEMBER. OPNUNARTÍMAR ERU: FÖSTUDAGINN 20. NÓVEMBER KL 16 - 21 LAUGARDAGINN 21. NÓVEMBER KL 11 - 18 SUNNUDAGINN 22. NÓVEMBER KL 11 - 18 BOÐIÐ VERÐUR UPP Á LÉTTAR VEITINGAR, HEITT GLÖGG, KAFFI, TE OG GOS OG LÉTTVÍN OG BJÓR. HEIMAGERÐAR SMÁKÖKUR, KONFEKT OG MARGT FLEIRA. KOMIÐ OG NJÓTIÐ LISTA OG GÓÐGÆTIS. HLAKKA TIL AÐ SJÁ YKKUR SEM FLEST OG ENDILEGA TAKIÐ MEÐ YKKUR GESTI SEM ÁHUGA HEFÐU Á AÐ KOMA. ÞESS MÁ GETA AÐ EINUNGIS ERU NÝ VERK Á MARKAÐNUM ! BJARNI SIGURDSSON HRAUNTUNGA 20 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI 8623088 Sjá nánar á facebook: bjarni sigurdsson ceramic designer tillaga að starfsleyfi FYRIR OLÍUBRIGÐASTÖÐ ATLANTSOLÍU Í HAFNARFIRÐI Umhverfisstofnun hefur lagt fram tillögu að starfsleyfi fyrir olíubirgðastöð Atlantsolíu ehf. í Hafnarfirði. Lagt er til að heimilt verði að geyma í einum bensíngeymi allt að 3.400 m3 af bensíni. Tveir 3.800 m3 geymar eru svo fyrir dísilolíu, lífdísilolíu og gasolíu. Auk þess er gert ráð fyrir rekstri löndunarbúnaðar við löndunarbryggju, 100 m3 tönkum og öðrum búnaði fyrir íblöndunarefni í eldsneyti, afgreiðslubúnaði á flutningstanka og öðrum búnaði í samræmi við lög og reglugerðir. Gegnumstreymi bensíns í stöðinni er umfram 5.000 tonn á ári. Tillagan mun liggja frammi ásamt umsóknargögnum á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar á tímabilinu 24. nóvember 2015 til 19. janúar 2016. Tillöguna má einnig nálgast á umhverfisstofnun.is, ásamt fylgigögnum. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til 19. janúar 2016. Ekki er fyrirhugað að halda kynningarfund um tillöguna en Umhverfisstofnun mun skoða það nánar ef óskað verður eftir kynningarfundi.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.