Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.11.2015, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 19.11.2015, Blaðsíða 5
www.fjardarposturinn.is 5FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2015 Fregnir hafa borist af miklum breytingum á A. Hansen bar hér í Hafnarfirði. Klassískur og rólegur bar mun taka hlýlega á móti þér í hinu sívinsæla A. Hansen húsi á Vesturgötu 4. Nýir rekstraraðilar Alexander Árnason og Kristín Ísabella Karlsdóttir segjast stefna í allt aðra átt með barinn en það sem áður var. Með einstakri þjónustu stefna þau á að skera sig úr og bjóða fólki upp á umhverfi sem ekki finnst annarstaðar í Hafnar­ firði. Í stað þess að keppast við barina í kring ákváðu þau að leyfa húsinu, sem nú er 135 ára, að tala sínu máli. „Húsið er einstaklega fallegt og var reist árið 1880. Við viljum bjóða fólki í þægilegt umhverfi þar sem vinir og vandamenn geta komið saman, spjallað, spilað, hlustað á góða tónlist og fengið sér drykk,“ segja þau Kristín Ísabella og Alexander, nýir rekstraraðilar að A. Hansen bar og Gamla Vín­ húsinu. „Með meiri kunnáttu fylgir meiri ábyrgð. Við sérhæfum okkur í gömlu klassísku kok­ teilunum líkt og Grasshopper, Brandy Alexander og Manhattan, svo ekki sé minnst á alla kaffi­ drykkina sem standa til boða.“ Opnunarkvöldið „Við bjóðum alla velkomna að fagna með okkur hér í Hafnarfirði laugardaginn 21. nóvember klukkan 21. Boðið verður upp á léttar veitingar ásamt skemmtun og lifandi tónlist.“ Alexander Árni og Kristín Ísabella húsráðendur á A. Hansen bar. Þægileg tónlist á að vera í fyrirrúmi, lifandi eða leikin. Setustofan á efri hæðinni er ávallt vinsæl. A. Hansen bar tekur nýja stefnu Opnunarkvöld á laugardaginn kl. 21 A. Hansen bar og Gamla Vínhúsið eru í einu af elstu húsum Hafnarfjarðar. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n KY N N IN G Tjarnarvöllum 11 220 Hafnarfjörður apotekhfn.is Hagstætt verð í heimabyggð Sími 555 6650

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.