Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.11.2015, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 19.11.2015, Blaðsíða 11
www.fjardarposturinn.is 11FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2015 Handbolti: 19. nóv. kl. 19, KA heimili Akureyri ­ FH úrvalsdeild karla 19. nóv. kl. 19.30, Framhús Fram ­ Haukar úrvalsdeild karla 20. nóv. kl. 18.30, Kaplakriki FH - Selfoss úrvalsdeild kvenna 21. nóv. kl. 13.30, Digranes HK ­ Haukar úrvalsdeild kvenna 22. nóv. kl. 18, Ásvellir Haukar - Saint Raphaël Evrópukeppni karla 22. nóv. kl. 19.30, Víkin Víkingur ­ FH úrvalsdeild karla Úrslit konur: Stjarnan ­ FH: 29­22 FH ­ ÍR: 23­23 Valur ­ Haukar: 27­24 Úrslit karlar: FH ­ Afturelding: 25­29 Haukar ­ Akureyri: 29­19 Haukar ­ Valur: 25­22 ÍR ­ FH: 24­31 Körfubolti: 26. nóv. kl. 19.15, Þorlákshöfn Þór Þ. ­ Haukar úrvalsdeild karla Úrslit konur: Haukar ­ Stjarnan: 78­62 Úrslit karlar: Haukar ­ Stjarnan: (miðv.dag) ÍR ­ Haukar: 57­109 ÍþróttirLífið tekur á sig ýmsar myndir Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar styrkir fólk í erfiðleikum Mæðrastyrksnefnd Hafnar­ fjarðar, mun veita fólki í brýnni neyð, aðstoð fyrir jólahátíðina. „Því miður er það svo, að þörf fyrir samtök af þessum toga er nauðsynleg,“ segir Sigrún Odds­ dóttir sem er í stjórn Mæðra­ styrks nefndar Hafnarfjarðar. „Við segjum, því miður, vegna þess að best væri að allir hefðu nóg fyrir sig og sína. Þörf fyrir aðstoð okkar hefur aukist ár frá ári og við getum ekki alltaf kom­ ið til móts við alla þá sem við gjarnan vildum rétta hjálparhönd. Lífið tekur á sig ýmsar myndir. Til okkar leitar fólk sem getur átt við tímabundna erfiðleika að etja, aðrir hafa verið lengi veikir. Það geta verið öryrkjar, mæður, feður, foreldrar sem ná engan veginn að halda jólahátíð. Fólk á öllum aldri. Margir eru ákaflega stoltir og finnst leitt að þurfa að leita sér hjálpar. Það gerir oft sporin þung til okkar,“ segir Sigrún. Í Mæðrastyrksnefnd Hafnar­ fjarðar starfa fulltrúar frá kven­ félögum í Hafnarfirði, sem heyra undir Bandalag hafnfirskra kvenna. Þetta er eingöngu sjál­ boða liðastarf og það eru ófáir félagarnir sem hafa gefið af sér í þágu nefndarinnar. Merki banda­ lagsins er heilög Barbara. Mæðrastyrksnefnd Hafnar­ fjarðar er sjálfstætt starfandi og tengist á engan hátt, hvorki Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur né Mæðrastyrksnefnd Kópavogs. Njóla segir þær hafi undanfarin ár getað úthlutað inneignarkort­ um í matvöruverslanir bæjarins, mismikið eftir þörfum hvers og eins. Einnig hafa þær reynt að hafa litlar jólagjafir fyrir börn. Stundum býðst nefndinni sælgæti eða annað sem kemur sér vel. „Það væri ánægjulegt ef okkur tækist á enn einni aðventunni að styðja þá meðbræður okkar hér í Hafnarfirði sem til okkar leita. Það getum við aðeins með hjálp allra þeirra frábæru fyrirtækja, félagasamtaka, einkaaðila, jafn­ vel skólabarna sem gleðja aðra með framlagi sínu,“ segir Sigrún. „Hafið heilar þakkir og megið þið njóta komandi jólahátíðar“. Eins og fram hefur komið í aug lýs ingu í blaðinu eru um ­ sókn ardagarnir 19. og 23. nóv­ em ber og úthlutunardagar 12. og 15. desember. Sigrún Oddsdóttir í stjórn Mæðra- styrksnefndar Hafnarfjarðar. GAFLARALEIKHÚSIÐ Það er alltaf gaman í Gaaraleikhúsinu Miðasala - 565 5900 - midi.is-gaaraleikhusid.is Bakaraofninn Allra síðasta sýning Sunnudagur 22. nóvember kl 16.00 Frábær ölskylduskemmtun með Gunna og Felix Konubörn Allra síðasta sýning Föstudagur 20. nóvember kl. 20.00 Fyndin og mögnuð sýning um ungar konur Kynstrin oll Upplestur fyrir yngri börnin Þriðjudaginn 24. nóvember kl. 17:00 Þórdís Gísladóttir - Randalín, Mundi og afturgöngurnar Jenný Kolsöe - Amma óþekka Fyrra upplestrarkvöldið Fimmtudaginn 26. nóvember kl. 20:00 Auður Jónsdóttir - Stóri skjálfti Jón Gnarr - Útlaginn Leifur Gunnarsson og hljómsveit taka nokkur lög Guðmundur Brynjólfsson - Líkvaka Yrsa Sigurðardóttir - Sogið JÓLADAGSKRÁ BÓKASAFNS HAFNARFJARÐAR Nánari upplýsingar á Facebook og heimasíðu safnsins Það er rífandi gangur í hand­ boltanum hjá Haukum. Karlalið félagsins komst í efsta sæti eftir stórsigur á ÍBV, með jafnmörg stig og Valur en með betra markahlutfall. Þá eiga Haukar leik til góða. Á sunnudag leikur liðið í 3. umferð Evrópukeppni karla eftir sigur á HC Zomiak frá Make­ dóníu í tveimur leikjum, 34­20 og 29­24. Liðið leikur við franska liðið Saint­Raphaël Var Handball frá bæ, svipuðum að stærð og Hafnarfjörður, Saint­Raphaël sem liggur við Miðjarðar hafs­ strönd Frakklands. Arnór Atlason leikur með liðinu. Leikurinn á sunnudag verður á Ásvöllum og hefst kl. 18. 45 sýningar og 7.500 gestir Nú um helgina eru síðustu sýningar á Konubörnum og Bakaraofninum með Gunna og Felix en þær hafa verið á fjölum leikhússins síðan í janúar og febrúar. 45 sýningar og 7.500 gestir.Ljós m .: G uð ni G ís la so n Evrópuleikur á sunnudag Haukar mæta Saint Raphaël í handbolta Finndu okkur á Mótmæla lokun harðlega Herjólfsbraut lokast við Álftanesveg Skipulags­ og byggingarráð Hafnarfjarðar fjallaði um áætl­ aða lokun Herjólfsbrautar við Álftanesveg og fékk Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsfulltrúa Garðabæjar á fundinn til að fara yfir málið. Skipulags­ og byggingarráð mótmælti harðlega ákvörðun um lokun Herjólfsbrautar við Álftarnesveg og lét bóka að samþykkt bæjarráðs Garða­ bæjar um lokun Herjólfsbrautar án samráðs við Hafnarfjörð og slökkvilið væri brot á gildandi deiliskipilagi og ekki til þess fallið að bæta annars ágætt samkomulag bæjarfélaganna. Með lokuninni verður styttra fyrir íbúa Garðabæjar í Boðah­ lein og Naustahlein að fara á miðsvæði Garðabæjar með því að aka í gegnum Hafnarfjörð.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.