Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.11.2015, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 19.11.2015, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2015 Dansaðu vindur Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar held ur jólatónleika í Víðistaða­ kirkju 3. desember n.k. sem bera yfirskriftina Dansaðu vindur. Fjölskyldumeðlimir syngja með kórnum Gesta söngvarar á þessum tón­ leik um verða nokkur börn og ung menni sem öll eiga það sam­ eiginlegt að tengjast kórkonum fjölskylduböndum og munu þau vafalaust ljá tónleikunum skemmti legan svip. 20 ára og nýir kjólar Á þessu ári eru liðin tuttugu ár frá stofnun Kvennakórs Hafnar­ fjarðar og var þess minnst á margvíslegan hátt á árinu. Ber þar hæst tvenna glæsilega af mæl is tónleika sem haldnir voru s.l. vor til þess að fagna þessum tímamótum. Í tilefni af afmælinu lét kórinn einnig hanna og sauma nýja kórkjóla sem vígðir voru á afmælistón­ leikunum. Nú á aðventunni er hins vegar komið að hefðbundnum jólatón­ leikum kórsins en hjá mörgum er það orðinn ómissandi þáttur í undirbúningi jólanna að taka frá stund á aðventunni og hlusta á fallega tónlist sem færir okkur andblæ jólanna. Dagskrá tón­ leikanna í Víðistaðakirkju verður fjölbreytt en þar mun Kvennakór Hafnarfjarðar flytja hefðbundin jólalög, kirkjulega tónlist og helgikvæði í bland við nútíma­ lega jólasöngva. Stjórnandi Kvennakórs Hafn­ ar fjarðar er Erna Guðmundsdóttir. Píanóleikur er í höndum Antoníu Hevesi og flautuleikari er Kristrún Helga Björnsdóttir. KYNNINGARTILBOÐ Á TANNHREINSUNUM Við höfum fest kaup á nýju tannhreinsitæki og af því tilefni bjóðum við 10% afslátt af vinnu við allar tannhreinsanir á hundum og köttum til 11. desember Dýralæknamiðstöðin Hafnarfirði Lækjargötu 34b Tímapantanir í síma 544-4544 Verið velkomin! Jólamarkaður Fjölskylduhjálpar Íslands er að Reykjavíkurvegi 66 Hafnarfirði Allir velkomnir! Komið og gerið góð kaup og styrkið gott málefni í leiðinni. Jólatónleikar 3. desember Jólatónleikarnir hefjast kl. 20 og eru miðar seldir hjá kór­ konum og við innganginn. Frítt er fyrir börn 12 ára og yngri en miðinn kostar 2.500 kr. Tón­ leikagestum verður boðið að þiggja kaffi og konfekt í lok tón­ leika. Hægt er að fylgjast með starfi Kvennakórsins á Face book og á kvennakorinn.org „Í gagnrýni vegna lokunar starfsstöðvar við Hlíðarbraut er oft talað um að verið sé að loka leikskólanum Kató. Sá leikskóli var lagður niður árið 2011 og jafnframt ákveðið að leikskólinn Smáralundur fengi húsnæðið sem viðbótarstarfsstöð og ræki þar tvær deildir með um 36 börn­ um. Hefur leikskólinn síðan verið rekinn þannig undir nafn­ inu Brekkuhvammur. Í vetur eru 24 börn í starfsstöðinni. Haustið 2016 þarf pláss fyrir 1.680 leikskólabörn í Hafnarfirði ef miðað er við óbreyttan inn­ töku aldur, þ.e. að öll börn sem verða 18 mánaða í septem ber kom ist inn á leikskóla í haust, sem er nýtt hjá Hafnarfjarðarbæ, auk 40 yngri barna sem uppfylla forgangsskilyrði. Eftir opnun leikskólans Bjarkavalla, lokun starfsstöðva við Kaldársel, Hlíð­ ar braut og lausar stofur við Hraunvallaskóla sem hafa færst til grunnskólans verður rými fyr­ ir 1.732 börn í leikskólum bæjar­ ins. 40 bætast síðan við í lok árs þegar Bjarkavellir verða full bún­ ir. Alls eru því 52 umfram pláss strax í haust. Verði starfsstöðin við Hlíðar­ braut starfrækt áfram kostar það um 13,2 m.kr. miðað við heilt ár auk launakostnaðar 29 m.kr. sem þýðir 43 m.kr. á ársgrundvelli. Er þá viðhaldskostnaður húss, tækja og lóðar ekki meðtalinn. Ef mæta ætti þessum kostnaði með hækkun dvalargjalda sem eru alls um 405 m.kr. á ári þarf að hækka þau um 11%. Þær tölur sem formaður bæjar­ og fræðsluráðs nefndi í sjón­ varps viðtali 6. nóvember sl. varð andi viðbótarkostnað eru því síst of háar.“ Fréttatilkynning frá Hafnarfjarðarbæ: Lokun starfstöðvar við Hlíðarbraut Hafnarfjarðarbær óskar eftir að taka á leigu nokkrar íbúðir í sveitarfélaginu. Nánari upplýsingar gefur Þjónustuver Hafnar­ fjarðarbæjar í síma 585­5500 eða á netfangið hafnarfjordur@hafnarfjordur.is. Óskað er eftir að upplýsingar um íbúðir berist fyrir 1. desember Fjölskylduþjónusta Hafnarfjarðarbæjar ÍBÚÐIR ÓSKAST TIL LEIGU

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.