Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.11.2015, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 19.11.2015, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2015 Nú er kominn sá tími sem börnin hlakka svo mikið til. Það eru jólin. Þá fagna fjölskyldur og halda jólin hátíðleg, hver með sínu sniði. En fyrir marga eru jólin erfiður tími og ekki alltaf hægt að gera sér mikinn daga­ mun. Þegar allir fagna geta aðrir orðið útundan og verið einmana um jólin. Það er sennilega erfiðara að hafa lítið á milli handanna í dag en á árum áður. Samfélagið gerir miklar kröfur og væntingar fólks eru miklu meiri en áður. Því svíður þegar barna fjölskyldur eru í vanda að gleðja börn sín á jólum. Í umræðum um hörmungar í heiminum og mikilvæga aðstoð okkar við bágstadda í öðrum löndum megum við ekki gleyma náunga okkar, þeim sem er í umhverfi okkar en þarfnast hjálpar. Það er svo erfitt að gleyma þeim sem næst okkur eru enda samskipti fólks í íbúðarhverfum oft ekki mikil. Hjálparsamtök leggja fólki lið um jólin og eru allir hvattir til að leggja þeim lið með þeim hætti sem þeir geta. Og lítum okkur nær. Ef fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar gengur eftir telur bæjarstjóri að fljótlega geti menn hætt að tala um fjárhagsvanda og áhersla verði lögð á að bæta þjón­ ustu. Þó allt of oft hafi fjárhagsáætlanir ekki staðist og síst til lengri tíma þá er kominn tími til að fyllast bjartsýni. Hafnarfjörður er ríkt sveitarfélag. Bæjar­ stæðið er eitt það fallegasta á landinu með skjólgott hraunið, langa sögu og stórkostlegt uppland. Atvinnulíf er með blóma og eflaust átta sig fáir á því hversu gríðarlega mörg atvinnufyrirtæki eru í Hafnar­ firði. Þau eru af öllum stærðum, lítil og framsækin í bland við gríðarlega öflug fyrirtæki. Á þetta höfum við allt of lítið lagt áherslu á. Matsölustöðum fjölgar jafnt og þétt og jafnvel hótelflóran stækkar. Helst hafa verslanir átt undir högg að sækja og þar þurfa Hafnfirðingar að horfa í eigin barm og spyrja sig hvers vegna! Jákvæð umræða í bland við uppbyggilega gagnrýni er nauðsynleg og þar þurfa stjórnmálamenn að ganga á undan með góðu fordæmi. Flestar óánægjuraddir verða til vegna lélegra upplýsinga. Oft þarf að taka erfiðar ákvarðanir þegar spara þarf skattfé almenn­ ings. Þá er mikilvægt að þær ákvarðanir séu kynntar vel og tímanlega og á þann máta að allir skilji. Ef bæjaryfirvöld horfa fram til bjartari tíma í fjármálum gera bæjarbúar kröfur til bjartari umræðu í bæjarstjórn. Það þarf tvo til þegar deilt er. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Ritstjóri: Guðni Gíslason Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Áb.maður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565-9775 Frímann s: 897 2468 Hálfdán s: 898-5765 Ólöf s: 898 3075 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNAFJARÐAR FRÍMANN & HÁLFDÁN ÚTFARARÞJÓNUSTA 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Sunnudagur 22. nóvember Sunnudagaskóli kl. 11 Gospelguðsþjónusta kl. 20 Sérstakir gestir: Emil Hreiðar Björnsson og Íris Lind Verudóttir. Prestur: Sr. Ragnar Gunnarsson www.astjarnarkirkja.is Víðistaðakirkja Föstudagur 20. nóvember Kirkjubrall kl. 17 Kirkjubrall fyrir alla, konur og karla, ömmur og afa, mömmur og pabba og allskonar krakka. Í kirkjubrallinu búum við til alvöru jólakort með kærleikskveðjum til vina og ættingja. Súpa og brauð eftir kortagerðina. Hlökkum til að sjá ykkur! Sunnudagur 22. nóvember Messa kl. 11 Gaflarakórinn syngur undir stjórn Kristjönu Þórdísar Ásgeirsdóttur. Organisti: Helga Þórdís Guðmundsdóttir Prestur: Sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir. Sunnudagskólinn kl. 11 Fjölbreytt dagskrá, fjörug lög, falleg orð og NebbiNú! María og Bryndís leiða stundina Kaffi, djús og kex að guðsþjónustunum loknum. Kyrrðarstundir alla miðvikudaga kl. 12 súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. www.vidistadakirkja.is Sunnudagur 22. nóvember Messa og sunnudagaskóli kl. 11 MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER: 10-12 ára starf kl. 16.30-18 ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER: Orgeltónleikar kl. 12.15 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER: Morgunmessa kl. 8.15 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER Foreldramorgunn kl. 10-12 www.hafnarfjardarkirkja.is Sunnudagurinn 22. nóvember Sunnudagaskóli kl. 11 Hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn. Sjá nánar á www.frikirkja.is og á Facebook Skammdegi Það var drungalegt um að líta í miðbænum um kl. 17 sl. föstudag. Enn var slökkt á götuljósunum og jólaljósin eru ekki komin upp til að veita birtu í skammdeginu. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.