Fréttablaðið - 26.06.2019, Page 1

Fréttablaðið - 26.06.2019, Page 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 4 6 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 2 6 . J Ú N Í 2 0 1 9 Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Allt fyrir gæsa/steggjapartýið Finndu okkur á www.kronan.is 399 kr.pk. Jiffy pop Hri sta hristahrista Tekjur Bókabúðar Forlagsins hafa vaxið um 15-30 prósent á ári í sjö ár á meðan bóksala hefur dreg- ist saman. Þetta segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. „Fólk vill koma í bóka- búðir þar sem er úrval og gefa sér góðan tíma til að skoða,“ segir hann. Vo g u n a r s j ó ð u r i n n E l l iot t Management, sem þekktur er fyrir að þjarma að þjóðríkjum, keypti nýverið bandarísku bókabúðakeðjuna Barnes & Nobles og fyrir rúmlega ári bresku keðj- una Waterstone. Höfða á til þeirra sem vilja versla í búðum en ekki á netinu. – hvj / sjá Markaðinn Bókabúðir fá byr í seglin STJÓRNMÁL Forsætisnefnd Alþingis hefur fallist á niðurstöður siða- nefndar þingsins þess efnis að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hafi brotið siðareglur fyrir alþingis- menn með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Álit forsætis- nefndar þessa efnis verður birt á vef Alþingis í dag en það var afgreitt á fundi nefndarinnar á föstudag, degi eftir að þingstörfum lauk. Umrædd ummæli Þórhildar Sunnu þess efnis að rökstuddur grunur væri um að Ásmundur hefði dregið sér fé í tengslum við endur- greiðslur sem hann þáði frá þing- inu á grundvelli akstursdagbókar hans féllu í Silfrinu á RÚV í febrúar í fyrra. Í áliti forsætisnefndar segir að það sé ekki tilgangur siðaregln- anna að takmarka tjáningarfrelsi þingmanna. Af siðareglunum leiði að það geti haft þýðingu hvernig tjáningu er komið á framfæri og við hvaða aðstæður. Skorður sem siðareglurnar setji lúti þannig ekki að efni tjáningar heldur að ytra búningi hennar, til að mynda um háttvísi og aðferð. Forsætisnefnd hafnar þeim athugasemdum Þórhildar Sunnu að rétt hefði verið að siðanefndin legði mat á sannleiksgildi ummælanna og því bæri að vísa málinu aftur til siðanefndar til nýrrar meðferðar. Að mati forsætisnefndar geri siða- reglurnar ekki ráð fyrir því að for- sætisnefnd fari með úrskurðarvald um sannleiksgildi ummæla sem koma til skoðunar vegna siðareglna. Þrír nefndarmenn í forsætisnefnd skiluðu sérstakri bókun um niður- stöðurnar. Nánar er fjallað um þær á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is. Þórhildur Sunna baðst undan viðtali þegar eftir því var leitað. Hún er í Strassborg á sumarfundi Evrópuráðsþingsins þar sem hún gegnir formennsku í mannréttinda- nefnd þingsins. – aá Álit um brot Þórhildar Sunnu staðfest Forsætisnefnd hefur fallist á álit siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, og telur hana brotlega við siðareglur fyrir alþingismenn vegna ummæla um Ásmund Friðriksson. Þrír nefndarmenn eru með sérbókun vegna álitsins.  Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Það var mikið líf og fjör í hinni árlegu Dorgveiðikeppni á Flensborgarbryggju í Hafnarfirði í gær. Líkt og undanfarna tvo áratugi tóku börn á aldrinum sex til tólf ára þátt í keppninni. Eins og sjá má á myndinni var enginn skortur á gleði meðal ungmennanna. Keppt var um stærsta fiskinn, f lesta fiska veidda og furðufiskinn 2019. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Fleiri myndir frá keppninni er að finna á +Plússíðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta- blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS VIÐSKIPTI Stjórn Arion banka hefur ráðið Benedikt Gíslason í starf bankastjóra. Hann tekur við af Stefáni Péturssyni sem hefur verið starfandi bankastjóri bankans eftir að Höskuldur H. Ólafsson lét af störfum fyrr á árinu. Benedikt hefur störf 1. júlí næstkomandi. Bene- dikt hefur umfangsmikla reynslu af störfum á íslenskum fjármála- markaði undanfarna tvo áratugi og var varaformaður starfshóps stjórn- valda um afnám fjármagnshafta á árunum 2013 til 2016. – ab Benedikt tekur við Arion Benedikt Gísla- son, bankastjóri Arion banka. 2 6 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :1 6 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 4 9 -4 A 9 0 2 3 4 9 -4 9 5 4 2 3 4 9 -4 8 1 8 2 3 4 9 -4 6 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 2 5 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.