Skagablaðið - 22.03.1985, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 22.03.1985, Blaðsíða 2
Skagabladid Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson Ljósmýndir: Árni S. Arnason Blaðamaður: Steinunn Eva Þórðardóttir Auglýsingar: Steinunn Árnadóttir (heimasímii 2955) Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent Útlit: Sigurður Sverrisson Ritstjórnarskrifstofa Skagablaðsins er að Suðurgötu 16 og er opin sem hér segir: mánudaga frá kl. 14.30-22, þriðjudaga frá kl. 10-17, alla aðra virka daga frá kl. 17-19. Móttaka auglýsinga og áskrifta er á sömu tímum. Síminn er 2261 eða 1397. Sláið á þráðinn, lítið inn eða sendið okkur línu i pósthólf 170. Norræna sundkeppnin: Akranes í 29. sæti Akranes varð í 29. sæti í norr- ænu sundkeppninni af íslenskum sundstöðum. Hér voru synt 6.098 sund sem jafngildir því að hver bæjarbúi hafi synt 1,14 sinnum 200 metrana. Að sögn Helga Hannessonar var þátttaka alls ekki almenn, segja má að 20 manns, fast morg- unsundfólk, hafi haldið uppi merki Akraness, því þau áttu um helming sundtímanna. Þessi 20 syntu öll yfir 100 sinnum, en sá sem synti oftast var Sigurður A. Sigurðsson, hann synti 164 sinn- um. Næst var Ólöf Sigurðardóttir með 132 skipti. íslendingar voru í öðru sæti af Norðurlöndunum, með 1.021 sund á mann, en Færeyingar unnu með 1.271 sund á mann. Alls syntu íslendingar 364.448 sund, en það j afngildir einum og hálfum hring umhverfis landið. ÍÞRÓTTIR íþróttafólk bæjarins hafði í nógu að snúast um síðustu helgi og var keppt á mörgum víg- stöðvum. Þrátt fyrir 12 síðna blað aðra vikuna í röð er ekki meira en svo að allt efni blaðs- ins komist til skila. Því brugð- um við á það ráð að skella öllum íþróttaviðburðum undir einn og sama hattinn og byrjum yfir- reiðina á handknattleiknum. Tap en fall engu að síður Þrátt fyrir góðan sigur á Þór frá Akureyri er ekkert nema fall í 2. deildina sem bíður Skagastelpnanna. Þær unnu Þór 25-20 eftir að hafa leitt 15-7 í hálfleik en þar sem Þór vann fyrri leik liðanna í síðustu viku verður fallið ekki umflúið. Bar- átta ÍA-stelpnanna kom þeim akureysku í mjög opna skjöldu og áður en varði voru okkar dömur komnar með yfirburða- stöðu. í síðari hálfleik náði Þór aðeins að minnka muninn en ekki nóg. Laufey Sigurðardóttir var markahæst með 6 mörk, en þrjár voru með 5 hver, þær Þórgunna Stefánsdóttir, Sigur- lín Jónsdóttir og Ágústa Frið- riksdóttir. Sú síðasttalda „brill- eraði“ í leiknum og vakti mikla athygli. Er nýbyrjuð að æfa! Markamet hjá strákunum Það fór eins og flesta grun- aði, Skagamenn hreinlega „möluðu“ Sindra. Lokatölurn- ar urðu 52-24 og er þetta marka- met hjá ÍA í handbolta. Áður höfðu Skagamenn gert mest 50 mörk í leik. Það var gegn Ogra fyrir nokkrum árum. Staðan í hálfleik var 25-10. Hlynur Sig- urbjörnsson skoraði 9 mörk, Pétur Ingólfsson 8, og þeir Pétur Björnsson, Egill Stein- þórsson og Kristinn Reimars- son 7 hver. Kristinn brákaði handarbein í fyrri hálfleiknum og skoraði reyndar aðeins 1 mark þá. Meiðslin komu ekki í veg fyrir að hann skoraði 6 mörk í síðari hálfleiknum. Leik- urinn var nánast algert forms- atriði en engu að síður ágæt upphitun fyrir fyrri hluta úr- slitakeppninnar, sem hefst hér í íþróttahúsinu í kvöld. 13 gull bad- mintonfólks Unglingar frá ÍA stóðu sig með prýði á unglingameistara- mótinu í badminton, sem fram fór um helgina. Hlutu þeir 13 gullverðlaun en TBR fékk 17 gull. Þrátt fyrir ágætan árangur er þetta í fyrsta sinn í mörg ár, sem TBR fær fleiri gull en IA á unglingameistaramótinu. E.t.v. skiptir þarna miklu að Skagamaðurinn Árni Þór Hall- grímsson, sem um árabil smal- aði inn gullverðlaunum fyrir f A, leikur nú fyrir TBR og fékk þrenn gullverðlaun. íslands- meistarar ÍA urðu eftirtaldir: Þórhallur Jónsson, Ása Páls- dóttir, Guðrún Gísladóttir, Oli- ver Pálmason, María Guð- mundsdóttir, Berta Finnboga- dóttir, Vilborg Viðarsdóttir, Arnar Gunnlaugsson og Harpa Finnbogadóttir. Tveir frá ÍA á EM? Svo kann að fara að tveir keppendur frá í A verði á meðal þátttakenda í Evrópumóti ungl- inga, sem fram ferð í Austurríki dagana 30. mars - 6. apríl. Þetta eru þau Ása Pálsdóttir og Har- aldur Hinriksson en val þeirra lá ekki endanlega fyrir er blaðið fór í prentun. Frábært hjá sundfólkinu Hið unga og efnilega sund- fólk bæjarins gerði góða ferð til Hafnarfjarðar um síðustu helgi, bar sigur úr býtum í svonefndu Góu-móti. Hlutu ÍA-krakkarnir 128 stig, en HSK kom næst með 88 stig. Hafn- firðingar urðu svo í 3. sæti með 82 stig. Tvö Akranesmet voru sett á mótinu, Eyleifur Jó- hannesson í 50 metra baksundi og telpnasveitin setti einnig met í 4x50 m. fjórsundi. Árang- urinn á mótinu kom okkar fólki ekki hvað síst á óvart því flest eru krakkarnir „þung“ eins og sagt er á sundmáli, þ.e. eru á fullu í þungu æfingaprógrammi enda æft af kappi fyrir Islands- mótið, sem verður í mánaðar- lok. Ingibj. Coventry - Watford 1 Everton - Arsenal 1 Leicester - West Ham 1 Luton - QPR 2 Manch. Utd. - Aston Villa \ Stoke - Nottm. Forest 2 Tottenham - Southampton i WBA - Liverpool 2 Birmingham - Brighton j Oxford - Manch. City X Sheff. Utd. Leeds 2 Shrewsbury - Blackburn 2 Hörður 1 1 X 1 1 2 1 2 1 X 2 2 Að duga eða drepast sögðum við í síðasta þætti og vitnuðum þá til slaklegrar eigin frammistöðu. Hún batnaði ekki hætis hót þrátt fyrir spakleg ummæli. Aðeins 3 réttir sem og hjá Ragnheiði á meðan allir hinir náðu 4 réttum. Spennan á toppnum er hins vegar ógnvekjandi. Á morgun er lokaumferðin og fyrir hana eru þau Ingibjörg og Páll efst og jöfn með samtals 48 rétta. Hörður er með 45 rétta. Anfield-aðferðin dugði skammt um síðustu helgi enda tapaði Liverpool. Rangheiður er með 36 rétta samtals og Skagablaðið 32. Hörmung. Hvað um það, á morgun verður væntalega útkljáð hver spekinganna fær koníakið og kofektið góða. Fari svo, að tveir eða fleiri (ekkert er óhugsandi í knattspymunni) verði jafnir á toppnum munum við efna til aukakeppni með bráðabanafyrirkomulagi. Það þýðir að sá sem best stendur sig í fyrstu umferð telst sigurvegari. Allra augu beinast að þeim Ingibjörgu og Páli en við á Jón og Eiríkur sigruðu Hér kemur ein sem er farið að „slá í“ eins og það yrði vafalítið orðað á sjómannamáli. Ein- hverra hluta vegna hefur okkur algerlega láðst að geta þess, að það voru þeir Jón Álfreðsson og Eirikur Jónsson, sem unnu Akra- nesmeistaramótið í tvímenningi í bridge í ár með nokkrum yfir- burðum. Þeir Eiríkur og Jón hlutu 393 stig, en næstu menn, Oliver Krist- ófersson og Þórir Leifsson hlutu 276 stig. Næstir urðu Guðjón Guðmundsson og Ólafur G. Ól- afsson með 246, þá Alfreð Vikt- orsson og Karl Álfreðsson með 180 og síðan Þórður Elíasson og Vigfús Sigurðsson með 165 stig. Spuming vikunnar Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Margrét Einarsdóttir: — Ég veit það ekki — kannski hjúkrunar- kona. Ása Þóra Guðmundsdóttir: — Ég ætla að vinna í búð — bara einhvern veginn búð. Smári Árnason: — Ég ætla að vera bóndi — það er svo gaman að taka heyið. Guðný Guðgeirsdóttir: — Mig langar að vinna hjá Júllu, þegar ég er orðin stór, eins og mamma. Þegar ég var lítil fékk ég að fara með mömmu og fékk að gera skál. 2

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.