Skagablaðið - 22.03.1985, Blaðsíða 12

Skagablaðið - 22.03.1985, Blaðsíða 12
AUGLÝSINGA- SÍMINN ER 2261 ÁSKRIFTAR- SÍMINN ER 2261 Elsti íbúi Akraness • Þórdís Ingibjörg Sæmundsdóttir 100 ára fyrir viku: Útlitið unglegt og minnið óbrigðult Þórdís Ingibjörg Sæmundsdóttir heitir elsti núlifandi Akumesing- urinn það við best vitum á Skagablaðinu og hún hélt upp á 100 ára afmæli sitt fyrir réttrí viku, föstudaginn 15. mars sl. Fjölmargir komu að heimsækja hana, þar sem hún liggur á Sjúkrahúsi Akraness, í tilefni dagsins og bárast henni blóm og aðrar gjafir. Þrátt fyrir háan aldur er Þórdís mjög ungleg í útliti en heyrn og sjón er farín að daprast. Minnið er þó óbrigðult og hún fræddi okkur Skagablaðsmenn eilítið um æviferil sinn. Hún fæddist þann 15. mars 1885 að Garðabæ á Eyrarbakka. Aðeins tveggja ára gömul varð hún fyrir því að faðir hennar drukknaði og eftir það fluttist • móðir hennar austur undir Eyja- fjöll. Þar dvaldi Ingibjörg stóran hluta ævinnar en einnig var hún um skeið í Vestmannaeyjum. Hún sagðist ekki muna nákvæm- lega hvenær hún fluttist hingað til Akraness en eftir því sem næst verður komist hefur hún haft búsetu hér í hartnær 40 ár, hugs- anlega aðeins lengur. Sem dæmi um hið góða minni Þórdísar Ingibjargar má nefna, að hún fór með vísukorn sem samið var um hana 1894 fyrir okkur Skagablaðsmenn. Höfund- ur vísunnar er ókunnur, en að sögn Ingibjargar ferðaðist hann um á milli bæja og orti vísur um heimilisfólkið. Vísan hlj óðar svo: Sæmdundsdóttir, sómagnóttir stundar, þokkablíð og þankafjörg, Þórdís fríða Ingibjörg. Þrátt fyrir hinn háa aldur hefur ævi Þórdísar Ingibjargar ekki ver- ið neinn dans á rósum, fjarri því. Móðir hennar vann fyrir sér sem vinnukona á meðan hún var barn og líf slíkra kvenna var oft erfitt. Sjálf eignaðist Þórdís Ingibjörg þrjú börn um ævina. Óskar og Elínu Kortsbörn, og Baldvin Sig- urðsson. Er við spurðum Þórdísi að því hvernig henni liði á 101. aldurs- árinu vildi hún lítið út á það gefa. Sagði sjónar- og heymardepruna til trafala svo og nokkurt mátt- leysi. Hugsunin væri skýr en hreyfingar allar erfiðar. Henni fyndist hún stundum vera dálítið einmana en ættingjarnir hefðu þó heimsótt sig upp á hvern einasta dag. Sér liði ágætlega á sjúkra- húsinu en e.t.v. kysi hún meiri félagsskap. Skagablaðið sendir Þórdísi Ingibjörgu síðbúnar árnaðaróskir í tilefni afmælisins. -» MHHíint t , , Leikhópur Fjölbrautaskólans frumsýndi síðasta laugardag leikritið Grænjaxla eftir Pétur Gunnarsson, Spilverkið og fjögurra manna leikhóp í Þjóðleikhúsinu. Var verkinu fork- unnarvel tekið og uppselt á sýninguna. Önnur og þriðja sýning voru síðan á mánudag og þriðjudag og síðari daginn kom Pétur Gunnarsson, rithöfundur, hingað uppeftir til þess að berja verk sitt augum. Hinn síhviki ljósmyndari blaðsins náði þessari mynd af honum og leikstjóranum, Sigríði Hagalín, er þau ræddust við í leikhléi. ,,Það verður ekkert úr þessu héðan af' - segir formaður Lú5rasveitarinnar sár yfir viðbrögöum bæjarstjómar viö beiöni um styrk vegna heimsóknar norskra Lúðrasveit Akraness ætlaði að taka á móti norskri lúðrasveit ■ sumar, en sú fyrirætlun datt upp- fyrir vegna seinagangs bæjar- stjóraar að svara beiðni L.A. um styrk. „Þannig er mál með vexti“, fræddi Kristján Ingólfsson for- maður sveitarinnar okkur á, „að fyrir tveimur árum tókum við á móti norskri lúðrasveit fyrir hönd bæjarins og Norræna félagsins. Síðan fóru helstu forkólfar bæj- arins út til þeirra á móti, meðan við sátum eftir heima. Nú stóð til að fá lúðrasveitina hingað aftur í sumar og við sendum bæjarstjórn bréf með beiðni um styrk til að geta borið þann kostnað, en höf- um ekki fengið neitt svar þannig að þetta er dottið uppfyrir. Það verður ekkert úr þessu héðan af.“ Pétur í lukkupottinn Pétur Jóhannesson, lögreglu- þjónn með meiru, var hinn heppni er dregið var í getraun Skagablaðsins, Samvinnuferða/ Landsýnar og Skáta-tívolísins síðasta sunnudag. Fékk hann ferðavinning að upphæð krón- ur 25.000. Góð þátttaka var í getraun- inni og ríkti mikill spenningur í íþróttahúsinu á meðan dregið var úr lausnunum í tunnunni. Nafn Péturs kom fyrst upp og eftir að farið hafði verið yfir svörin var tilkynnt að hann hefði þau öll rétt. Það var sonur Péturs, sem tók við verðlaun- unum fyrir hans hönd. Elsti íbúi Akraness, Þórdís Ingibjörg Sœmundsdóttir.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.