Skagablaðið - 22.03.1985, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 22.03.1985, Blaðsíða 8
STALGRINDAHUS • Mjög hagstætt verð • Selt á öllum byggingarstigum og i einingum • Framietðum flekahurðir • Öli máimsuða og verkstæðisvinna • Allt fagmenn (hvað annað?) Myndirnar sýna 220mJ státgrindahús frá Stuðlastáli frá tveimur sjónarhornum. 300 AKSANESI STUÐLA STAL I hf ° Atvinnulíf á Akranesi/Akraprjón: „Við seljum gæðavóru segir Rúnar Pétursson, forstjóri fyrir- tækisins, í samtali viö Skagablaöiö Við höldum áfram að kynna fyrirtæki, síðast var það Stuðla- stál, en núna fyrirtæki í allt annarri atvinnugrein, Akraprjón. Rúnar Pétursson forstjóri Akra- prjóns sýndi okkur verksmiðjuna og fræddi okkur um starfsemina. Hann byrjaði á neðri hæðinni, þar sem prjónavélarnar eru til staðar. Þær eru í gangi allan sólarhringinn og prjóna úr ein- spunnu lopagarni frá Álafossi. Á neðri hæðinni er efnið einnig þvegið, þurrkað í gufuþurrkara og loks táð með náttúrulegum könglum (greni) til að fá það loðið og mjúkt. Eftir þessa með- ferð fer það upp, þar sem það er sniðið og saumað. Rúnar sagði að aðallega væru gerðir jakkar og peysur úr ullinni, en einnig slár, treflar, húfur, legghlífar, vettlingar, pils og jafnvel síðkápur. Þessar vörur eru hannaðar af fólki hjá útflutn- ingsfyrirtækjunum, Hildu og Ála- fossi, sem sjá líka um að selja afurðirnar. Áður fyrr sá verkstjórinn hjá Akraprjóni um að hanna þær vörur sem framleiddar voru þar og sagði Rúnar að enn væru flíkur með afbrigðum af sniðum hans. Þessi verkstjóri heitir Elínborg E.F. Sigurðardóttir og sú flík, sem enn er gerð eftir hennar hönnun, er slá sem notið hefur mikilla vinsælda. — Hvernær var fyrirtækið stofnað? „Það var stofnað í ágúst 1970, þannig að það verður 15 ára á árinu. Við byrjuðum á Vestur- götu 48 (fyrir ofan SS) fórum þaðan fljótlega og á aðra hæðina Skólabraut 21 þar sem við vorum í 6 ár. Árið 1976 fluttum við í hluta húsnæðisins hér, Stillholt 18. 1978 tókum við í notkun alla neðri hæðina og 1980 allt húsið.“ — Hvað eru margir starfs- menn? „Það eru um 40 heilsdagsstörf en alls 50 manns í vinnu, því margir eru í hálfsdagsstarfi. Og svo eru vaktir í prjónaskapnum. Ég vil taka það fram að okkur hefur alla tíð haldist vel á fólki, við eigum ekki við sama vanda- mál að glíma í þeim efnum og sambærileg fyrirtæki í Reykjavík, þar sem óánægja er mikil vegna lélegra launa. Hérna á Akranesi vantaði létta vinnu, þegar við vorum að fara af stað með okkar fyrirtæki og konurnar hafa verið ánægðar með að komast í þetta. Það er alltaf fólk á biðlista hjá okkur eftir að komast í vinnu.“ — Þið hafið ekki hugsað ykkur að taka upp bónus? „Það var reynt hér á sínum tíma en gafst illa. Konurnar voru óánægðar með hve mikið vinnu- álag þurfti til að ná umtalsverðum bónus. Hvað okkur snerti vorum við óánægð með minni gæði, því Rúnar Pétursson forstjóri Akraprjóns í prjónasalnum. — Kaupa ferðamenn mikið af ykkur beint? „Já, það er töluvert, og það skrítna er að minni hóparnir kaupa yfirleitt meira en stórir. 40 manna hópur kaupir kannski fyrir 2000 krónur, en 10 manna hópur fyrir 10.000 krónur. Það er líka oft ef einn byrjar þá koma hinir á eftir. Næsta sumar verðum við betur í stakk búin til að selja, þá ætlum við að vera búin að setja Áramótin voru í gær hjá Bahá’í-trúarfólki Þessi orð hljóma vafalaust und- arlega í eyrum á þessum tíma árs. En þetta er kveðja Bahá’ía til okkar nú, þar sem 21. mars er nýársdagur Bahá’í-trúarinnar. Hún er yngst alheimstrúarbragða og er grundvölluð í 140 löndum heims. Bahá’íar hafa sér tímatal, sem hefst 1844 en það ár opinberaði fyrri spámaður trúarinnar köllun sína sem trúboði Guðs. Þannig að nú er að hefjast árið 142 hjá þeim. Baha’u’lláh, stofnandi Bahá’í- trúarinnar boðar einingu allra manna og segir m.a.: „Jörðin er ei nema eitt land og mannkynið íbúar þess.“ Hann stofnaði sjálf- stæð trúarbrögð en myndaði ekki sértrúarsöfnuð út frá öðrum eldri þannig að Bahá’íar hafa áður verið áhangendur ýmissa trúar- bragða og til að mismuna engum var stofnað nýtt tímatal. í heim- inum í dag eru í notkun mörg tímatöl, t.d. hið hebreska tímatal meðal Gyðinga, hið múham- eðska í samfélögum Múslima en þekktasta tímatalið á Vesturlönd- um er hið gregoríanska, sem við íslendingar notum. Þar sem engir prestar eða kennimenn eru í Bahá’í-trúnni starfa svæðisráð sem stjórna starf- semi samfélaganna á hverju svæði, sem Bahá’íar eru búsettir á, og er eitt slíkt á Akranesi. Það skipuleggur kynningarfundi (op- in hús) einu sinni í viku. Þangað geta allir komið sem áhuga hafa að kynnast trúnni. Ólafur Haraldsson við auglýstum okkar afurðir sem gæðavöru og seljum hana sem slíka. En það er hugsanlegt að taka upp vinnuhvetjandi kerfi á einhvern hátt.“ — Hvernig gengur að selja, hefur salan ekki rokið upp i kuldunum úti í vetur? „Nei, ekki svo ég viti, það virðist ekki hafa áhrif. Þetta er svona upp og ofan, það er ekki hægt að stóla á neitt í þessum efnum.“ nýttár upp aðstöðu niðri, þar sem fólk getur séð það sem er á boð- stólunum og keypt.“ — Hvað er framundan hjá ykkur? „Framtíðaráætlunin er að koma húsinu upp, þ.e. bæta þriðju hæðinni við og gera betri vöru. Hún hefur reyndar verið að batna jafnt og þétt undanfarin ár, og æ meiri áhersla lögð á hönn- un“ —SEÞ. Gleðilegt 8

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.