Skagablaðið - 15.09.1988, Síða 7
Skagablaðið
6
• Umræðan um Jaðarsbakkalaug-
ina hefur tekið heldur leiðinlega
stefnu að undanförnu að mati Hauks
í horni. Aðalmálið virðist vera hvort
laugin hafi kostað einhverjum mill-
jónum meira en áætlað hafði verið.
Minna máli virðist skipta hversu
glæsilegt mannvirki er um að ræða.
Mikil aðsókn bæjarbúa vitnar best
um þær vinsældir sem Jaðarsbakka-
laugin nýtur. Annað er það atriði,
sem Hauki ( horni finnst algerlega
vanta í umræðurnar, en það er hverj-
ir hrundu framkvæmdum við laugina
af stað á sínum tíma. Þá voru sjálf-
stæðismenn meirihlutaafl í bæjar-
stjórn.
• Haukur í horni rak upp stór augu
er hann las frétt á baksíðu Morgun-
blaðsins fyrir helgina þess efnis að
von væri á samkeppni í siglingum
yfir flóann. Tveir bræður ætla sér að
reka farþegaferju á milli Akraness og
Reykjavíkur í samkeppni við Akra-
borgina. Gott er og blessað að fá
samkeppnina þótt Haukur í horni
efist um að rekstrargrundvöllur sé fyr-
ir tvö skip. Það hlýtur að auki að
standa nýju ferjunni fyrir þrifum að
hún getur ekki flutt bíla. Flestir
Akurnesingar sem fara erinda sinna
til Reykjavíkur taka bílana sína með
enda ekki heiglum hent orðið að
komast á milli staða í henni Reykja-
vík án þess að hafa blikkbeljuna
með. En það var líka annað í um-
ræddri frétt sem fékk Hauk í horni til
að staldra við. í fréttinni sagði að nýja
ferjan væri einkum hugsuð til þess
að gefa þeim Akurnesingum sem
vinna eða stunda nám á höfuðborg-
arsvæðinu betra tækifæri til að kom-
ast á milli en einnig til þess að auð-
velda Skagamönnum að stunda
verslun í Reykjavík. Sannast sagna
telur Haukur í horni ekki nokkra þörf
á því að ýta frekar undir þá þróun
sem er að gerast hægt og sígandi.
Nógu mikið er nú um það samt að
Akurnesingar versli í Reykjavík þótt
ekki bætist við sérstök ferja fyrir fólk
í verslunarerindum.
• HaukuríhornilesafogtilíSkaga-
blaðinu hálfkveðnar hótanir frá lög-
reglu um að þá og þá eigi að fara að
klippa númer af bílum og sekta menn
fyrir umferðarlagabrot. Minna virðist
verða úr efndum á þessum „loforð-
um.“ Sannast sagna stóð Haukur í
horni í þeirri trú að lögreglan þyrfti
ekkert að vera að vara fólk við yfir-
vofandi aðgerðum. Hún hefur lögin
að baki sér og á ekki að veigra sér við
að fara eftir þeim. Allt of algengt er að
ökuþórar fái að komast upp með
hraðakstur á götum bæjarins án
þess að nokkuð sé aðhafst. Auðvitað
liggja lögreglumenn vel við höggi og
verða fyrir aðkasti fyrir það eitt að
sinna störfum sínum en þeir mega
ekki láta það á sig fá.
„Það er kannski vissara að hafa nokkrar kúlur... hver veit nema maður
hitti einaþeirra. “ Steinunn Sigurðardóttir klýfur loftið með „bareflinu".
Snilldartilþrif
Það væri hreint og beint ósatt að segja að ekki hefðu verið tignarleg
tilþrif í golfíþróttinni á Garðavelli þeirra Leynismanna á laugardag.
Höfundar og einkaleyfíshafar þessara tilþrifa voru bæjarstjórnarmenn
og starfsmenn á bæjarskrifstofunum.
Það voru Leynismenn sem buðu forkólfum bæjarfélagsins til þessar-
ar sérstöku keppni og þrátt fyrir leiðindaveður og misjafnt heilsufar
létu menn slíkt ekki hafa áhrif á sig og reyndu allt hvað jþeir gátu til að
koma hvíta boltanum áleiðis að holunum. Nutu við það smávægilegrar
leiðsagnar og aðstoðar „sérfróðra“. Myndirnar hér á síðunni segja
vonandi meira en mörg orð.
Þorvarður Magnússon vildi manna fyrstur fá að vita hvertpar vallarins
vœri svo hann þyrfti ekki að eyða fleiri höggum á völlinn en nauðsyn
krefði. Eitthvað fór áætlun hans úrskeiðis og þá var bara að veita kylf-
unni ráðningu!
ém* -
Aðstoðarmaður Jóns Pálma bæjarritara, reyndi að benda honum á
gat væri á stígvélinu en það sló hann ekki út aflaginu.
,Já, afstað með þig helv... þitt!“ Ingibjörg Pálmadóttir við torfristu á
laugardag. Kúlan sennilega einhvers staðar í iðrum jarðar.
„Nei, áfram en ekki upp í loft. “ Hvíti boltinn neitar að hlýða Guðjór
Guðmundssyni ogfer sínar eigin leiðir.
Skaaablaðið
7
Mikilvægur leikur Skagamanna gegn KA;
Tryggir ÍA sér
Evrópusætið?
Jafntefli eða sigur í leik
Skagamanna gegn KA frá Akur-
eyri á laugardaginn tryggir sæti í
Evrópukeppni félagsliða að ári.
Eins og staðan í deildinni er nú
þurfa Akurnesingar aðeins eitt
stig til að tryggja sér UEFA-
sætið. Þeir eru með 31 stig en KA
26. Jafntefli gerði það að verkum
að KA gæti ekki náð í A að stigum
Silfurglóf-
inn afhentur
Þau voru mörg hver skondin
verðlaunin sem voru afhent í loka-
hófi eldri flokks drengja á föstu-
dagskvöld. Þar komu menn sam-
an og gerðu upp sumarið.
Sigþór Ómarsson fékk viður-
kenningu fyrir „mark ársins“ er
það skoraði hann í leik gegn FH.
Rúnar Hjálmarsson fékk viður-
kenningu frá íþróttasambandi
fatlaðra en hann hefur átt við
langvinn meiðsl að stríða. Þá fékk
Jón Gunnlaygsson svokallaða
„Óróleikaviðurkenningu" en hún
fólst í skildi, þar sem festar höfðu
verið á tvær róandi töflur. Loks
fékk Einar Guðleifsson afhentan
„silfurglófann" fyrir frábæra
markvörslu í leik ÍA og FH.
Hjalti vann
Olís-mótið
Hjalti Nielsen, Golfklúbbnum
Leyni, sigraði í opna Olís-ungl-
ingagolfmótinu sem fram fór á
Garðavelli á fyrra sunnudag.
Hjalti lék 18 holurnar á 75
höggum.
Keppni um sigurinn var mjög
hörð því tveir næstu menn, báðir
frá Akranesi, léku á 74 höggum.
Það voru þeir Ingi R. Gíslason og
Þórður Ólafsson.
í keppni með forgjöf sigraði
Ingólfur Pálmason, NK, á 58
höggum nettó en þeir Þórður og
Arnar Jónsson, einnig GL, léku á
63 höggum nettó.
í síðustu umferðinni.
Skagamenn hafa verið á nokk-
uð góðu róli síðustu vikurnar. Á
undan jafnteflinu við KR fylgdu
þrír sigurleikir í kjölfar taps gegn
Valsmönnum á Hlíðarenda.
Leikurinn við KR var þó ekki
góður og var ekki laust við að
þreytu gætti hjá Skagamönnum
eftir Evrópuleikinn gegn Ujpesti
Dosza.
Leikurinn gegn KA, sem hefst
kl. 14.30 á laugardag, er ekki að-
eins uppgjör á milli Skagamanna
og Akureyringanna um UEFA-
sætið sem er í boði heldur ekki
síður uppgjör á milli þjálfaranna,
Sigurðar Lárussonar og Guðjóns
Þórðarsonar. KA vann leik lið-
ánna í 1. deildinni á Akureyri, 3 :
2, en Skagamenn hefndu þess
með 1 : 0 bikarsigri. Liðin standa
því jöfn að vígi fyrir þennan leik
og með sigri eygja Akureyrin-
garnir möguleika á UEFA-sætinu
eftirsótta.
Sundhópurinn, sem gerði garðinn frœgan á Neskaupsstað, ferðbúinn á dansleik að lokinni vel heppnaðri
keppni. A myndina vantar Sturlaug Sturlaugsson enda stóð hann við hinn enda myndavélarlinsunnar.
B-lið Sundfélags Akra-
ness upp I aðra deild
Karl Þórðarson hefur verið einn
burðarása ÍA-liðsins í sumar.
Hvað gerir hann gegn KA á laug-
ardag?
! B-Iið Sundfélags Akraness náði
þeim frækilega árangri að vinna
| sér sæti í 2. deildinni í sundi eftir
að hafa hafnað í 2. sæti 3. deildar-
keppninnar, sem fram fór á Nes-
kaupsstað um helgina. B-Iiðið
fékk 13.407 stig en lið ÍBV, sem
sigraði í deildinni fékk 14.175 stig.
Það var að stærstum hluta ungt
og efnilegt sundfólk sem átti heið-
urinn af sigrinum en tvær
„gamlar“ kempur, þeir Sturlaug-
ur Sturlaugsson og Hugi Harðar-
son, léttu undir með þáttöku í
þremurgreinum. Sturlaugur synti
100 m flugsund og Hugi keppti í
tveimur boðsundum.
Það var 16 manna hópur sem
hélt austur um helgina og að sögn
Sturlaugs gerðu menn sér vægar
vonir um þennan árangur. „Þetta
varð eiginlega eins gott og við gát-
um átt von á,“ sagði hann. Hann
bætti því við, að þetta mót hefði
einkum og sér í lagi verið hugsað
til þess að gefa þessum krökkum
tækifæri til að spreyta sig en úr því
þau hefðu náð að vinna sig upp
um deild hefðu þau að einhverju
að keppa.
Leynir vann HMA-mótið
Sveit Golfklúbbsins Leynis bar sigur úr býtum í svokölluðu HMA-
móti, sem fram fór á sunnudag. Þar öttu kappi saman sveitir Leynis,
Golfklúbbs Heflu og Golfklúbbsins Kjalar, Mosfellsbæ.
Sigursveit Leynis skipuðu Elín Hannesdóttir, Kristvin Bjarnason,
Hjalti Nielsen, Ingi Rúnar Gíslason, Arnar Jónsson, Hannes Þor-
steinsson, Alfreð Viktorsson og Halldór Magnússon.
Leynismennirnir sópuðu að sér verðlaunum í einstaklingskeppn-
inni, voru í þremur efstu sætunum í keppni með og án forgjafar.
Dræmari aðsókn
Mun dræmari aðsókn hefur verið á tvo síðustu heimaleiki
Skagamanna í knattspyrnunni en var framan af sumri þrátt fyrir að
liðið hafi átt ágætu gengi að fagna.
Að sögn Steins Helgasonar, framkvæmdastjóra Knattspyrnufé-
lags í A, mættu ekki nema um 400 manns á sigurleiki Skagamanna
gegn Þór og Keflavík. Leikirnir gegn Leiftri og Völsungi voru held-
ur skárri hvað þetta varðar.
Steinn sagði aðsókn að knattspyrnuleikjum í sumar hafa snar-
minnkað og vafalítið hefði yfirburðaforysta Fram spilað þar stórt
hlutverk. Aðsókn hér á Akranesi hefði kannski ekki verið neitt
minni en á öðrum stöðum en fækkað hefði alls staðar.
„Oðlinga“-æfingamar í hand-
boltanum öllum opnar í vetur
Þátttakendur í opna Olís-unglingagolfmótinu fyrir skömmu.
Akveðið hefur verið, að æfing-
ar „öðlinga“ í handknattleiknum í
vetur verði opnar öllum þeim sem
áhuga hafa á að iðka handknatt-
leik að sögn Ola Páls Engilberts-
sonar, formanns Handknattleiks-
félags ÍA.
Hann sagði ennfremur, að nú
væri búið að samræma aldurs-
skiptingu í flokkum á milli kynja.
Þriðji flokkur væri fyrir aldurinn
15-16 ára, 4. flokkurfyrir 13-14 ára,
5. flokkur fyrir 11 og 12 ára og 6.
flokkur fyrir 10 ára og yngri.
Óli Páll sagði, að nokkurs mis-
skilnings hefði gætt á meðal ungl-
inga um hvaða flokkum þeir til-
heyrðu, þar sem mismunandi
skipting í flokka hefði verið hjá
strákum og stelpum. Nú væri hins
vegar búið að samræma þetta
þannig að allir ættu að vita hvenær
þeir eiga að mæta æfingar. Skag-
ablaðið birti í síðustu viku töflu
yfir æfingar allra flokka í vetur.