Fréttablaðið - 10.07.2019, Blaðsíða 11
Fæstir átta sig á hve einnar gráðu hækkun hitastigs á jörð-inni hefur mikil áhrif.
Til samanburðar var fyrir 22.000
árum kuldaskeið á jörðu og urðu þá
hitabreytingar sem voru -4 stig en
þá lá ís yfir norðurhveli og náði alla
leið suður til New York. Ef hitinn
fer í +4 stiga hitun þá verður hann
óbærilegur og eyðimerkur ná yfir
75% jarðar.
Mannkynið hefur um það bil
einn áratug til að umbreyta heims-
hagkerfinu til að koma í veg fyrir
slíkar hamfarir.
Í dag finnum við fyrir veðrabreyt-
ingum og hærri hita. Samkvæmt
Umhverfisstofnun Evrópu er von á
heitasta sumri sögunnar á megin-
landinu. Afleiðingarnar verða hærri
dánartíðni, mikill uppskerubrestur,
f leiri sinu- og skógareldar, og ofsa-
veður sem orsakar miklar breyt-
ingar á umhverfinu.
Við 1 gráðu hitun
eins og hún er í dag
Afleiðingarnar sjáum við aðallega
í veðrabreytingum og fréttum af
útdauða dýrategunda. Dýrateg-
undir lenda í útrýmingarhættu,
breytingar verða í jurtaríkinu og
margar tegundir lifa þær ekki af.
Miklar breytingar eru í hafinu,
með hitun og súrnun sem orsakar
dauða kóralrifa, skeldýra og sjávar-
plantna, og einnig eru fisktegundir
í útrýmingarhættu. Hafið tekur
við 90% af hitun jarðar og er undir-
staða lífs á jörðu. Ísinn á norður-
hveli jarðar bráðnar afar hratt og þá
truflast jafnvægið á hita sjávar sem
hefur síðan veruleg áhrif á vistkerfi
hafsins. Það stefnir í fordæmalausar
breytingar á sjávarlífi jarðar.
Eftir um 10 ár finnum við mikið
fyrir þessum breytingum þar sem
margföldunaráhrifin eru hröð.
Eftir 30 ár eru aðstæðurnar orðnar
mjög alvarlegar og eftir 50 ár gætu
þær verið orðnar stjórnlausar. Við
verðum að gera mjög róttækar
breytingar strax, alls ekki seinna en
innan 5 til 10 ára. Annars stefnum
við örugglega í 2 gráðu hitun og
jafnvel í 3 gráðu hitun.
Við 1,5 gráðu hitun
Vísindasamfélagið telur nauðsyn-
legt að heimurinn haldi sér undir
1,5 gráðum til að varðveita lífvæn-
lega plánetu.
Mikil neysla mannsins hefur
bein áhrif á loftslagskreppuna, Ef
neyslan heldur áfram í núverandi
mynd, mun hún nánast tvöfaldast
milli áranna 2017 og 2050. Maður-
inn verður að takmarka neysluna
um 50% fyrir árið 2030 og 80% fyrir
2050. Það mun krefjast breytinga
á þjónustu og því hvernig vörur
eru framleiddar í dag. Það stefnir í
efnahagslegt hrun og öll hagkerfi
heimsins eins og við þekkjum þau í
dag munu snarbreyt ast eða hrynja.
Mörg fyrirtæki munu leggja upp
laupana og kapítalisminn hrynur.
Lífsgæði verða ekki lengur reiknuð
út frá hagvexti. Þetta verður spurn-
ing um líf eða dauða.
Einstaklingar geta gert margt
með því að minnka neyslu og
neyslan verður að vera sjálf bær. En
það eru einungis stjórnvöld sem
geta komið í kring þeim ógnvæn-
legu breytingum sem þarf að gera
og beita þarf neyðarlögum. Það
þarf að snardraga úr og fljótlega að
hætta vinnslu kola, jarðolíu og gass,
en þessi jarðefni knýja um 80% af
orkugjöfum mannsins. Einnig þarf
að loka öllum verksmiðjum og fyrir-
tækjum sem menga og auka koltví-
sýring í andrúmsloftinu. Það eru
um 100 fyrirtæki sem bera sök á
helmingi af öllum útblæstri í heim-
inum í dag. Öll hernaðarframleiðsla
þarf að hætta.
Á Íslandi eru 6 stórfyrirtæki sem
menga mest og nýta 80% af raforku
landsins. Talið er að 90% dýrateg-
unda hverfi við Ísland innan 50 ára.
Við 2 gráðu hitun
Óafturkræfur skaði og við förum að
missa alla stjórn á aðstæðum. Allir
jöklar hverfa eftir 80 til 100 ár og
sjávarmál hækkar gífurlega. Haf-
straumar breytast og þá gæti kólnað
á norðurhveli jarðar. Miklar ham-
farir verða, svo hundruð milljóna
manna fara á vergang. Stríð, farsóttir
og hungur hrjá mannfólkið og millj-
ónir deyja. Veldisvöxtur (vex í hlut-
falli við stærð sína) gerist mjög hratt
og áhrifin á vistkerfið margfaldast.
Við 3 gráðu hitun
Miklir þurrkar sem drepa skóga og
lífríki jarðar, vistkerfið þolir ekki
þessar breytingar og það hrynur.
Við 4 gráðu hitun
Heimur sem fer yfir 4 gráðu hita
verður nær óbyggilegur. Eyði-
merkur ná um f lest svæði suður-
hvels jarðar eða um 70% lands á
plánetunni. Við erum að lenda í
stríði við okkur sjálf. Neyðarástand
mun skapast miklu fyrr en nokkur
getur ímyndað sér og við stöndum á
hengiflugi eftir nokkur ár. Við erum
að deyða allt lífríki jarðar á ógnar-
hraða. Þetta ferli er komið af stað og
verður óstöðvandi innan fárra ára.
Stór hluti af öllu lífi getur þurrkast
út á næstu 50 til 100 árum.
Þó að við Íslendingar séum
fámennir, þá gætum við sýnt öðrum
þjóðum fordæmi og gert það sem
gera þarf á næstu árum. Til að það sé
hægt væri hyggilegast að stofna rót-
tæka hreyfingu eða umhverfisflokk
fyrir næstu kosningar og komast í
valdaaðstöðu. Best væri að fá vís-
indamenn og umhverfissinna, sem
almenningur gæti treyst, til þess að
taka við stjórninni, vinna saman og
gera það sem gera þarf.
Loftslagshamfarir
Bjarni Már
Bjarnason
umhverfissinni
STEYPUBLANDA
Steypa
í poka
Steypublanda hentar fyrir ýmis smærri verk:
• Til að steypa í hólka
• Til að steypa meðfram hellum
• Til viðgerða á veggjum,
köntum, þrepum, stéttum o.fl.
• Fyrir undirstöður undir palla
• Má nota í mót fyrir kanta, smáveggi
og slíkt
• Og margt fleira
Steypublandan kemur í rykfríum pokum og steypustyrkur er C-30
Fæst í múrverslun BM Vallá, Breiðhöfða 3
og hjá helstu endursöluaðilum.
Þarf bara
að bæta
við vatni
Ný steypublanda með möl í sem auðveldar alla verkframkvæmd.
Þó að við Íslendingar séum
fámennir, þá gætum við sýnt
öðrum þjóðum fordæmi
og gert það sem gera þarf á
næstu árum.
Í liðnum mánuði skrifaði Tryggvi Felixson, formaður stjórnar Land-verndar, grein í Fréttablaðið undir
yfirskriftinni „Glæpur gegn náttúru
Íslands“. Þar fer hann m.a. yfir rann-
sóknir á jarðhitasvæðinu í Trölla-
dyngju og notar í skrifum sínum
orðfæri eins og „þau miklu og óþörfu
landspjöll … án nokkurs ávinnings
fyrir samfélagið“. Hann segir að ein-
staklega fögrum jarðhitasvæðum
hafi bókstaflega verið rústað. Enn
fremur ritar hann: „… ávinningurinn
er enginn, þjóðin glataði enn einu af
náttúrudjásnum sínum.“ Þetta er
alrangt hjá formanninum.
Rétt er að Hitaveita Suðurnesja
(forveri HS Orku) og Hafnarfjarðar-
bær hófu rannsóknir í Trölladyngju
árið 2000 og stóðu að fyrstu rann-
sóknarborun á svæðinu, árið 2001.
Árið 2006 lét Hitaveita Suðurnesja
bora aðra rannsóknarholu á svæð-
inu. Fyrri holan er vel nýtanleg með
af köstum sem samsvara raforku-
framleiðslu fyrir um 4.000 manna
byggð. Hiti í holunum gaf góð fyrir-
heit en ljóst var að þörf var á frekari
borunum til að finna kjarna jarð-
hitakerfisins. Ekki hefur verið ráðist
í þær rannsóknarboranir m.a. af
ástæðum sem skýrðar eru hér að
neðan. Aðalatriðið er þó að rann-
sóknir á svæðinu leiddu í ljós að
Trölladyngjusvæðið væri mjög álit-
legt til auðlindanýtingar þar sem
sjálfbærni væri höfð að leiðarljósi.
Bæði til raforkuvinnslu og til að afla
höfuðborgarsvæðinu aukinna tæki-
færa í öflun heits vatns til hitaveitu.
Vöxtur byggðar á höfuðborgarsvæð-
inu er og hefur verið slíkur að nauð-
synlegt er að huga að frekari mögu-
leikum til að tryggja heimilum og
fyrirtækjum nægjanlegt heitt vatn
til framtíðar, framleiddu með endur-
nýjanlegum hætti. Það er alls ekki
sjálfgefið hvernig slík framtíðarþörf
verður uppfyllt.
Reynslan af Auðlindagarðinum á
Suðurnesjum, sem byggst hefur upp
samfara jarðhitanýtingu í Svarts-
engi og á Reykjanesi, sýnir að fjöldi
tækifæra skapast samhliða auð-
lindanýtingu, þar sem unnin eru
verðmæt störf, útflutningstekjur eru
miklar og ferðaþjónusta gríðarleg.
Viðbúið er að sambærileg tækifæri
myndu skapast við nýtingu jarð-
hitaauðlindarinnar í Trölladyngju.
Auðlindagarðurinn hefur haft mjög
jákvæð efnahagsleg áhrif á nærsam-
félagið og vert er að benda á þá stað-
reynd að í Auðlindagarðinum starfa
í dag um 1.300 manns og hjá HS Orku
65 manns, sem gerir hann að einum
stærsta vinnustað Suðurnesja. Þá
hefur verið sýnt fram á verulega
jákvæð áhrif Auðlindagarðsins á
þjóðarhag og útflutningstekjur. Öll
starfsemi Auðlindagarðsins er bein-
tengd jarðhitanýtingu, sem er frum-
forsenda hans. Það er alrangt að
rannsóknir í Trölladyngju hafi engu
skilað, þvert á móti benda allar rann-
sóknir til hins gagnstæða. Ástæða
þess að ekki hefur verið haldið áfram
með jarðhitarannsóknir í Trölla-
dyngju er að verkefnið er í biðflokki
Rammaáætlunar. Þegar verkefni er
í biðflokki er ekki heimilt að leggja
í s.k. matsskyldar framkvæmdir til
nánari rannsókna.
HS Orka virðir leikreglur samfélags-
ins og fylgir þeim í einu og öllu. Án
leyfa er ekki ráðist í framkvæmdir.
Fáist hins vegar leyfi og tilskilin
samþykki, eins og lög og reglur gera
ráð fyrir, er verkefnum í sumum til-
vikum haldið áfram. Tilgangurinn
er í raun einfaldur; að taka þátt í að
mæta þörfum samfélagsins, tryggja
þá endurnýjanlegu orku sem það
þarfnast og samhliða því að skapa
frjóan jarðveg fyrir afleidda starf-
semi og fjölda verðmætra starfa, eins
og dæmin sýna í Auðlindagarðinum.
Landvernd, höldum
staðreyndunum til haga!
Ásgeir
Margeirsson
forstjóri HS
Orku.
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11M I Ð V I K U D A G U R 1 0 . J Ú L Í 2 0 1 9
1
0
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
6
5
-B
D
6
0
2
3
6
5
-B
C
2
4
2
3
6
5
-B
A
E
8
2
3
6
5
-B
9
A
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
0
s
_
9
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K