Fréttablaðið - 10.07.2019, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 10.07.2019, Blaðsíða 33
Kv i k my nd a hát íði n í Karlovy Vary er stór og þangað koma margir almennir áhorfendur, auk fagfólks í kvik­ myndum,“ segir Yrsa Roca Fann­ berg, nýkomin heim frá Tékklandi þar sem mynd hennar, Síðasta haustið, var heimsfrumsýnd. Í stuttu máli fjallar myndin um síðasta haustið sem hjónin Úlfar Eyjólfsson og Oddný Þórðardóttir á Krossnesi á Ströndum smala fé sínu í réttir því þau eru að leggja búskap­ inn af. Hún var tekin haustið 2016 þegar fjórir bændur af átta hættu búskap í Árneshreppi. Yrsa segir aðstandendur mynd­ arinnar hafa fundið fyrir miklum meðbyr í Karlovy Vary. „Það var fullt á öllum sýningum og áhorf­ endur þurftu margs að spyrja,“ segir hún. „Meðal þess sem vakti forvitni var af hverju myndin væri tekin á filmu en ekki með staf­ rænni tækni, eins og nú er langal­ gengast. Ég viður kenni að það var pínu áskorun að taka hana á filmu, því þá sér maður ekki hvað maður hefur í höndunum og ekkert er hægt að endurtaka. Svo vöknuðu spurn­ ingar um landslag í íslenskum kvik­ myndum, því það er oft rómant­ íserað. Við gerðum það ekki, heldur lögðum áherslu á manninn í lands­ laginu en ekki öfugt. Svo velti fólk fyrir sér af hverju fólkinu fækkaði í Árneshreppi og hvort túrisminn gæti ekki glætt lífið þar. Ég vil taka það fram að þetta er ekki saga um virkjun eða ekki virkjun. Þarna er bara fylgst með hjónunum í Kross­ nesi smala fé sínu til slátrunar en ekkert verið að spyrja þau nærgöng­ ulla spurninga. Í raun er þetta saga bænda hvar sem er á afskekktum stöðum. Sýningargestir höfðu líka mikinn áhuga á Úlfari og hvort það hefði verið erfitt fyrir mig að sann­ færa hann um að ég fengi að elta hann.“ Síðasta haustið hefur skírskotun í sköpunarsöguna og hringrás lífs­ ins sem kristallast í ljóði eftir Sjón í upphafi myndar og tónlist Gyðu Valtýsdóttur dýpkar, að sögn Yrsu. „Myndin vekur upp sterkar tilfinn­ ingar, fólki er ekki sagt hvað það eigi að hugsa heldur upplifir það. Ég veit að það er klisja að segja að hún sé ljóðræn, en hún er það,“ segir hún. Yrsa segir það bíða til hausts að frumsýna myndina hér á landi, það þýði ekkert að hugsa um það um hásumarið. Hún segir margar beiðnir hafa borist um að sýna hana á hátíðum úti í heimi. Veit samt ekki hvað gerist næst. Yrsa er með ljósmyndasýningu í Þjóðminjasafninu, á svoköll­ uðum Vegg til 1. september. Þar eru myndir úr Árneshreppi. „Ég fór þangað fyrst 2011 og hef síðan farið þangað á hverju hausti að smala, hélt líka ljósmyndanámskeið í skól­ anum meðan hann var,“ lýsir hún og kveðst hafa verið hálfgerður heim­ alningur í sveitinni.  Síðasta haustið vekur upp sterkar tilfinningar Fullt var á öllum sýningum heimildar- myndarinnar Síðasta haustið sem heims- frumsýnd var á stórri kvikmyndahátíð í Tékklandi 1. júlí. Áhorfendur sýndu efninu mikinn áhuga að sögn höfundar- ins, Yrsu Roca Fannberg. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Hvað? Hvenær? Hvar? Miðvikudagur hvar@frettabladid.is 10. JÚLÍ 2019 Viðburðir Hvað? Hádegistónleikar Hvenær? 12.00 Hvar? Hallgrímskirkja, Skólavörðu- holti Kórinn Schola cantorum kemur fram á Alþjóðlegu orgelsumri undir stjórn Harðar Áskelssonar. Á efnisskránni er að finna íslenskar og erlendar kórperlur. Miðaverð er 2.700 krónur. Kórinn mun koma fram í kirkjunni á hverjum mið­ vikudegi til 28. ágúst. Hvað? Skuggamyndir frá Býsans / Jazz með útsýni Hvenær? 21.00 Hvar? Múlinn Jazzklúbbur, Björtu- loftum í Hörpu Hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans undirbýr nú ferð til Make­ dóníu til að koma fram á tveimur tónlistarhátíðum og á tónleik­ unum í kvöld verða flutt lög frá Makedóníu og Búlgaríu. Í bandinu eru Haukur Gröndal, sem leikur á klarínettu, Ásgeir Ásgeirsson á strengjahljóðfæri, Þorgrímur Jónsson á bassa og Erik Qvick á slagverk. Björtuloft eru á 5. hæð Hörpu. Miðaverð er 2.500 krónur og 1.500 fyrir nemendur og eldri borgara. Hvað? Gyða Valtýsdóttir Hvenær? 21.00 Hvar? Norræna húsið í Vatns- mýrinni Gyða Valtýsdóttir, söngkona og sellóisti, kemur fram á sumartón­ leikum Norræna hússins. Schola Cantorum syngur kórperlur á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju. Einsöngslög Sigvalda Kaldalóns, tónskálds og læknis, hafa verið endurútgefin, en þau hafa verið ófáanleg í fjölda ára. Útgáfan er í tveimur hlutum. Númer 1 nefn­ ist Svanasöngur á heiði og númer 2 Ég lít í anda liðna tíð. Samtals geymir hún 102 sönglög úr smiðju Kaldalóns á fjórum geisladiskum, f lutt af tólf af fremstu einsöngv­ urum þjóðarinnar. Upptökur fóru fram í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, á árunum 2003 og 2005. Listrænn stjórnandi var Jónas Ingimundarson og hann annaðist líka píanóleik við allar hljóðritanir, sem voru í umsjá Hall­ dórs Víkingssonar, Fermata hljóð­ ritun. Halldór hafði einnig umsjón með núverandi útgáfu og endur­ vann upptökurnar með nýjustu tækni. Reynir Axelsson yfirfór ljóðatexta og enskar þýðingar. Ingvar Víkingsson sá um grafíska hönnun. Sigvaldi Kaldalóns sótti sér efni­ við til lagasmíða úr sígildum sjóði Söngvasafn Sigvalda Kaldalóns endurútgefið Svanasöngur á heiði nefnist þessi diskur. fjölmargra ljóðahöfunda og tókst afar vel að túlka innihald og anda ljóðanna, færa þau í tónrænan búning með skáldlegri andagift og hljóðfæri sitt að vopni. Útgefandi diskanna er Minning­ arsjóður Sigvalda Kaldalóns. – gun Sigvaldi Kaldalóns tónskáld og læknir. M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð17 I ∙ I MENNING 1 0 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R 1 0 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 6 5 -D B 0 0 2 3 6 5 -D 9 C 4 2 3 6 5 -D 8 8 8 2 3 6 5 -D 7 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 9 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.