Fréttablaðið - 10.07.2019, Blaðsíða 4
HEILBRIGÐISMÁL Ísframleiðsla hjá
ferðaþjónustubændum í Efstadal II
hefur verið stöðvuð og er nú seldur
aðkeyptur ís á staðnum. Eins og
fram kom í yfirlýsingu frá Embætti
landlæknis í gær á E. coli-sýkingin
sem greinst hefur í tíu börnum upp-
runa sinn á ferðaþjónustubænum
Efstadal II. Staðfest hefur verið að
þær bakteríur sem greinst hafa í
börnunum hafa fundist í kálfum
í bænum sem eru nú í sóttkví. „Þá
vaknar spurning um hvernig þetta
hefur borist á milli. Það voru ekki
öll börnin sem smituðust að kássast
í kálfunum,“ segir Þórólfur Guðna-
son sóttvarnalæknir og vísar til
upplýsinga frá foreldrum hinna
smituðu barna. Hann segir sýna-
tökur og rannsóknir hafa beinst að
því hvað börnin borðuðu og öðru
sem þau komu nálægt á bænum.
Staðarhaldarar í Efstadal hafa
gerilsneytt mjólk og framleitt sinn
eigin ís sem er til sölu á staðnum.
„Ísframleiðslan hefur verið stöðvuð
en við höfum ekki getað staðfest
eða fundið þessar bakteríur í ísnum
og því ekki hægt að staðfesta að sýk-
ingin hafi komið úr honum,“ segir
Þórólfur. Aðspurður segir hann
heldur ekki unnt að útiloka að ísinn
sé smitleiðin.
„Við erum náttúrulega ekki með
ísinn sem börnin borðuðu, það er
of langt liðið og komin önnur fram-
leiðsla og ekki hægt að taka sýni úr
þeim ís,“ segir Þórólfur og bætir við
að smitleiðirnar kunni einnig að
vera f leiri. Einhverjir hafi smitast
eftir viðkomu hjá kálfunum og aðrir
annars staðar. Hann segir að sýni
hafi einnig verið tekin hjá starfs-
mönnum í Efstadal til að kanna
hvort smitið hafi borist víðar.
„Niðurstaða þeirra sýna segir okkur
þó ekki endilega hver smitaði hvern
og erfitt að túlka niðurstöðurnar
öðru vísi en að þetta sé útbreitt á
staðnum.“
„Við vinnum bara algjörlega
eftir tilmælum frá yfirvöldum um
hvernig við eigum að snúa okkur
í því og ég bendi vissulega á að
spjótin beinast að sýkingum frá
kálfum sem er hægt að klappa og
sýnin gefa til kynna að það sé engin
tenging milli matvæla og þessa
smits,“ segir Sölvi Arnarson, einn
eigenda og staðarhaldara í Efstadal
II aðspurður um hvort ísframleiðsla
hafi verið stöðvuð á bænum. Hann
játar því þó þegar fyrirspurnin er
ítrekuð að heimaframleiddi ísinn sé
ekki til sölu á bænum að svo stöddu,
heldur selji þau nú aðkeyptan ís.
„Það er alveg skýrt hverjir vinna
fjósastörf og hverjir vinna við mat-
vælaframleiðslu. Það er bara glæpur
að blanda því eitthvað saman og
það er ekki verið að stunda glæpi
hér í Efstadal,“ segir Sölvi aðspurður
um hvort starfsfólk gangi í öll störf
á bænum hvort heldur er umhirðu
dýra eða þjónustustörf og matvæla-
framleiðslu.
Sölvi segist hins vegar líta svo á
að skýringin á smitinu liggi í raun
fyrir og yfirlýsing Landlæknisemb-
ættisins sýni að heilbrigðisyfirvöld
líti svo á að smitleiðin sé í gegnum
kálfaklapp barnanna sem svo fari
og borði ís.
Um líðan barnanna sem veiktust
segir Þórólfur að sýkingin hafi haft
nokkuð alvarlegar afleiðingar hjá
þremur barnanna og eitt þeirra
hafi þurft kviðskimun þar sem nýru
þess störfuðu ekki eðlilega. Hann
segir að liðið geti tíu dagar frá því
niðurgangur hefst þar til alvarleg
einkenni fara að koma í ljós. Börnin
þurfa því að vera áfram í eftirliti á
Barnaspítalanum og koma í prufur
svo hægt sé að fylgjast með þróun-
inni. adalheidur@frettabladid.is
Það voru ekki öll
börnin sem smituð-
ust að kássast í kálfunum.
Þórólfur
Guðnason
sóttvarnarlæknir
Ásetusláttuvélar
á frábæru verði
Gerir sláttinn auðveldari
Kr. 320.000,-
með VSK
ÞÓR FH
Akureyri:
Baldursnes 8
603 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is
LÍFEYRISMÁL Óverðtryggðir fastir
vextir Lífeyrissjóðs verslunar-
manna lækka nú um miðjan mánuð
um tæplega eitt prósentustig og fara
úr 6,12 prósent í 5,14 prósent. Verða
þetta þá lægstu vextir sem í boði
eru á slíku lánaformi. Þetta er í sam-
ræmi við lánareglur sjóðsins sem
kveða á um að miðað sé við vexti á
ríkisskuldabréfum undanfarna þrjá
mánuði með álagi.
Ólafur Reimar Gunnarsson,
stjórnar formaður LIVE , segir
ánægjulegt að geta lækkað vexti.
„Við erum á sömu leið og aðrir
með lækkun vaxta. Stýrivaxta-
lækkun Seðlabankans hefur mikið
að segja um óverðtryggða vexti og
nú höfum við tækifæri til að lækka.
Því hefur verið haldið fram að þessi
stjórn sé á móti vaxtalækkunum,
svo er aldeilis ekki.“
Ólíkt mörgum öðrum lífeyris-
sjóðum er lágur þröskuldur til að fá
lán. „Lántakandi þarf bara að hafa
borgað í sjóðinn, þetta er mjög opið
hjá okkur hvað það varðar.“ – ab
Lægstu vextir
á landinu
DÓMSMÁL Karlmaður var á mánu-
dag dæmdur í tveggja ára skil-
orðsbundið fangelsi í Héraðsdómi
Vestfjarða fyrir að hafa nauðgað
meðvitundarlausum kunningja
sínum og hringt í vinkonu hans á
Skype á meðan og sýnt henni verkn-
aðinn. Einnig var hann dæmdur
fyrir að hafa nokkrum mánuðum
síðar slegið annan mann í andlitið
og viðkomandi hlaut opið sár.
Fyrra atvikið átti sér stað árið
2016 á þáverandi heimili ákærða.
Hann bar fyrir sig minnisleysi en
játaði að hafa átt samskipti við
brotaþola og sent þær myndir sem
lágu frammi í gögnum málsins.
Þá mundi hann óljóst eftir að hafa
talað við einhvern á Skype.
Ljóst er að báðir mennirnir voru
í mikilli neyslu á þessum tíma
en ákærði varð edrú árið 2017 og
greindi frá breytingum sem orðið
hafa á högum hans frá því atvikin
áttu sér stað í skýrslu fyrir dómi.
Maðurinn neitaði sök í báðum
málum en var gert að greiða mann-
inum sem hann nauðgaði eina millj-
ón króna og þolanda líkamsárásar-
innar 200 þúsund krónur. – ókp
Sýndi nauðgun
á Skype-spjalli
DÓMSMÁL Héraðsdómur féllst ekki
á að um beinan ásetning til mann-
dráps hafi verið að ræða í íkveikju-
málinu á Selfossi. Ákæruvaldið
krafðist átján ára dóms yfir Vig-
fúsi Ólafssyni vegna íkveikjunnar í
október. Maður og kona á sextugs-
aldri á efri hæð hússins létust vegna
reykeitrunar. Vigfús var hins vegar
dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir
manndráp af gáleysi.
Í dómi kemur fram að Vigfús hafi
glímt við sjálfsvígshugsanir. Ekki
væri loku fyrir það skotið að hann
haf i einvörðungu viljað skaða
sjálfan sig. Dómurinn telur sannað
að Vigfúsi hafi láðst að aðvara hin
látnu. Vörn hans var sú að hann hafi
gleymt að þau væru í húsinu.
Auk Vigfúsar var kona ákærð
fyrir að láta þau sem létust ekki vita
af brunanum eða reyna að afstýra
honum. Hún var sýknuð. Fyrir
dómi sagði hún að konan sem lést
hafi vitað að Vigfús hefði fært eld að
pappakössum og að hún hefði látið
manninn vita en um seinan. – dfb
Ekki tókst að sanna beinan ásetning
Við dómsuppkvaðningu í Héraðsdómi Suðurlands. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Ólafur Reimar
Gunnarsson,
stjórnarfor-
maður LIVE. Börnin snertu ekki öll kálfana
Ekki liggur fyrir hvernig börn smituðust af E. coli í Efstadal II. Nokkur barnanna sem sýktust komu ekki
nálægt kálfum. Ísframleiðslan hefur verið stöðvuð á bænum að svo stöddu og sýni tekin hjá starfsfólki.
E.colí smit hafa greinst í 10 börnum og haft alvarlegar afleiðingar í þremur tilvikum. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR SVEINSSON
HÚSBRUNI Eldur kom upp í íbúð
við Eggertsgötu í Reykjavík á sjötta
tímanum í gær. Ein manneskja
var í íbúðinni þegar eldurinn kom
upp og var hún flutt á sjúkrahús til
skoðunar. Að sögn Ara Jóhannesar
Haukssonar hjá Slökkviliðinu á höf-
uðborgarsvæðinu var hún í nokk-
urn tíma í íbúðinni eftir að eldurinn
kom upp en náði að komast út áður
en slökkviliðið kom. Eldsupptökin
eru óljós en mikill hiti var í íbúðinni
þegar slökkvilið kom að.
Um er að ræða íbúð á fyrstu hæð
í fjölbýlishúsi. Það voru nágrann-
ar sem tilkynntu um eldinn þegar
þeir sáu svartan reyk koma út um
gluggana.
Allt tiltækt lið Slökkviliðsins var
kallað út og allir íbúar beðnir að
yfirgefa húsið. Slökkviliðinu tókst
að ráða niðurlögum eldsins á örfá-
um mínútum en íbúðin er töluvert
skemmd. Eldurinn barst ekki í aðrar
íbúðir hússins en reykur komst inn
í einhverjar íbúðir og olli skemmd-
um. Rannsókn lögreglu á eldsupp-
tökum hefst í dag. – khg
Eldur í íbúð á fyrstu hæð á stúdentagörðunum
Slökkvistarfi lauk klukkan hálf átta í gærkvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
1 0 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
0
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
6
5
-C
C
3
0
2
3
6
5
-C
A
F
4
2
3
6
5
-C
9
B
8
2
3
6
5
-C
8
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
9
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K