Ófeigur - 01.06.1944, Side 7

Ófeigur - 01.06.1944, Side 7
ÓFEIGUR 7 þetta mál næst á eftir vörn lýðveldisins verkefni þessa tímarits, bæði af því að þar er um að ræða heppilegustu lausnina á stærsta atvinnumáli landsins, auk þess sem réttlát skipting atvinnuarðsins er eina ráðið til að tryggja innanlandsfrið í landinu og þar með framtíð þjóðveldisins. En hitt leiðir af sjálfu sér eftir starfsemi minni á undangengnum árum, að ef hafinn verður undir- róður í samvinnufélögum landsins í því skyni að sundra þeim og ofsækja beztu menn þessa félagsskapar, þá mun ég ekki telja rétt að láta þá starfsemi afskipta- lausa. Framkoma kommúnista í kaupfélaginu í Reykja- vík er augljóst dæmi um þessa hættu, og verður það mál skýrt ýtarlega í þessu tímariti, auk þess sem lögð verður áherzla á að hvetja Framsóknarflokkinn til að vera ætíð minnugur uppruna síns og þess, að hann verð- ur ekki langlífur í landinu, nema hann sýni samvinnu- félögunum og hugsjónum þeirra jafnan fulla tryggð og hollustu. Þjóðin skiptist í tvær fylkingar um bjargráð sín. Annar hópurinn vill hrun í fjármálum og eyðingu hins vestræna þjóðskipulags. Hinn flokkurinn vill heilbrigða þróun, beitir sér móti hruni, og vill vernda og full- komna þingstjórnarskipulag vesturlanda. Kommúnist- ar standa fyrir hruninu, en hafa fylgi í öllum borgara- legu flokkunum. Það fylgi stafar ýmist af vanhyggju eða fánýtum metorðavonum í sambandi við upplausn- ina. Ég hef verið í hópi þeirra, sem beita sér gegn upp- lausninni í fjármálum og eyðileggingu þingstjórnar og persónufrelsis hér á landi. Nokkur hluti samherja minna í Framsóknarflokknum er mér andvígur í þessu efni. En allur þorri samvinnumanna í landinu mun þó, þegar til kemur, rísa gegn upplausn þeirri sem nú steðjar að. Vinnubragðamunur nokkur hefir verið og er milli mín

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.