Ófeigur - 01.06.1944, Blaðsíða 12

Ófeigur - 01.06.1944, Blaðsíða 12
12 ÓFEIGUR borgaralegra manna. Jens Figved hafði all blómlegt kommúnistafélag. Hann bauð samfylkingu. E. J., G. M. og V. J. réðu félagsbræðrum sínum til að reyna að tala við kommúnista. Ráði þeirra var fylgt, og félögin sam- einuð undir nafninu ,,KRON“. Figved og Vilmundur réðu mestu í félaginu um nokkur ár. Var ýmislegt gott um sumt í starfi Figveds, en að lokum kom gamla eðlið upp í honum. Fór hann frá félaginu og stofnsettu þeir Vilmundur Jónsson heildsölu saman. E. J. og G. M. héldu áfram að styðja Kron og efla gengi þess á allan hátt. Höfðatöluregla E. J. varð frægust vegna baráttu Kron, sem efldist á þeim árum. En kommúnistar virða einskis tryggð og blíðlyndi þessara manna. Á hverju ári gera kommúnistar leynisamtök milli sinna fylgjenda um að útiloka alla, sem ekki eru yfirlýstir byltingar- menn, frá trúnaði í félaginu. Þeir hafa tvívegis fellt G. M., sem fulltrúa á aðalfund heima fyrir. I vetur felldu þeir E. J. líka. 1 stað þess kusu kommúnistar þýðingar- lausa menn úr sínum flokki. Þannig starfa kommúnistar í hverju félagi, og þó verst í mannfélaginu. En það er erfitt að gefa blindum sýn. Yfir landamœrin. Snemma í þessum mánuði voru sama daginn merkis- greinar í Mbl. og Tímanum. Mbl. heimtaði nýja ríkis- stjórn, en gerði þá fortakslausu kröfu, að stjórnin hefði alls enga stefnu um nokkurn skapaðan hlut. Tíminn sagði að Gísli þingmaður Barðstrendinga segði í Mbl. að kjósendur hans biðu eftir einhverri úrlausn á dýrtíð- armálunum og fögnuðu þeirri sem kæmi.. Jafnframt sagði Tíminn, að Hermann Jónasson hefði lýst yfir á prenti, að nú lægi mest á, að finna nýtt hagkerfi. Þann- ig biðu allir eftir dúfu frá himnum. Hún getur komið með hagkerfið, vit handa stjórn, sem fæddist án vits og einhverja lausn handa hinum bjartsýnu kjósendum Gísla Jónssonar. Verst ef dúfan villtist á dúfnahúsum. # # # I einu stjórnmálablaði voru mér nýlega gerðar upp hugsanir og búin til fyrir mig ræða. Þetta mun eiga að

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.