Bæjarblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 1

Bæjarblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 1
Bœjorblodid 1. tölublað 15. september 1979 1.árgangur Akureyringar lœgstir hefjist, en samkvæmt áætlun á að framkvæma fyrir 200 milljónir við dreifikerfi á Akranesi. Inn í þeirri tölu eru kaup H.A.B. á lögn frá kyndistöð við sjúkrahús. Framkvæmdaáætlun fyrir lagn- ingu dreifikerfis á Akranesi lítur þannig út: Hitaveita er það sem koma skal, verður öllum að orði, ef rætt er um háan kyndingarkostn- að. Hvernig standa hitaveitumál- in? er spurning, sem brennur nú á vörum manna. Fyrsti fundur Hitaveitu Akra- ness og Borgarfjarðar (H.A.B.), var haldinn 9. apríl 1979 og skipti stjórnin þá með sér verkum. Guðmundur Vésteinsson var kjörinn formaður H.A.B. sam- kvæmt tilnefningu frá Akranes- Bæ að Seleyri. Far sem ekki var fengið starfsleyfi fyrir H.A.B., nema að takmörkuðu leyti, vegna tafa á eignarnámi Deildartungu- hvers, en eins og allir vita, var reynt til þrautar að ná samkomu- lagi við eigendur Deildartungu- hvers, svo til eignarnáms þyrfti ekki að koma. Það var svo þann 8. ágúst 1979 sem opnuð voru tilboð í 3. áfanga dreifikerfis í Borgarnesi. Tvö tilboð bárust, frá Jóhanni ísleifssyni og Stefáni . kaupstað og Jón Sigvaldason varaformaður samkvæmt tilnefn- ingu frá Hitaveitu Borgarfjarðar. Aðrir í stjórn H.A.B. eru: Frá Akranesi, Jóhann Ársælsson, sem er ritari stjórnarinnar, Jósef H. Þorgeirsson og Jón Sveinsson. Frá Hitaveitu Borgarfjarðar: Björn Arason og Húnbogi Þor- steinsson. Samkomulag er um að formaður og varaformaður skuli tilnefndir af hvorum aðila fyrir sig, þ.e. til skiptis frá Akranesi og Hitaveitu Borgarfjarðar. Á fundi H.A.B. 23. júlí lá fyrir heimild frá Iðnaðarráðuneytinu til að hefja framkvæmdir við 2. áfanga dreifikerfis í Borgarnesi, lögn í Borgarfjarðarbrú og fram- ræsingu lands á kaflanum frá Jörundssyni á Akureyri að upp- hæð kr. 59.467.100- og frá Borg- arverki hf. í Borgarnesi að upp- hæð 59.515.150-. Áætlun Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen hljóðaði hins vegar upp á kr. 65.109.900-. Samþykkt var að taka tilboði Borgarverks hf. Nýlega voru opnuð tilboð í 2. áfanga dreifikerfis á Akranesi. Alls bárust 7 tilboð (sjá með- fylgjandi töflu). Samkomulag hefur orðið um að taka tilboði frá Stefáni Jörundssyni og Jó- hanni ísleifssyni, Akureyri, kr. 74.051.000-, en ennþá á eftir að taka formlega ákvörðun um þetta á stjórnarfundi. Lægsta tilboð frá Akranesi var 25 milljónum kr. hærra, og er það miður að svo stór verk þurfi að lenda hjá ut- anbæjaraðila. Eitt virðist sam- merkt með hitaveituframkvæmd- um nú og fyrr, að þær fara fram að vetrarlagi, þegar öll jarðvinna er mun erfiðari en að sumri til. Ástæðan fyrir þessu nú, er sú að starfsleyfi hefur ekki enn fengist. Akurnesingar fagna því að nú glittir loks í þann langþráða draum að hitaveituframkvæmdir 1979 kr. 200 millj. 1980 310 millj. 1981 310 millj. 1982 20 millj. Þannig að við getum vænst að fá hitaveitu 1982 í öll hús á Akranesi, sem hafa möguleika á að taka hana inn. Þetta byggist allt á að nægilegt fé fáist til framkvæmda og væntum við þess að ekki standi á því frá ríkinu. Tilboð i 2. áfanga Eftirtalin tilboð bárust í 2. áfanga dreifikerfis á Akra- nesi, en þessi áfangi markast af Kalmansbraut og Kirkju- braut að sunnan og Merkigerði að vestan. Rétt er að geta þess, að á síðastliðnum vetri var lagt í hluta af þessum áfanga frá kyndistöð í Sjúkrahúsinu. Ástvaldur Gunnlaugsson, Akureyri kr. 79.089.400- Ásberg hf., Hafnarfirði 85.350.500- Bylting sf., Akranesi 119.354.052- Stuðlastál svf., Akranesi 99.366.300- Eðvarð Árnason 110.070.500- Norðurverk hf., Akureyri 109.631.500- Stefán Jörundss. og Jóhann ísleifss., Akureyri 74.051.000- Kostnaðaráætlun, hljóðaði uppi kr. 83.176.150-. Eins og fram kemur í greininni mun vera ákveðið að taka lægsta tilboðinu. Hvar verða höfuð- stöðvar H.A.B.? Nú þegar hitaveita er að verða að raunveruleika, hlýtur krafa Akurnesinga að vera sú, að höfuðstöðvar H.A.B. verði á Akranesi og hér verði aðalskrifstofan með hitaveitu- stjóra í fararbroddi. Útibú verði síðan sett upp í Borgarnesi. Akurnesingar verða því að treysta sínum stjórnarmönnum til að standa fast á því, þar sem Akranes mun verða lang- stærsti notandi veitunnar. Auglýsingasími 2660

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.