Bæjarblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 9
HAGSMUNAMÁL
BÆJARFULLTRUA?
Árið 1976, nánar tiltekið 2.
júlí, flutti Ríkharður Jónsson
bæjarfulItrúi eftirfarandi tillögu
á bæjarstjórnarfundi: „Legg til
að fasteignaskattur af félags-
heimilum verði lagður niður“.
Tillagan var samþykkt með 6
atkvæðum gegn 2. Samþykkir
voru: Ríkharður Jónsson og Guð-
mundur Vésteinsson (A), Ólafur
Guðbrandsson (F), Hörður Páls-
son, Valdimar Indriðason og
Inga Jóna Pórðardóttir (S). At-
kvæði gegn tillögunni greiddu:
Jóhann Ársælsson (Alþbl.) og
Daníel Ágústínusson (F). Einn
sat hjá: Jósef H. Porgeirsson (S).
í Umbroti 5 nóvember 1976
gerir Jóhann Ársælsson bæjar-
fulltrúi þessa samþykkt að um-
ræðuefni í lesendabréfi. Hann
skrifar m.a.: „Pað hefur komið í
Ijós að samþykkjendur tillögunn-
ar meina að framvegis skuli
félagsheimili hér í bæ ekki
greiða fasteignaskatta og að
áfallnir skattar þessa árs, ásamt
skuldum frá fyrri árum (félögin
voru misjafnlega trassasöm, inn-
sk. gr.h.) falli niður. Pessi höfð-
inglega gjöf eða styrkur til þess-
ara 6 félagsheimila er samtals
upp á kr. 1.096.624.-“
Árið 1977 var gerð tilraun til
að breyta þessari ákvörðun bæj-
arstjórnar, er Daníel Ágústínus-
son bæjarfulltrúi flutti tillögu
þar að iútandi, en hún var felld
með eins atkvæðis mun.
Þessi samþykkt er enn í fullu
gildi og er gjöf þessi eða styrk-
ur kominn í kr. 3.700.000-. Upp-
hæðin er misjöfn á félagsheimil-
in, en í grófum dráttum sem
hér segir:
Frímúrarar kr. 1.600.000-
Oddfellowar 1.110.000-
Sjálfstæðishús 295.000-
Röst, Alþýðufl. 265.000-
Rein, Sósíalistar 215.000-
Framsókn 185.000-
Þar sem þessi samþykkt brýt-
ur reglur og lög um fasteigna-
skatta og gengur þvert á úrskurð
Hæstaréttar í máli Frímúrara-
reglunnar í Reykjavík, er það
SLIMUR FRÁGANGUR
BÆJARINS
Síðastliðið sumar var unnið
að framkvæmdum við Háholt og
Brekkubraut vegna væntanlegrar
lagningar slitlags á Háholt, og
framkvæmda við hitaveitu.
Vegna viðskilnaðar bæjarins
við þessar framkvæmdir hefur
bæjarstjórn borist bréf frá 3
íbúðareigendum, þar sem þeir
fara fram á, að þær skemmdir
er hafa orðið á girðingum og
lóðum vegna sprenginga og jarð-
rasks við hitaveitu- og gatna-
gerðarframkvæmdir á sl. ári
verði lagfærðar.
Lítið virðist hafa skeð í þessu
máli enn, eins og augljóst er á
annars mjög smekklegri lóð
Björns Péturssonar við Háholt,
þar blasir við vegfarendum við-
skilnaður bæjarins í algerri and-
stöðu við þá vinnu er eigendur
lóðarinnar hafa lagt í, til fegr-
unar bæjarins. Fyrir þessum við-
skilnaði bæjarins eru eflaust til
einhverjar ástæður til málsbóta,
en það breytir ekki því, að bær-
inn á að lagfæra eftir sig á sama
hátt og hann ætlast til af bæjar-
búum. Hér er gott verkefni fyr-
ir fegrunarnefnd að reka á eftir.
furðulegt að meirihluti bæjar-
fulltrúa skuli láta eigin hagsmuni
víkja fyrir hagsmunum heildar-
innar. í reglugerðinni um fast-
eignaskatta segir, að félagsheim-
ili er standi almenningi opin án
tillits til stjórnmálaskoðanna
skuli undanþegin fasteignaskatti.
Ofangreind félagsheimili falla
ekki undir þessa grein og áttu
því lögum samkvæmt að greiða
skattinn.
Ein af aðalröksemdunum með
samþykkt þessarar tillögu var,
að sumir þessara lokuðu klúbba
gæfu það mikið til bæjarfélags-
ins (t.d. gjafir til sjúkrahúss) að
það væri ekki mikið þó bæjar-
félagð rukkaði ekki fasteigna-
gjöld af félagsheimilum þeirra.
En hvers eiga þá klúbbarnir sem
ekkert hús eiga (Rotary, Kiwan-
is, Lion), og gefa stórgjafir til
líknarmála, að gjalda.
Pað væri mikð hreinlegra, ef
bæjarfulltrúar telja nauðsynlegt
að styrkja þessa aðila, að bæta
þeim við styrkjaskrána um Ieið
og fjárhagsáætlun er gerð, og
reyna þá að dreifa henni á
fleiri félög og um leið að jafna
styrkina.
Athygli vekur að eitt þessara
félagsheimila er rekið sem
gróðafyrirtæki yfir vetrartímann
(Rein) og ætti því ekki að vera
í.erfiðleikum með greiðslu fast-
eignaskatts.
Pessi grein er skrifuð til að
minna á þetta furðulega mál og
hvetja um leið þá bæjarfulltrúa
er á móti voru að halda uppi til-
löguflutningi. — A.O.
Verður áfenglsutsala
opnuð á Akranesi?
Síðustu misseri, þegar einn
algengasti heimilisíðnaðurinn
(bruggun) hefur aldrei blómstr-
að betur, hefur umræða um opn-
un áfengisútsölu á Akranesi auk-
ist að mun. Hvað valdið hefur
þessari auknu umræðu nú, er
erfitt að geta sér til um, en trú-
lega hafa tvö atriði átt töluverðan
þátt þar í, þ.e. fréttir frá Sauð-
árkróki og Selfossi og umræða í
Atvinnumálanefnd Akraness.
Á Sauðárkróki var útsalan felld
í atkvæðagreiðslu með fjögurra
atkvæða mun. Á Selfossi stendur
nú yfir undirskriftasöfnun þar
sem stefnt er að því að fá þriðj-
ung kosningabærra manna til að
mæla með opnun áfengisútsölu.
Aðaltilefni þessarar greinar er
fundur í Atvinnumálanefnd Akra-
ness þann 5 mars 1979, þar sem
rætt var um útlitið í verslunar-
rekstri á Akranesi meðal annars.
Par lýsti þáverandi formaður
Kaupmannafélags Akraness Aðal-
steinn Aðalsteinsson þeirri skoð-
un sinni að verslun á Akranesi
mundi aukast verulega, svo og
straumur fólks til staðarins ef
opnuð yrði áfengisútsala á Akra-
nesi. Aðalsteinn kvaðst þó vita
að um þetta væru skiptar skoð-
anir, en þetta væri þó sín sann-
færing. Einn nefndarmanna, Árni
Ingólfsson, lýsti því yfir, að
bærinn fengi stórkostlega víta-
mínsprautu fjárhagslega og versl-
unarlega, ef til kæmi áfengisút-
sala. Við umræðu í nefndinni
kom fram að fjórir nefndarmenn
(Árni Ingólfsson, Erlingur Giss-
urrarson, Friðrik Jónsson og Jón
Sveinsson) voru meðmæltir, einn
(Bjarnfríður Leósdóttir) á móti.
Með svo eindreginni afstöðu
Atvinnumálanefndar má búast
við að þeir sem meðmæltir eru
áfengisútsölu, hugsi sér til hreyf-
ings og kanni hug bæjarbúa.
Hvort það leiðir til opnunar
áfengisútsölu og að niður leggist
sú þjónusta, sem Á.T.V.R. og
Póstur og sími veita með dýrum
póstkröfusendingum, er ekki gott
að segja, en þessi þjónusta Pósts
og síma er ekkert annað en dul-
búin áfengisútsala með góðum
ágóða fyrir umrætt ríkisfyrirtæki.
Helsta breytingin við opnun
útsölu hér yrði að tekjurnar
rynnu til Akranesbæjar en ekki
Eins og glögglega sést á mynd-
inni, þá er rekin áfengisútsala
á Siglufirði.
Reykjavíkur, og væri þá til dæm-
is hægt að nota þær í fyrirbyggj-
andi aðgerðir gegn ofnotkun
áfengis hér í bæ.
Trúlega hafa bindindismenn
einhverjar athugasemdir við álit
Atvinnumálanefndar og verður
blaðið opið fyrir umræðu um
þetta mál eins og öll önnur mál.
Aflafréttir
Afli Akranestogara frá áramót-
um og fram til 10. september, er
sem hér segir:
Haraldur Böðvarss. 3519 lestir
Krossvík 2208 lestir
Óskar Magnússon 2988 lestir
Pess ber að gæta að Krossvík
var frá veiðum í um tvo mánuði
vegna bilunar á spili.
Samkvæmt upplýsingum frá
hafnarvoginni hefur 4536 lestum
af loðnu verið landað Akranesi,
frá því í byrjun ágúst og fram
til 10. september.
9