Bæjarblaðið - 15.09.1979, Qupperneq 10

Bæjarblaðið - 15.09.1979, Qupperneq 10
PÚLITISKAR RÁÐNINGÁR? tek þetta bréf yðar (bréf frá félagsmálastjóra innsk. bb.) finn ég að ég hefi ekki gert neitt um ævina sem ég skammast mín eins mikið fyrir eins og að sækja um ofangreint starf, eftir þá meðferð sem umsókn mín fékk vegna pólitískrar ráðningar sem var framkvæmd fyrir eða strax eftir að auglýsing ykkar var sett í Umbrot". Hér er um alvarlega ásökun að ræða, sem bæjaryfirvöld fá rými til að svara í næsta tbl. Bæjarblaðsins, ef þau telja ástæðu til. Ráðningar í stöður verða oft hitamál, hvort sem er hjá bæjar- félagi eða ríki. Pað mikið getur greint á, að það geti valdið meirihlutaslitum eins og að var látið liggja um síðasta vinstri meirihluta í bæjarstjórn. Nýlega kom fyrir bæjarstjórn bréf varð- andi ráðningu í stöðu hjá bænum, er setti mikinn hita í umræður þar og varð þess valdandi að for- seti bæjarstjórnar varð að leyfa bæjarritara að svara fyrir sig, en hann hefur ekki málfrelsi á fundum bæjarstjórnar, svo getur hitinn í umræðunum orðið mikill. Iðulega þegar menn eru spurðir af hverju þeir sæki ekki um hina eða þessa stöðuna er þeir kæmu mjög til álita í, verða svörin á þá leið, að þeir vilji ekki láta bítast um sig á pólitísku borði, þar sem menntun og starfs- reynsla skipta litlu, en pólitísk flokksskírteini því meiru. Það verður æ algengara að hæfir menn sækja ekki um störf hjá ríki og bæjarfélagi án þess að tryggja sér fyrst meirihluta í þeim pólitíska hópi er velur. Trú fólks á eðlilegri afgreiðslu getur oft beðið sorglegt skipbrot eins og fyrrnefnt bréf sýnir, en þar segir m.a.: „Um leið og ég mót- Lofsverf framtak Nú í sumar hefur verið lífg- að all verulega upp á miðbæ Akraness með blómakerjum. Ker þessi eru skemmtileg nýbreytni, og garðyrkjustjóri bæjarins á þakkir skyldar fyr- ir þetta framtak sitt. Þó svo að meirihluti bæjar- búa kunni vel að meta þessa nýbreytni, þá virðist sem blómaker þessi hafi verið fyr- ir einhverjum, því viss hópur (vonandi fámennur) fólks hef- ur gert sér að leik að velta þeim um. Sem betur fer hefur garðyrkjustjóri ekki látið þetta á sig fá, heldur reist kerin jafnharðan við og gróð- ursett í þau á ný. Sefur þú á peningum? Það er óyarlegt að geyma fé eða fjármuni í misjafnlega traustum geymslum, — hvort sem er á vinnustað eða undir koddanum. í Landsbankanum eru peningarnir þínir varðveittir á öruggan hátt. Sparifjáreign hjá Landsbankanum tryggir þér handbært fé, ef óvænt útgjöld ber að höndum^T^ LANDSBANKTNN Banki allm landsmanna Þar sem við höfum opnað aftur, eftir verulegar breytingar, bjóðum við nú veg- legan matseðil alla daga og öll kvöld. Matur framreiddur á laugardagskvöldum frá kl. 19-22. Borðapantanir í síma 2020 frá kl. 17,00. Verið velkomin. Hótel Akranes AKRANESKAUPSTAÐUR Akurnesingar Akurnesingar Þeim gjaldendum, sem ekki eru í skilum við Bæjarsjóð Akraness með útsvars,- aðstöðu- eða fasteignagjöld, er bent á að 20. september verða reiknaðir 4*4% drátt- arvextir á það sem í vanskilum er, og framvegis 15. hvers mánaðar verða reikn- aðir dráttarvextir á það sem í vanskilum er. Atvinnurekendum er bent á að skila reglu- lega útsvarsaftekt vegna starfsmanna, þannig að ekki komi til dráttarvaxtareikn- ings vegna starfsmanna. Innheimtustjóri 10

x

Bæjarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.