Bæjarblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 11
HUSALEIGUSAMNINGAR frh. af bls. 7
húsaleigunefndir. Einnig er í lög-
unum réttarstaða hjóna og sam-
búðarfólks gerð sú sama, en með
sambúðarfólki er átt við karl og
konu, sem búa saman og eru
bæði ógift, ef þau hafa átt barn
saman, konan er þunguð eða
sambúðin hefur varað samfleytt
í eitt ár.
Lögin um húsaleigusamninga
öðluðust gildi í júní s.l. og ættu
því allir þeir, sem slíka samninga
þurfa að gera, að notast við
samningsform Félagsmálaráðu-
neytisins, sem liggja frammi á
bæjarskrifstofunni, eins og áður
er sagt. Leigusamningar, sem
gerðir hafa verið fyrir gildis-
töku laganna, skulu þó halda
gildi sínu uns þeir renna út, þó
eigi lengur en til 1. janúar 1980.
Frá þeim tíma taka lögin einnig
til þeirra. Skulu aðilar leigu-
samninga, sem gerðir hafa verið
fyrir gildistöku laganna gera
skriflega leigumála skv. lögunum
fyrir 1. janúar 1980. Sé slíkur
samningur ekki gerður fyrir þann
tíma gilda hins vegar lögin alfar-
ið um réttarsamband aðilanna.
Brýnt er því fyrir fólk, jafnt leigu-
sala sem leigutaka, að huga nú
þegar að leigumálum sínum,
þannig að nýir samningar verði
komnir á fyrir næstu áramót.
Að lokum er rétt að geta þess,
að brot gegn fyrstu 12 köflum
laganna (þeim atriðum sem hér
hafa aðallega verið gerð að úm-
talsefni) varða sektum nema
þyngri refsing liggi við sam-
kvæmt öðrum lögum.
AKRANESKAUPSTAÐUR
Lögtoksúrskurður
Hér með úrskurðast lögtak fyrir áfölln-
um, en vangoldnum útsvörum, aðstöðu-
gjöldum og fasteignagjöldum til Bæjar-
sjóðs Akraness, og hafnargjöldum til
Hafnarsjóðs Akraness fyrir árið 1979 og
eldri, og fyrir lögboðnum dráttarvöxtum
og kostnaði.
Lögtök mega fara fram að 8 dögum
liðnum frá birtingu þessa úrskurðar.
Akranesi, 28/8. 1979,
Bæjarfógetinn á Akranesi,
Björgvin Bjarnason.
Innheimtustjóri Akraneskaupstaðar.
Höfum fyrirliggjandi frystikistur og kæli-
skápa.
Philco þvottavélar og þurrkara.
Luma og Finlux sjónvarpstæki.
Athugið! Greiðsluskilmálar.
Kaupfélagið
Iðnnám
Getum tekið nema í vélvirkjun (4 ár)
og i rafsuðu (2 ár)
Þorgeir & Eiiert hf.
Akurnesingar
Vorum að fá mikið úrval af hinum þekiktu
Starfsmaður
óskast til tímamælinga.
Upplýsingar á skrifstofunni.
Þorgeir & Ellert hf.
CURVER
plastáhöldum til heimilisnotkunar.
Bárugötu 21 — Sími 1743
11