Bæjarblaðið - 15.09.1979, Qupperneq 12
Rœjorblodid
1. tbl 15. september 1979 1. árg.
Húsbyggjendur óánægðir
í sumar barst bæjarstjórn Akraness bréf frá nokkrum húsbyggj-
endum, er lýstu óánægju sinni með að fasteignagjöld voru lögð á
byggingar þeirra, er væru í óíbúðarhæfu ástandi. Gjaldið var lagt
á samkvæmt heimild í lögum. Þó að öll lög landsins eigi að vera
sanngjörn eru til tilfelli, sem almenningur álítur ósanngjörn. Það
hlýtur að tejast ósanngjarnt að greiða fasteignagjöld af tveimur
húsum, þar sem annað er óíbúðarhæft, eða þurfa að greiða háa
leigu af leiguhúsnæði, vegna þess að bygging er óíbúðarhæf, en
samt skattlögð að fullu. Bæjarstjórn tók vel í erindi húsbyggjend-
anna og vísaði málinu aftur í bæjarráð, en því miður er líklegt að
þar sofni það svefninum langa.
Góð reynsla af nætursölunni
Sú nýjung í þjónustu við bæjarbúa var tekin upp eftir áramót
að opnuð var nætursala á föstudags- og laugardagskvöldum til kl. 3
að nóttu í söluskálanum Björg við Þjóðbraut. Þessi þjónusta hefur
mælst vel fyrir, eins og segir í greinargerð bæjarstjóra vegna beiðni
um framlengingu á leyfi til nætursölunnar. Nætursalan var rekin til
reynslu í 6 mánuði og allan þann tíma var hún mikið notuð og sýndi
að slík þjónusta hefði mátt koma mun fyrr. íbúar í nágrenni sölu-
skálans telja sig ekki verða fyrir ónæði vegna nætursölunar, enda
leggjast allir á eitt um að hún megi fara vel fram. Við væntum
þess að þetta verði fastur liður í þjónustu við bæjarbúa.
Verður ráðinn æskulýðsfulltrúi?
Á fundi í æskulýðsnefnd þann 20. júní sl. var samþykkt að fara
fram á við bæjarstjórn að ráðinn yrði æskulýðsfulltrúi, er sjá myndi
um rekstur æskulýðsheimilis. Hinn 1. ágúst sl. hætti Guðný Jóns-
dóttir, formaður nefndarinnar, störfum í nefndinni. í stað hennar
var Ellert Ingvarsson skipaður í nefndina.
Hasar í bæjarstjórn
Bæjarstjórnarfundir geta oft orðið fjörugir. Eftir einn slíkan, skeði
það að Daníel Ágústínusson, bæjarfulltrúi kærði Valdimar Indriða-
son, forseta bæjarstjórnar, til Félagsmálaráðuneytisins fyrir brot á
fundarsköpum. Taldi hann að Valdimar hefði misnotað vald sitt í
forsetastól er hann neitaði Daníel um að bóka athugasemd vegna
bókunar Ríkharðar Jónsson, bæjarfulltrúa, um málningarútboðin
forðum daga.
Rafmagnshækkun
Nýlega hækkaði gjaldskrá Rafveitu Akraness, sem hér segir:
Hitataxtar 10% hækkun. Aðrir gjaldskrárliðir um 20%. Meðaltals-
hækkun er 17,8%.
Nýr aðstoðarskólameistari
í haust lét Jón Hjartarson af störfum sem aðstoðarskólameistari
við Fjölbrautaskólann, en hann hefur verið ráðinn skólameistari á
Sauðárkróki. Heyrst hefur að töluverður ágreiningur hafi verið í
skólanefnd um eina umsækjandann um stöðuna, Engilbert Guð-
mundsson, kennara og bæjarfulltrúa. Helstu vankantarnir voru víst
þeir að hann er Alþýðubandalagsmaður og talinn stefna til æðri
metorða í pólitík. Skólanefnd mun nú hafa samþykkt að ráða Engil-
bert, en enn vantar staðfestingu Menntamálaráðuneytisins.
Skólastjóri Tónlistarskólans
Jón Karl Einarsson, sem áður var tónmenntakennari við Barna-
skólann, hefur verið ráðinn skólastjóri Tónlistarskólans. Þórir Þóris-
son, sem lætur af skólastjórn, hefur verið ráðinn deildarstjóri tón-
menntabrautar Fjölbrautaskólans í Breiðholti.
Umsóknir um starf hjá Rafveitunni
Óðinn S. Geirdal sagði starfi sínu hjá Rafveitu Akraness lausu
frá 31. ágúst sl. Óðinn hefur starfað hjá Rafveitunni í 30 ár.
Umsóknir um starf Óðins bárust frá tveim aðilum, Alfreð Björns-
syni, Brekkubraut 19 og Sigþóri Eiríkssyni, Vesturgötu 90. Sam-
þykkt var að ráða Alfreð í starfið.
Ráðinn bryggjuvörður
Á bæjarstjórnarfundi 29. júní var Björn Ágústsson ráðinn í starf
bryggjuvarðar. Eftirtaldir aðilar sóttu um starfið: Björn Ágústsson,
Högni Reynisson og Steinar Hagalínsson. Hafnarnefnd mælti með
ráðningu Björns.
Eitt af því sem bæjaryfirvöld brýna gjarnan fyrir
þegnum sínum, er góð umgengni og snyrtimennska
á lóðum einstaklinga. En hvernig lítur svo út á einu
aðalathafnasvæði bæjarins við Ægisbraut. Myndin
hér að ofan er af því svæði. Bæjarblaðið lætur síðan
lesendum sínum eftir að dæma, en vill um leið benda
Fegrunarnefnd bæjarins á að skoða þetta.
FORELDRAFELAG
Á síðastliðnum vetri unnu
nokkrir foreldrar og kennari
bekkjardeildar einnar við barna-
skólann að stofnun foreldra-
félags. Boðuðu þeir til fundar í
vor í Rein. Á fundinn komu þrír
gestir úr stjórn foreldra- og kenn-
arafélags Æfingaskólans í
Reykjavík og kynntu starfsemi og
markmið foreldrafélaga. Þá voru
samþykkt drög að lögum fyrir
félagið.
Fundur þessi var fjölsóttur og
kom fram mikill áhugi fyrir mál-
efni þessu.
Markmið félagsins er að auka
tengsl heimila og skóla og stuðla
að betri aðbúnaði í skólunum.
Á fundinum var kosin nefnd sem
á að vinna að stofnun félagsins
í haust. Hefur hún starfað að
undirbúningi og áformar að á
fyrsta ári verði sérstaklega lögð
áhersla á aukin tengsl nemenda,
kennara og foreldra í hverjum
árgangi fyrir sig. Einnig mun
verða unnið að kynningar- og
fræðslustarfi á einstökum þátt-
um skólastarfsins.
SOLARHRÍNGSVAKT
Undanfarin ár hefur verið
háð barátta fyrir því að fá
sólarhringsvakt á lögreglu-
stöðina, og er það mikið ör-
yggismál fyrir bæjarbúa.
Dómsmálaráðuneytið og bæj-
arstjórn hafa nú gert með sér
samkomulag um sólarhrings-
vakt frá 1. júlí 1979. í sam-
komulagi þessu kemur m.a.
fram, að lögreglan skuli ann-
ast sjúkraflutninga fyrst um
sinn, einnig mun lögreglan
annast áfram útköil slökkvi-
Iiðsins. Með þessu samkomu-
Iagi munu útköll slökkviliðs-
ins, sem verið hafa verulegt
vandamál, væntanlega komast
í gott horf. Með sólarhrings-
vaktinni lokast nú, sem betur
fer, möguleiki þeirra er stund-
að hafa hnupl og beðið eftir
því að lögreglan hætti eftir-
litsferðum og færi heim að
sofa, svo þeir gætu stundað
iðju sína óáreittir.
BARINN OPNAR AFTUR
Á fundi bæjarstjórnar þann
11. september sl„ var samþykkt
að veita Hótel Akranesi vínveit-
ingaleyfi á ný.
Meðmæltir veitingu leyfisins
voru: Valdimar Indriðason og
Guðjón Guðmundsson (S), Ólaf-
ur Guðbrandsson (F), Jóhann Ár-
sælsson og Engilbert Guðmunds-
son (Abl.). Á móti voru: Hörður
Pálsson (S), Ríkharður Jónsson
og Sigurjón Hannesson (A). Einn
sat hjá: Daníel Ágústínusson (F).
Eins og Akurnesingum er ef-
laust kunnugt um hafa að undan-
förnu verið gerðar miklar breyt-
ingar á sal hótelsins. í framhaldi
af þessum breytingum verða nú
einnig breytingar á rekstrinum.
Til dæmis verður nú framreiddur
matur á laugardagskvöldum á
milli kl. 19 og 22. Matargestum
er síðan tryggt borð á dansleik
um kvöldið.