Bæjarblaðið - 23.01.1981, Side 7

Bæjarblaðið - 23.01.1981, Side 7
úr plasti. Nýi báturinn ber nafn bátastöðvarinnar og heitir Knörr AK 8. Eigendur eru tveir ungir Akurnesingar Björn Vilbergsson og Pétur Jónsson. Stærð báts- ins er um 10 lestir, en smíði hans kostaði um 40 millj. g.kr. Nýr grunnskóli rís af grunni, en það er Grundaskóli og eru framkvæmdir hafnar við fyrsta áfanga hússins. Trésmiðjan Jað- ar sf. sér um verkið. Þessi mynd frá byggingu hins nýja grunnskóla, Grundaskóla. JÚlí Hinn 19. júlí var hjólreiða- keppni endurvakin hér á Akra- nesi, en þá efndu Bæjarblaðið og ÍA til veglegrar keppni og tóku alls 33 keppendur þátt í keppninni. Keppt var í þremur hópum: 7-11 ára flokki, flokki 12 ára og eldri og í flokki gírahjóla. Sigurvegari í yngri aldursflokkn- um varð Haraldur Ingólfsson en í þeim eldri Gauti Halldórsson. í gírahjólaflokknum sigraði Ás- geir Heiðar úr Reykjavík. Keppn- in tókst í alla staði mjög vel. Bæjarblaðið gaf bikara og verð- launapeninga og sá einnig um framkvæmd keppninnar ásamt stjórnarmönnum úr ÍA. Sjúkrabílssöfnuin gengur all- vel og höfðu safnast um 1,3 millj. g.kr. um miðjan mánuðinn. Framkvæmdir við lagningu dreifikerfis hitaveitunnar eru í fulium gangi og eru framkvæmd- ir við 3. áfanga hafnar en það er mestur hluti niðurskagans. Um þann áfanga sjá verktakarn- ir Úlfar Harðarson úr Reykjavík og Stuðlastál svf., Akranesi. Norrænt kristilegt skólamót var haldið á Akranesi um miðjan mánuðinn og voru þátttakendur um 300 frá öllum Norðurlönd- unum. Mótið tókst mjög vel og settu þátttakendur mikinn svip á bæjarlífið. Sá sérstæði atburður átti sér stað hér skammt undan Akra- nesi að hraðbáturinn Ötull úr Borgarnesi og trillubáturinn Blíð- fari frá Akranesi lentu í árekstri á þann hátt að hraðbáturinn þeysti yfir Blíðfara og tók með sér stýrishús bátsins um leið. Mildi var að ekki urðu slys á mönnum við þessar aðfarir, en eigandi Blíðfara, Böðvar Jóhann- esson var einn um borð og var hann staddur við beitningu fremst í bátnum. Hvað sem segja má um tilurð þessa at- burðar, má Ijóst vera að þetta er einn sérstæðasti árekstur árs- ins. Október Harðar deilur risu í bæjar- stjórn vegna fyrirhugaðra kaupa bæjarins á jörðinni Fögrubrekku í Innri-Akraneshreppi. Kaupverð- ið var 75 millj. g.kr. og sýndist sitt hverjum um ágæti þessara kaupa. Ætlun Akranesbæjar var að tryggja sér landið undir íbúð- Fjölbreytt starfsemi var æsku- lýðsheimilinu Arnardal. Myndin er þaðan. arlóðir í framtíðinni. Síðar var ákveðið að bærinn keypti jörð- ina og var það samþykkt í bæj- arstjórn með sjö atkvæðum gegn tveimur atkvæðum Framsóknar- manna. Slæmt ástand ríkti í atvinnu- málum sökum þess að hrað- frystihúsið Heimaskagi hafði verið lokað frá miðjum júlí vegna hráefnisskorts. Par af leiddi að um 70 konur voru at- vinnulausar. Æskulýðsheimilið Arnardalur er nú nær fullfrágengið eftir að neðri hæð hússins hefur verið tekin í notkun, en þar er m.a. setustofa, Ijósmyndaherbergi og ýmiskonar tómstundaaðstaða. Nóvember Miklar umræður hafa orðið um hugsanlega kolabrennslu Sementsverksmiðju ríkisins. Bæjarstjórn vill láta kanna mengunarhættu til hlítar áður en hún gefur samþykki sitt til brennslunnar. Haraldur Böðvarsson & Co hf. tóku f notkun nýjar og mjög fullkomnar síldarsöltunarvélar. Vélar þessar valda gjörbyltingu í síldarsöltun og breyta um leið þeirri sérstöku stemningu sem ríkt hefur í síldarsöltun. Hróp eins og tunnu! - salt! - meiri síld! heyrast ekki lengur, Frá góðri uppfærslu Skagaleik- flokksins á „Storminum". Akur- nesingar sóttu mjög illa þetta góða verk og er það miður. allavega ekki þar sem söltunar- vélar hafa tekið við. Tónlistarskólinn á Akranesi varð 25 ára 2. nóvember. Við það tækifæri voru haldnir af- mælistónleikar í Bíóhöllinni. Á tónleikunum komu fram bæði nemendur og kennarar auk gesta og fluttu áheyrendum tónlist af ýmsu tagi. Fyrsti skólastjóri Tónlistarskólans var Anna Magn- úsdóttir, en núverandi skóla- sjóri er Jón Karl Einarsson. Skagaleikflokkurinn hóf sýn- ingar á Storminum eftir Sigurð Róbertsson og er þetta 12. verk- efni leikflokksins frá stofnun hans. Leikstjórn annaðist hinn landskunni leikari Gísli Halldórs- son. Aðsókn að verkinu var því miður frekar dræm, en að mati þeirra er leikritið sáu var þetta eitt jafnbest leikna verkið sem Skagaleikflokkurinn hefur tekið fyrir. Deseraber 1. desember kom hingað til Akraness nýr sjúkrabíll sem Rauða kross deild Akraness hefur staðið fyrir söfnun á árinu. Bíllinn er af Chevrolett Subur- ban gerð og er búinn fullkomn- ustu hjálpartækjum. Koma bíls- ins til Akraness eru mikil gleði- tíðindi fyrir okkur bæjarbúa, þar sem með honum ætti að vera komin lausn á sjúkraflutnings- vandamálum okkar. En því er nú ekki að heilsa vegna þess að nú er komið upp annað vanda- mál og ekki minna. Enginn vill taka á sig kostnaðinn við manna- hald á bílnum og stendur hann því ónotaður. Hvort sem bæjar- félagið eða ríkið tekur að sér þann kostnað þá er það krafa bæjarbúa að þetta mál verði leyst sem allra fyrst því annað er hreint hneyksli að hinn full- komni sjúkrabíll skuli ekki vera til staðar ef slys ber að hönd- um eða að flytja þarf sjúklinga á sjúkrahús. í viðtali sem Bæjar- blaðið átti við Reyni Porsteins- son kom fram að heildarkostn- aður við bílinn nemur um 14 millj. g.kr. Skv. bókum lögreglunnar fór jólamánuðinn átakalítið fram sem betur fer, þrátt fyrir erilinn og innkaupin. Jól og áramót voru friðsöm og róleg. Óskast keypt Getur þú selt bílatalstöð? eða bílakerru? hringdu þá í sima 1475 eftir kl. 18.30. Frá hjólreiðakeppni ÍA og Bæjarblaðsins. Keppendur bíða hér eftir verðlaunaafhendingunni. Frá síldarsöltun með nýjum vélum hjá HB og Co. 7

x

Bæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.