Bæjarblaðið - 23.01.1981, Page 10

Bæjarblaðið - 23.01.1981, Page 10
Dagvistun aldraðra á Hötða Að undanförnu hefur verið unnið að því af stjórn dvalar- heimilisins Höfða og félags- málaráði að koma upp aðstöðu á dvalarheimilinu fyrir dagvistun aldraðra og finna rekstrargrund- völl fyrir slíka starfsemi. Nokkuð er síðan húsnæðisað- staða fyrir dagvistunina var til- búin á Höfða, en beðið hefur verið eftir úrskurði daggjalda- nefndar um það hvort samþykkt yrðu daggjöld fyrir dagvistunina. Nú hefur daggjaldanefnd nýlega samþykkt daggjöld fyrir dagvist- un á Höfða og yrðu þau þá greidd af Tryggingastofnun rík- isins. Ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að fara að taka á móti fólki til dagvistunar og er stefnt að því að dagvistunin geti hafist í byrjun febrúar. Úthlutun plássa í dagvistun verður í höndum félagsmálaráðs, en reksturinn verður í höndum stjórnar og /forstöðumanns Höfða. Hægt er að sækja um heils- dags- eða hálfsdagsvistun 5 daga vikunnar og til greina kæmi einnig að vera t.d. tvo eða þrjá daga í viku. Miðað er við að dagvistunin verði opin frá kl. 8 til 17 og fær fólk þá þær máltíðir, sem fram eru reiddar á þeim tíma, sem það dvelur á staðnum. Þá verður þeim sem verða á dagvistun gef- inn kostur á að taka þátt í því, sem fram fer á dvalarheimilinu svo sem ýmis konar tómstunda- iðju og njóta annarrar þjónustu sem vistmenn á Höfða njóta. Aðstaða er til þess að fólk í dagvistun geti lagt sig og hvílst, ef það óskar eftir því. Þeim, sem hafa hug á að sækja um dagvistun á Höfða er bent á auglýsingu hér í blað- inu varðandi umsóknir um dag- vistun fyrir aldraða. (Fréttatilk. frá Félagsmálastj.) Húsnœði Þægileg 2ja herbergja íbúð til leigu að Skagabraut 2, uppi. íbúðin leigist með húsgögnum. Fyrirframgreiðsla. Upplýsingar á staðnum. Skítkast kennarablaðsins Ritstjórn Dögunar, málgagns Alþýðubandalagsins, sá ástæðu til þess í síðasta blaði sínu að kalla Bæjarblaðið „málgagn Framsóknarflokksins", en eins og lesendur Bæjarblaðsins vita er blaðið algerlega óháð öllum stjórnmálaflokkum og tekur ekki flokkspólitíska afstöðu til eins eða neins. Hitt er annað mál að í Bæjarblaðið er öllum frjálst að skrifa og ritstjórn þess dregur fólk ekki í pólitíska dilka. Það má vel vera að einhverjir Fram- sóknarmenn hafi skrifað meira í blaðið en menn úr öðrum flokk- um. Er það þá ekki umhugsun- arefni fyrir liðsmenn annarra flokka. Þeim er velkomið að láta skoðun sína í Ijós á síðum Bæjarblaðsins. Það er nú einu sinni svo að flokksblöðin koma einungis út þegar von er á miklum auglýsingum (Dögun að vísu 5 sinnum s.l. ár), svo ekki er vanþörf á blaði án flokkslitar. Dögun taldi jafnframt að Bæj- arblaðið og Dögun kæmu bæði reglulega út og væru ein um það. Nær hefði verið fyrir þá að segja að kennarablaðið Dögun komi reglulega sjaldan út. Af Bæjarbaðinu komu út 10 tölu- blöð á s.l. ári en Dögun 5 tölu- blöð. Að lokum er gaman að sjá samsetningu ritstjórnar Dögunar en þar eru 4 af 6 ritstjórnar- mönnum kennarar, auk þeirra skrifuðu 3 aðrir kennarar í síð- asta blað. Fjölbreytt samsetning eða er það ekki. Bókari Staða bókara á skrifstofu Akraneskaupstaðar er laus til umsóknar. Upplýsingar um starfið veitir undirritaður í síma 1320. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar. Skrifleg- um umsóknum skal skilað á skrifstofu Akra- neskaupstaðar, Kirkjubraut 8, Akranesi. Bæjarritari. Trésmiöjan flkur selur hluta af húsnæöi sinu Sá orðrómur hefur gengið hér um Skaga udanfarið, að Tré- smiðjan Akur hf. hyggðist draga úr starfsemi, væri að selja hús sín og myndi jafnvel segja upp starfsfólki. Vegna þessa orðróms hafði Bæjarblaðið samband við Stefán Teitsson, framkvæmdastjóra Ak- urs hf. og spurðist fyrir um þessi mál. Stefán kvað engar áætlanir um samdrátt vera uppi hjá fyrir- tækinu, frekar væri verið að færa út kvíarnar. Trésmiðjan hefði sótt um 2 hektara lóð við Smiðjuvelli og hyggðist flytja starfsemi sína þangað. Þá sagði hann að athafnasvæði trésmiðj- unnar við Akursbraut væri orðið allt of Iítið, en lóðin þar er um V2 hektari. „Síldar- og fiskimjölsverk- smiðja Akraness hf. hefur keypt af okkur hluta af húsunum við Akursbraut, en þessar sögur um uppsagnir og samdrátt hafa ekki við rök að styðjast", sagði Stefán jafnframt. Til sölu Renault 5 GTL árg. ’80 ekinn 9.000 km. Upplýsingar á Skaga- braut 2 uppi. Notuð bráðabirgða eldhúsinnrétt- ing til sölu. Nýleg eldavél getur fylgt. Upplýsingar í síma 2204. Tilboð óskast Tilboð óskast í húseignina Suð- urgötu 18 til flutnings eða nið- urrifs. Upplýsingar í síma 1364. Ljúffengur þorramatur verður á boðstólnum á Hótelinu laugardaginn 24. janúar nk. frá kl. 19,00 Dansleikur á eftir til kl. 02,00 10

x

Bæjarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.