Bæjarblaðið - 07.05.1981, Page 3
Guðjón Krístjónsson:
Hátt hreykir heimskur ser
og því verður fall hans mikið
Sementsverksmiðjan. — Dæmi um atvinnuuppbyggjandi fyrirtæki.
Einn flokkur öðrum fremur
hefur stært sig af því að vera
eini verkalýðsflokkur landsins.
En eins og margt er snertir
þennan flokk er þessu öfugt far-
ið. Þeir segja eitt en fram-
kvæma hið gagnstæða.
Nýlega hafa komið upp tvö
dæmi sem sanna það svo ekki
verður um villst að þessi flokk-
ur starfar gegn launþegum
landsins en ekki með þeim.
Flokkurinn styður kaup-
skerðingu
Eftir „Febrúarlögin" svo-
nefndu, sló málgagn þessa
flokks því upp í fyrirsögnum
sem náðu yfir hálfar forsíður
blaðsins, hversu svívirðiieg árás
lögin væru á launþega landsins.
Forvígismenn flokksins kepptust
við að lýsa því yfir, að ríkis-
stjórnin væri óvinur launþega
númer eitt.
Með efnahagsaðgerðum ríkis-
stjórnarinnar frá því á gamlárs-
dag, styður þessi sami flokkur
nákvæmlega eins aðgerðir og
voru í „Febrúarlögunum", þ.e. að
skerða kaupmátt launa. Þeir
styðja það, að ávallt skuli byrj-
að á því að níðast á launþegum
landsins. Flver er nú orðinn
andstæðingur launþega númer
eitt?
Flokkurinn vill auka
atvinnuleysi
Undanfarið hefur verið um
mikinn samdrátt að ræða í
byggingariðnaði, og þar með
aukið atvinnuleysi hjá iðnaðar-
mönnum. Einnig hefur heyrst um
aukið atvinnuleysi á Suðurnesj-
um.
Til að bæta úr þessu þyrfti
að auka, eða jafnvel byrja á nýj-
um framkvæmdum hér á Suð-
vesturhorni landsins. Þetta er
ekki eins auðvelt og menn
halda, ef þær framkvæmdir eiga
ekki að vera verðbólguhvetjandi.
Ein af þeim leiðum sem taldar
eru lækka verðbólgu er að
draga úr þenslu í þjóðfélaginu
með minnkun ríkisútgjalda. Því
er einsýnt að ríkið getur ekki
staðið að slíkum framkvæmdum
frekar en einstaklingar.
Eina lausnin virðist því vera
að láta einhvern aðila, sem fell-
ur ekki inn í hina verðbólgu-
hvetjandi þætti þjóðlífsins,
standa að slíkum framkvæmd-
um. Þessi aðili er fundinn og er
reiðubúinn að hefja framkvæmd-
ir sem veita myndu fjölda
manns atvinnu hvort sem er iðn-
aðarmönnum eða verkafólki.
Þessar framkvæmdir myndu
einnig standa yfir í langan tíma,
allt að einum áratug.
Flvernig bregst svo þessi
flokkur við þessum tilboðum?
Flann er algjörlega á móti þeim
og notar neitunarvald sitt innan
ríkisstjórnarinnar til að koma í
veg fyrir þær. Þar með sýnir
hann enn á ný í verki, andstöðu
sína gegn launþegum landsins.
Það leynir sér víst ekki hver
þessi flokkur er og hvaða fram-
kvæmdir talað er um hér á
undan. Framkvæmdirnar eru
bygging flugskýla á Keflavíkur-
flugvelli og olíubirgðastöð í
Flelguvík. Flokkurinn er Alþýðu-
bandalagið.
Flvernig stendur á því að aft-
ur og aftur kýs hluti af laun-
þegum landsins þennan flokk?
Flokk sem er eins andsnúinn
þeim og mögulegt er. Flvenær
gera launþegar sér grein fyrir
falshátt Alþýðubandalagsins og
hætta að styðja það? Flvenær
kemur sú stund að enginn Al-
þýðubandalagsmaður verður á
Alþingi? Vonandi sem allra allra
fyrst og þá verður fall þess
mikið.
Akraneskaupstaður
Fasteignaeigendur flkranesi athugiö!
Seinni gjalddagi fasteignagjalda er 15. maí.
Eindagi er 1. júní. - Gerið skil
Dráttarvextir eru þeir sömu og hjá innláns-
stofnunum.
Bœjarskrifstofan er opin mánudaga til föstu-
daga frá ki. 9.30-12.00 og 12.30-15.30.
I nnheimtustjóri Akraneskaupstaðar.
3