Bæjarblaðið - 07.05.1981, Page 4
Litið í Fjárhagsóœtlun 1981
Vormynd frá Akranesi. Ljósm.: Ö.J.
Fjárhagsáætlun Akraneskaup-
staðar var samþykkt í mars sl.
og verður hér litið á helstu liði
áætlunarinnar og eru allar tölur
í nýkrónum.
Niðurstöðutölur á teknalið eru
kr. 30. 600.000,00. Stærstu tekju-
liðir eru útsvars- og aðstöðu-
gjöld 21.550.000,00. Fasteigna-
gjöld eru 3.350.000,00, framlag
úr jöfnunarsjóði er 3.800.000,00
og vaxtatekjur og aðrar tekjur
nema 1.900.000,00.
Áætlað er að rekstur bæjar-
ins og stofnana hans nemi um
21.068.550,00. Helstu rekstrar-
gjöld bæjarins eru: Félagsmál
5.085.650,00, þar af í lýðhjálp
og lýðtryggingar kr. 2.788.500,00
Til fræðslumála kr. 4.303.000,00
þar af fær Fjölbrautaskólinn
1.086.500,00. Meðferð bæjarmála
3.053.780,00 og þar er bæjar-
skrifstofan stærsti liðurinn kr.
1.681.100,00.
Framkvæmdir á vegum bæjar-
ins á árinu 1981 eru áætlaðar
7.859.450,00, og er þeim tví-
skipt í fjárhagsáætluninni
þ.e.a.s. gjaldfærð fjárfesting
sem er til gatnagerðar og tækja-
kaupa og eignfærð fjárfesting
sem eru varanlegir rekstrarfjár-
munir.
Sundurliðun á helstu fram-
kvæmdum bæjarins er sem hér
segir:
Gatnagerð
Aðalverkefnin við malargötur
eru lagning síðari hluta Jörund-
arhoits og lagning malarlags
(slitlags) á fyrri hlutann. Áætl-
aður framkvæmdakostnaður við
malargötur og holræsi er kr.
1.800.000 og við bundið slitlag
kr. 1.732.950.
Leiguíbúðir
Á þessu ári mun Trésmiðjan
Akur hf. afhenda 8 íbúðir sem
samið var um byggingu á sam-
kvæmt lögum um sölu- og leigu-
íbúðir. Gert var ráð fyrir að
selja 6 íbúðanna. Pá er áætlað
að hefja byggingu fleiri íbúða
samkv. þessum lögum.
Grunnskólinn
Vegna þess hve fjárveitingar
á fjárlögum ríkisins til Grunda-
skóla eru knappar, er fjárhags-
áætlun miðað við að grunnskól-
inn starfi með sama sniði út ár-
ið, þó er gert ráð fyrir nokkr-
um rekstrarkostnaði ef úr rætist
með framkvæmdafé, svo hægt
verði að taka einhvern hluta
Grundaskóla í notkun fyrir árs-
lok. Framlag bæjarins til
Grundaskóla er kr. 1.050.000.
Fáist viðbótarframlag til bygg-
ingarinnar af hálfu ríkisins, er
nægi til þess að taka hluta
skólans í notkun á árinu, er
viðbótarframlag háð því skilyrði
kr. 500.000. Reksturskostnaður
við grunnskólann er áætlaður
kr. 2.123.200.
F j ölbr autaskólinn
Nemendur Fjölbrautaskólans á
vorönn eru liðlega 450 og hefur
fjölgað verulega frá því árið áð-
ur og gera má ráð fyrir nokk-
urri aukningu að nýju næsta
haust. í skólanum er efsti bekk-
ur grunnskólans til húsa og und-
ir stjórn Fjölbrautaskólans, u.þ.b.
100 nemendur. Ríkissjóður greið-
ir 50% af rekstrarkostnaði Fjöl-
brautaskólans á móti bæjarsjóði.
Á fjárhagSáætlun er stofnbúnað-
ur Fjölbrautaskólans kr. 300.000.
Framlag þetta er mótframlag
bæjarsjóðs vegna byggingar
verknámshúss við Fjölbrauta-
skólann.
Dagvistunarstofnanir
Framlag til dagvistunarstofn-
anna á fjárhagsáætlun er kr.
190.000,00 og er það áætlað til
að Ijúka framkvæmdum við
leikskólann við Skarðsbraut og
mótframlag til byggingar nýs
dagheimilis. Gert hefur verið
ráð fyrir því í viðbyggingu við
Skarðsbrautarleikskólann Rekstr-
arkostnaður við leikskólana þrjá
er áætlaður um 1.437.700,00.
Sjúkrahús
Heilsugæslustöð
Þarna er framlag bæjarsjóðs
kr. 120.000,00 en af fjárlögum
ríkissjóðs er áætlað kr. 650.000.
Fjármagnið verður notað til
tækjakaupa og áframhaldandi
uppbyggingar á Sjúkrahúsinu.
Varðandi heilsugæslustöð skal
upplýst að skv. heilbrigðislög-
um greiðir ríkissjóður laun fast-
ráðinna heilsugæslulækna, hjúkr-
unarfræðinga og Ijósmæðra.
Sveitarfélög greiða annan kostn-
að, þar með talið Iaun sérfræð-
inga og annars starfsfólks. Að-
kallandi er að fá sem fyrst ráð-
inn þriðja heilsugæslulækninn
að stöðinni.
Æskulýðsmál
Fjárveiting til æskulýðsstarfs
er hækkuð úr 140.000,00 í 456.
550,00 kr. Fjárveiting þessi er
heildarfjárveiting til æskulýðs-
nefndar og verður notuð til að
standa straum af kostnaði vegna
æskulýðsstarfsemi á vegum
nefndarinnar, Iaunum starfs-
manns, rekstri og viðhalds Arn-
ardals og til annarra verkefna á
vegum nefndarinnar.
Eldvarnir
Búið er að innrétta tækjabíl-
inn sem kom fyrir rúmu ári. Nýr
öflugur dælubíll er í pöntun og
er hann væntanlegur á árinu.
Fjármagn til kaupa á dælubíln-
um er kr. 550.000,00.
íþróttavöllur
Gert er ráð fyrir byggingu
tveggja nýrra búningsklefa við
íþróttavallarhúsið og er áætlað
til þess verks kr. 400.000,00.
Einnig er gert ráð fyrir að hefja
undirbúning að byggingu nýrrar
sundlaugar. Til hennar eru veitt-
ar kr. 100.000,00.
Höfnin
Gert er ráð fyrir 50% hækk-
un á tekjum hafnarinnar á árinu.
Á sl. ári var unnið að grjótgarði
í Lambhúsasundi. Nokkuð vant-
aði á að fjármagn fengist til
framkvæmdarinnar og verður að
greiða upp bráðabirgðalán sem
fengust í þessu skyni.
Fjárveiting á fjárlögum ríkis-
ins er alls 2.275.000,00 þar af
2.050.000,00 til framkvæmda í
Lambhúsasundi, hluti af þeirri
fjárhæð er til greiðslu fram-
kvæmda frá fyrra ári. Fram-
kvæmdir sem stefnt er að, eru
að byggja grjótvörn meðfram
þró S.F.A. til að minnka hreyf-
ingu í höfninni. Þörf er á miklu
fjármagni til viðgerða á grjót-
varnargarðinum er varð fyrir
miklum skemmdum í óveðri er
gekk yfir.í febrúar s.l,
Eins og sjá má af þessari
upptalningu er ýmislegt á döf-
inni hjá Akranesbæ, eins og
vera ber í ört vaxandi bæjar-
félagi.
Húsnœði
Óskum eftir að taka á leigu litla
ibúð eða tvö herb. með eidhús-
og hreinlætisaðstöðu frá 1. sept.
til 31. maí. Fteglusemi heitið.
Upplýsingar í síma 1988
ATVINNA
Óskum eftir að ráða vana bifreiðastjóra
með meirapróf.
'ÞORGEIRiHELGÍi1
STEHPUSTOÐ RHRRHESl
—*......■imiinnr”
Suðurgötu 17, Akranesi
Símar: 2390 - 2590 - 1494 - 1830
4