Bæjarblaðið - 07.05.1981, Síða 5

Bæjarblaðið - 07.05.1981, Síða 5
Karl Benediktsson: Hvers á hofnin að gjalda? Afnema ber ranglœtið Fyrir rúmum 50 árum voru gerðir út héðan frá Akranesi á milli 20 og 30 bátar, frá 20 til 34 tonn auk þess 6 línuveiðar- ar, sem kallaðir voru, frá 60 til um 200 tonn. Þá var landburður af fiski svo menn mundu ekki annað eins. Þá voru hafnarskilyrði mjög lé- leg sem ollu mönnum miklum erfiðleikum. Þann 10. mars 1931 voru allir bátar á sjó í blíðskap- arveðri, þeir fóru að koma að af líðandi hádegi með afla eins og borðið bar. Fað stóð illa á sjó og urðu menn að bíða lengri tíma eftir að flyti að bryggjun- um sem voru tvær í Lambhúsa- sundi og ein í Steinsvör. F>á var reynt að flýta fyrir með því að skipa upp á bjóðabátum eftir því sem hægt var. Þetta var mikil og erfið vinna. Við þessar aðstæður höfðu menn búið í nokkur ár. Þann sama dag, 10. mars skeði sá viðburður sem átti eftir að breyta miklu þegar fram liðu stundir í hafnarmálum okkar Akurnesinga. Pá kom dráttarbáturinn Magni með sjáv- arútvegsnefnd Alþingis og Al- þingismann okkar, Pétur Otte- sen, í broddi fylkingar en hann vann ómetanlegt starf að hafnar- málum Akurnesinga. Peir komu til að athuga staðhætti fyrir hafskipabryggju og um ieið varn- argarð. Sennilega hefur þeim ofboð- ið aðstaðan þar sem bátarnir biðu löndunar í lengri tíma. Upp úr þessu fór að koma skriður á málið, þá var eftir að leysa fjármálin, sem var ekki auðvelt á þeim tímum. Pá var framlag ríkisins 40% (en er nú 75%) til hafnarframkvæmda, en hinu varð hreppurinn að sjá fyr- ir, sem gert var meðal annars með loforðum um dagsverk. Þetta voru erfiðir tímar, allt unnið við önnur sklyrði en nú tíðkast t.d. öll steypa hrærð á brettum á handafli. Pá tíma þekkja ekki þeir menn, sem nú ráða enda flestir tæpast komn- ir á legg. í slíkan skóla hefðu þeir þurft að ganga, þá væri kannski annað viðhorf í dag. Síðan eru liðin 50 ár, eins og áður segir, mikið hefur áunnist enn mikið er ógert. Þá komu aflafréttir í fjölmiðlum sem allir fylgdust með því þar eigðu menn möguleika til að afla fjár til hafnarframkvæmda. Pað myndu koma skip til að taka afurðir og koma með nauðsynj- ar, leggjast að bryggju og greiða gjöld í hafnarsjóð eins og líka varð raunin, sem nú gerist ekki þörf lengur ef ráða má af hugs- unarhætti og vinnubrögðum róðamanna, þó gjöld flestra skipa sem í höfnina kæmu séu frá 70-200 þús. g.kr. Uppskipunarskip sett í naust og þar með úr sögunni margra ára vinna oft við erfið skilyrði. Það ríkti einhugur um að koma þessu langþráða mannvirki sem fyrst í gagnið. Pað gekk hægt í fyrstu en það tókst með sam- stilltu átaki og þrotlausri bar- áttu þeirra manna, sem mest og best unnu að þessu máli af mikilli bjartsýni, þó við marga örðugleika væri að etja. Allra ráða varð að leita til að hafnargarðurinn kæmist það langt að hægt væri að leggja skipum að til afgreiðslu til að ná inn tekjum til áframhald- andi framkvæmda, hugur ráða- manna var allur við að efla at- vinnulífið. Þeir vissu að með því stóð og féll vöxtur Akra- ness, en minna hugsað um ferðalög og flakk enda ekki arðvænleg tekjugrein eins og dæmin sanna. Nú er brotið í blað og tekin upp breytt stefna og stiginn sá hrunadans, sem varað hefur nú í nokkur ár með vaxandi hraða og að skal vikið. Pað er ömurleg staðreynd að þeir menn sem nú ráða skuli láta af hendi stóran hluta af tekjum hafnarinnar til að halda uppi flakki sem er að mestu leyti okkur óviðkomandi á sama tíma sem ekki er hægt að sinna nauðsynlegasta viðhaldi vegna fjárskorts og margar nauðsyn- legar framkvæmdir látnar mæta afgangi, en tugum milljóna g.kr. veitt úr hafnarsjóði í fram- kvæmdir sem gegna meðal ann- ars því hlutverki að ræna höfn- ina þeim tekjum sem hún rétti- lega á, það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar, þeg- ar menn hugsuðu í alvöru. Peg- ar þessar aðfarir voru gerðar voru ráðamenn búnir að með- taka ferðamannadelluna þar sem þeir sáu í hillingum stóra hópa fólks með bakpoka og dót sem myndu greiða stórfé til Akur- nesinga fyrir allslags þjónustu og loftkastalahugmyndir sem teygðu sig jafnvel upp til fjalla eða fólk í baðstrandabúningum á Langasandi. Slíkir voru draum- arnir sem gerðu það að verk- um að farið var á fund ráð- herra sem sá með hverjum hætti hann gæti veitt hafnar- framkvæmdum hér stuðning og afhenti þeim aðgangskort í formi niðurfellingar gjalda af flutningum sem höfnin er látin greiða fyrir þátttöku í þeim hrunadans sem síðan hefur ver- ið stiginn með vaxandi hraða og nú er svo komið að bæta verður við þátttökugjaldið 1250. 000 króna af skattpeningum borgaranna, ef marka má fjár- hagsáætlun bæjarins fyrir 1981, til viðbótar jafnvel milljóna tug- um gamalla króna með fyrr- nefndum aðferðum og hæstu fargjöldum og þjónustu sem þekkist. Svo rækilega hefur þessi skýjaborg hrunið eins og hús byggð úr kubbakassa barna, enda eins og óvitar hafi verið að verki en ekki langskólagengn- ir menn. Öll þessi vinnubrögð minna mann óneitanlega á samskipti Hróbjarts vinnumanns við Skugga-Svein sem ekki vissi sitt rjúkandi ráð hálf sofandi. Eins var með ráðamenn bæjarins, í návist ráðherra, en þeir vöknuðu í gerfi Jóns sterka og lágu á sjálfs síns bragði en voru montnir af. Ég sagði hér að framan, að ekki hefði verið hægt að sinna viðhaldi hafnarmannvirkja vegna fjárskorts, ef undan er skilin lyftan við ferjubryggju fyrir nokkur hundruð þúsunda g.kr. árlega, því ekki mega vöruflutn- ingar og sport stoppa. Þeir eru iðnir við að kroppa úr hafnar- sjóði. Tökum nokkur dæmi sem tala sínu máli um ástandið og menn geta séð með eigin augum hvernig líta út. Á sements- bryggjunni fer fram afskipun á tugþúsundum tonna af fram- leiðslu fyrirtækisins og þúsund- um tonna er skipað upp af hrá- efni til vinnslu. Par geta skip ekki fengið vatn til neyslu, svo þau verða að hrökklast milli bryggja ef þau þurfa á slíkri þjónustu að halda, að ekki sé minnst á viðlegukanta og fest- ingarpolla. Þó hefur fyrirtækið greitt yfir 50% af tekjum hafn- arinnar um árabil. Hverjar tekj- ur hafnarinnar væru ef Sem- entsverksmiðjunnar nyti ekki við, það gætu ráðamenn dund- að við að reikna út eftir ein- hvern þvargfundinn. Pað virðist gegna öðru máli hjá ráðamönn- um hvort fyrirtækið greiðir í bæjarkassann eða reytir úr hon- um. Hafnarhús hefur verið á döfinni í mörg ár og komið fyrir ráð og nefndir með tilheyrandi fundarhöldum og þvargi. Pað er búið að láta teikna margoft og nú í vetur eina ,sem slær öll fyrri met með staðsetningu hússins á grjótfyi I ingu utan hafnargarðs, sem sýnir kannski hvað þekking þessarra manna er sorglega lítil á þeim málum sem þeir fjalla um, enda út- koman eftir því. Ekki nokkrum manni sem til þekkir hefði kom- ið slíkt til hugar, en það var teiknað samt þó vitlaust væri. í allar þessar teikningar er sjálf- sagt búið að henda miklu fé. Aðstaða fyrir smábátaeigend- ur er sennilega einhver sú lak- asta á landi hér, en fyrir hverj- ar kosningar er þess getið á loforðalista að þessu verði að kippa í lag, sem virðist vera sett fram til atkvæðaveiða, síð- an er ekkert gert, ef undan er skilinn bátaleikurinn með Ferju II um höfnina vor og haust und- anfarin ár og höfð til augna- yndis við ferjubryggju fyrir ferðafólk vel bundin með land- festum upp á nokkra tugi þús- unda gkr. Allt þetta hefur kost- að mikið fé en kemur að tak- mörkuðum notum en hafnar- sjóður látinn borga. í ferju- bryggjuna var lögð vatnslögn eins og vera ber, þar tekur Akraborg vatn til neyslu og þrifa sem látið er endurgjalds- laust af hendi, þó kostað hafi verið til miklu fé. En togarar og bátar sem halda uppi mikilli atvjnnu skulu greiða yfir 300 gkr. fyrir tonnið. Pað þarf víða að kroppa tii styrktar þessu fyrirtæki. Til viðhalds hafnarmannvirkja hefur verið veitt tugum milljóna g.kr. undanfarin ár en lítið sem ekkert gert. Efsti hluti báta- bryggju hefur verið illfær svo árum skiptir þó beðið hafi verið um lagfæringu margoft. Fyrir nokkrum árum skyldi bæta um og sóttur ofaníburður um langan veg og borið ofan í, síðan jafn- frh. á bls. 8 Beðið eftir Akraborg. Þetta er svo til dagleg sjón. 5

x

Bæjarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.